Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 48
Þjónustusíður
Landvélar ehf í Kópavogi
Sala og þjónusta
á vökva- og loftkerfum
Halldór Klemenzson innkaupstjóri Landvéla
Landvélar í Kópavogi er rótgróið
fyrirtæki sem á marga trygga við-
skiptavini auk þess sem stöðugt bætast
nýir við. Það hóf starfsemi árið 1967
og sérhæfir sig í vökva- og loftkerfum.
Þrátt fyrir nafnið Landvélar hefur það
sótt stöðugt meira inn á sjávarútvegs-
markaðinn með góðum árangri og tek-
ur nú þátt í Sjávarútvegssýningunni
eins og fyrirtækið hefur gert frá upp-
hafi.
Halldór Klemenzson innkaupastjóri
með meiru hjá Landvélum sagði í
spjalli við blaðið, að fyrirtækið veitti
bæði útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækj-
urn alhliða þjónustu á sinu sviði auk
þess sem fleira væri í boði sem sjávar-
útvegurinn þyrfti á að halda, svo sem
að smíða rör og beygja eftir óskum.
Landvélar væru stöðugt að bæta við
sig fleiri vörumerkjum og fleiri gerð-
um af vörum. Einnig væru Landvélar
með eigin framleiðslu á ryðfríu tengj-
um, lokum og tjökkum. Sömuleiðis
væri rekin viðgerðardeild sem annaðist
viðgerðir á vökvatjökkum og dælum.
Halldór sagði að í sjávarútvegi sem
annars staðar gerðu menn strangar
kröfur um gæði og Landvélar legðu
kapp á að bjóða góða vöru og þjón-
ustu. Starfsmenn fyrirtækisins eru á
fjórða tug talsins.
-Sjávarútvegurinn er sveiflukennd
atvinnugrein eins og menn vita. Þegar
vel árar kaupa rnenn nýjan þúnað en
þess á milli er keypt meira af varahlut-
um til að halda tækjunum gangandi og
við erum einmitt með mikið af við-
haldsbúnaði og siglum því oft lygnari
sjó en aðrir hvað þetta varðar. Sömu-
leiðis er breiddin mikil í okkar fram-
boði, sagði Halldór Klemenzson.
Á Sjávarútvegssýningunni munu
Landvélar leggja áherslu á að kynna
vörulista fyrirtækisins. Stöðugt er fyl-
gst með nýjungum sem koma fram á
því sviði sem Landvélar sérhæfa sig á
og á sýningunni verður kynnt nýtt
vörunterki sem fyrirtækið hefur fengið
umboð fyrir. Þetta er vörumerkið Tam-
tron, sem stendur fyrir finnskar vogir,
bæði pallavogir og til að setja i lyftara,
kranakróka og slíkt. Vogirnar eru
tengdar inn á vökvakerfi vélanna
KEMHYDRO - salan
Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík
Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075
T æringarvarnarefni
fyrir gufukatla
48 - Sjómannablaðið Víkingur