Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Qupperneq 43
ýmsu tagi, fiskeldi, framleiðslu bætiefna,
annarri matvælaframleiðslu og mögu-
leikar eru til staðar á sviði líftækni, sem
geta gefið af sér störf í framtíðinni.
Landsbyggðin er í mikilli þörf fyrir öflug
iyrirtæki og i sjávarútveginum eru tæki-
færi. Ég vil staðhæfa það að besta
byggðastefnan er að stækka og efla sjáv-
arútvegsfyrirtæki landsmanna því þau
munu ávallt byggja starfsemi sína á
þeirri aðstöðu, mannafla og auðlindum
sem við höfum allt í kringum landið.
í þriðja lagi má nefna sífelldar vinnu-
deilur í sjávarútvegi sem auka enn á
vandann.
En það má nefna fleiri atriði. Greinin
höfðar því miður ekki nægjanlega til ungs
fólks. Það kemur meðal annar fram í því
að ásókn í sjávarútvegstengt nám er í eng-
um takti við þau tækifæri sem búa í ís-
lenskum sjávarútvegi á spennandi ný-
sköpun, erlendum verkefnum og mark-
aðsselningu.
Til að bæta gráu ofan á svart hafa fjár-
festar almennt ekki haft mikinn áhuga á
greininni. Aðeins eitl sjávarútvegsfyrir-
tæki er inni í Úrvalsvísitölu Verðbréfa-
þings en hún inniheldur stærstu fyrirtæk-
in, þrátt fyrir að sjávarútvegur sé hér und-
irstöðuatvinnuvegur. Fyrirtækin er flest of
lítil til að velta með hlutabréf sé næg eða
til að gott jafnvægi sé í rekstri, en löggjöf
meinar þeim að stækka nægilega mikið.
Vonandi mun kaup Eimskips á ÚA breyta
þessu og þar sem Eimskip er í úrvalsvísi-
tölunni er sjávarútvegurinn búinn að
eignast nýjan bakhjarl. Frekari samþjöpp-
un í greininni mun einnig breyta viðhorf-
unt til hennar. Stöðugar deilur hafa verið
um starfsvettvanginn og engin trygging er
fyrir því að sátt verði sem tryggir stöðug-
leika til framtíðar. Almennt hafa sjávarút-
vegsfyrirtækin einfaldlega ekki verið í
stakk búin til að keppa við suma aðra fjár-
festingakosti, en það mun breytast á
næstu árutn.
En það eru fleiri skýringar á áhugaleysi
fjárfesta. Surnir sjá ofsjónum yfir þeim
veiðiheimildum sem starfandi aðilar í
sjávarútvegi, sem ekki hafa selt veiðiheim-
ildir sínar, hafa yfir að ráða. Þeir tala jafn-
Iramt um það að núverandi kerfi komi i
veg fyrir nýliðun. Þetta skapar óvissu unt
að hugsanlega verði eitthvað tekið af þess-
um félögum eða lögð verði á þau mjög í-
þyngjandi gjöld. Þessi umræða um nýlið-
un er tnjög undarleg og virðist einskorð-
ast við sjávarútveg en nær ekki til annarra
greina. Með sömu rökum mætti setja
svipaða vernd fyrir kaupmanninn á horn-
inu eða litla tryggingamiðlarann, eða
flutningafyrirtækið. Flestir þurfa að fjár-
festa til að komast inn á ákveðnar greinar,
hvort setn það er í húsnæði, bíl eða skipi,
og vandséð er hvers vegna huga þarf
rneira að nýliðun í þessari grein en öðr-
um. Því skyldi sjávarúlvegur vera eitt-
hvað frábrugðinn? Reyndar sá ég í nýlegu
blaði untfjöllun um fólk sem hóf starfsemi
í útgerð og fiskvinnslu fyrir örfáum árum
síðan og hefur keypt allar sínar varanlegu
heimildir á markaði. Það lét vel af starfs-
greininni og taldi allar forsendur til að ná
að vaxa áfram með arðsömum hætti.
Sátt er um það að sjávarútvegurinn
greiði gjald fyrir afnot af auðlindinni, en
deilt hefur verið um útfærslu og fjárhæð-
ir. Flestum er þó orðið Ijóst að gæta þarf
hófs í gjaldtöku.
Það skal heldur enginn vanmeta þann
styrk sem atvinnugreinin getur haft af
skilvirkum hlutabréfamarkaði en það sent
aðallega hamlar í dag er ímynd greinar-
innar og stærð fyrirtækjanna. Úr hvoru
tveggja er auðvelt að bæta. Það er eftir-
sóknarvert að búa þannig um hnútana að
sjávarútvegsfyrirtæki verði á ný eftirsóttur
fj árfestingarkostur.
Mér sýnist afar mikilvægt að menn
horfi í eigin barm og velti því fyrir sér
hvort við séum á réttri braut í umræðunni
og hvort að við höfum raunverulega efni á
að halda áfram með sarna hætti. Ég tel að
ef við höldum okkur við núverandi kerfi,
lögum þá galla sem eru á þvi, stækkum
fyrirtæki, leyfum erlent eignarhald og
losnum við sérréllindi stéttarfélaga til á-
hrifa í þessari grein að þá rnuni hún eiga
eftir að vaxa og geti áfram verið burðarás í
íslensku atvinnulífi. Umfram allt þarf að
losna við átök og þá „skæruliða“ sem hafa
verið að reyna að eyðileggja greinina.
Lokaorð
Hér að framan ræddi ég unt það hvern-
ig sjávarútvegsgreinin gæti litið út árið
2020. Spurningin er hvort að þetta sé
raunhæft. Ef ég horfi á eigin reynslu og
það sem við höfum verið að gera hjá Út-
gerðarfélagi Akureyringa þá tcl ég að við
eigum mikla möguleika og við viljunt
vaxa áfram með arðsömum hætti á næstu
árum.
Undanfarin ár hefur Útgerðarfélag Ak-
ureyringa aukið við starfsemi sína með
þátttöku í rekstri á Hóhnavík og Raufar-
höfn og þá hefur félagið urn árabil verið
með starfsemi á Grenivík. Á öllum þess-
um stöðum reyndist erfitt að halda úti
smáum fyrirtækjum enda áhætta nokkur í
sjávarútvegi sent kemur fram í miklum
sveiflum í alkotnu í einstökum greinum. í
öllum þessum tilfellum hefur samstarf við
heimamenn gengið vel og innkoma félags-
ins eflt starfsemi á viðkomandi stöðum.
Stór fyrirtæki hafa á allan hátt betri for-
sendur til að reka atvinnu á smærri stöð-
um en lítil, þau hafa möguleika á því að
beita sérhæfingu og sérþekkingu og þau
geta tekið þeim sveiflum sem einkenna
þessa atvinnugrein.
Útgerðarfélag Akureyringa er nú þátt-
takandi í tveimur sprotaverkefnum, ann-
ars vegar því sent við kölluin gelatínverk-
efnið og hins vegar það sem við köllum
próteinverkefnið. Gelatínverkefnið gengur
útá að framleiða gelatín sem hægt er að
selja á hærra verði en venjulegt gelatín,
m.a. til lyfjagerðar og er það verkefni
unnið með Spánverjum. Próteinverkefnið
er unnið með Haraldi Böðvarssyni hf en
það gengur úta á að vinna hrein prótein
úr loðnu. Þessi verkefni eru auðvitað enn
einungis viðskiptahugmyndir og kannski
verður ekkert úr þeim en mjór er mikils
visir.
Að lokum langar mig til að undirstrika
það að sjávarútvegur er undirslöðuat-
vinnuvegur á íslandi og verður það næstu
ár. Þrátt fyrir það þá hefur hann ekki búið
við eðlileg rekstrarskilyrði eins og aðrar
atvinnugreinar. Dregist hefur að endur-
skoða lög og ýmsar hömlur gilda.
Sjávarútvegurinn er vanmelin atvinnu-
grein. Við þurfum að ná sátt um hann.
Það er hægt að efla hann og við eigurn að
lyfta honurn á stall. Það er hættulegt að
tala alltaf um að finna þurfi einhverjar
nýjar greinar og jafnvel veita ríkisábyrgðir
svo erlend fyrirtæki gæti komið hér upp
áhætturekstri. Sjávarútvegsfyrirtæki geta
haldið uppi góðum lífskjörum á ísland og
eiga ekki að gefa neitt eftir í því efni. Við
eigum ekki að sætta okkur við það að um
okkur gildi einhver sér lögmál eins og það
að útlendingar megi ekki vera þáttakend-
ur í okkar framtíð með eignarhaldi. Jafn-
framt eigum við ekki að sætta okkur við
það að ríkisvaldið mismuni atvinnugrein-
um og fyrirtækjum með þeim hætti sem
við erum að upplifa þessa dagana. Við
megum ekki gleyma því á hverju við lif-
um og hvað geti verið besta byggðastefn-
an í íslandi. Við eigum að tryggja það að
sjávarútvegur verði áfram í fyrsta sæti og
vera stolt af því.
mar
dling wlth care
Stangarhyl 6, Reykjavík, s.: 587 1300
Sýningarbás okkar er H 20
Sjömannablaðið Víkingur - 43