Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Side 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Side 38
Stórhöfðavitinn sumarið 2001. Ljósm. Kristján Sveinsson. í eigu Siglingastofnunar íslands. settar upp vatnsaflsvirkjanir sem keyptar voru notaðar frá Noregi. Rafvæðingin var drjúgt framfaraspor í sögu vitanna þvi með henni jókst ljós- magn vitanna umtalsvert og rekstrarör- yggi þeirra einnig, þótt gasbúnaðurinn hefði reyndar alls ekki dugað illa hvað það snerti. Annað mál var að flutningur á gasi til vitanna hafði ætíð verið bæði kostnaðarsamur og erfiður þáttur í rekstri vitanna og var því unnt að sjá fram á töluverðan sparnað ef hægt var að losna við það. Um 1990 var búið að raf- væða alla þá vita sem hagkvæmt þótti að tengja samveitu eða útbúa með dísilvél- um og um það leyti vildu stjórnvöld losna við vitaskipið Árvakur úr rekstri, enda höfðu verkefni þess farið minnk- andi árin á undan. Þegar þclta bar að hafði sólarorka verið nýtt sem orkugjafi í afskekktum vitum i nágrannalöndunum um nokkurt skeið og höfðu tæknimenn Vitastofnunar fylgst grannt með fram- vindu þeirra mála. Nokkrar efasemdir voru um það að tekist gæti að nota þessa aðferð hér vegna þess hve langt skamm- degið er hér á landi, en ákveðið var að gera tilraun og var settur upp búnaður til að nema og nýta sólarorku í Gerðistanga- vitann á Vatnsleysuströnd árið 1988. í ljós kom að engin sérstök vandkvæði voru á því að nýta sólarorkuna hér á landi þrátt fyrir langan og dimrnan vetur og á næstu árum var settur upp búnaður til þess í þá vita sem enn notuðu gas. Sólarorkubúnaðurinn hefur reynst auð- veldur og öruggur í rekstri, en þar sem framleiðslugeta hans á raforku er tak- mörkuð hefur sums staðar þurft að draga nokkuð úr ljósstyrk vitanna. Nýting sólarorkunnar og útbreiðsla tölvu- og fjarstýrðra tækja gerði vitaverði óþarfa á síðasta áratug 20. aldar og var þá lögð af föst vitavarsla við ílesta vita lands- ins, sem var snar þáttur í vitarekstri hér á landi. Má því með sanni segja að miklar breytingar hafi orðið á þessari starfsemi frá því henni var fyrst komið á fót á Reykjanesinu árið 1878. ^i lll II "^jcr. Straumnesvitinn íjúlí 2001. Veðrun lck Straumnesvitann svo hart að eftír að hann hafði staðið í áratug þótti nauðsynlegt að klœða hann með steinsteypu og þá var sett anddyrið sem hér sésl. Ekki þykir vítinn fagurt mannvirki og bœtir síst um að ryðfrá járngrindinni leitar i sífellu út um stcinsteypuhuluna. Ljósm. Guðmundur Bernódusson. í eigu Siglingastofnunar Islands. 38 - Sjómannablaðið Víkingur gjómsnnablaðið Víkingur = 1H

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.