Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Page 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Page 49
Hampiðjan Þantæknin hefur sannað sig enn og aftur Þróun Gloríu trolla Hampiðjunnar er í fullum gangi og nú er nýr þankaðall kominn á markað sem margir hafa beðið eftir, og hefur kaðallinn hlotið nafnið Hclix. Þessi nýjung i flottrollsköðlum leysir af hólrni fyrstu kynslóð þankaðla sem gerðir voru úr tveimur samsnúnum nylon köðlum. Nýi kaðallinn hefur niarga kosti umfram þann gainla, helstu kostirnir eru þeir að nú er búið að koma þantækninni í einn kaðal í stað tveggja áður, við þetta myndast meiri þankraftur og minna viðnám. Þess má geta að nýi kaðallinn er unnin upp úr Gloríu kaðlin- unt sem notaður hefur verið til margra ára í karfatrollum Hampiðjunnar með góðum árangri en þantækninni hefur verið komið fyrir í Gloríu kaðlinum. Seld hafa verið sex Gloríu þantroll úr Helix kaðlinum í jafnmörg skip hér við Island til kolmuna síldar og karfa- veiða. Þessi skip eru Börkur, Hoffell, Þor- steinn, Bjarni Ólafsson og Faxi, og eru skipstjórar þessara skipa sammála um að veiðarfærið skili meiri fiski en önnur troll, og hafa sérstaklega tekið frarn ágæti þess hversu létt og meðfærilegt sé að vinna trollið, opnun mun betri og léttara í drætti. Einnig er verið að þróa sörnu tækni fyrir karfaveiðar og hefur Venus verið að nota nýtt Helix troll seinni hluta surnars. Vonir eru bundnar við að þessi tækni muni einnig korna vel út fyrir karfaveiðar, segir Haraldur Árnason deildarstjóri trolldeildar Hampiðjunnar. Nýtt 1280 metra loðnu og síldar- troll Á síðustu loðnuvertíð kom Hampiðjan með nýja gerð af Gloríu trolli, 1280 metra í ummál með nýrri loðnu útfærslu sem kom mjög vel út á síðustu verti'ð. Skipin sem notuðu þessa gerð fyrst voru Bjarni Ólafsson og Faxi og voru skipstjórar þess- ara skipa mjög ánægðir með árangurinn, nánast enginn ánetjun var í belg trollsins sem var vandamál áður og virkaði trollið mjög vel í alla staði. Einnig hefur verið unnið að nýrri gerð poka með þverneti sem gefur mun betra gegnumstreymi og er þær tilraunir enn á þróunar stigi. Öflug vöruþróun Hampiðjan hefur alltaf leitast við að gera betur á öllurn sviðum veiðitækninn- ar og er öflug vöruþróun og náið sam- starf við notendur veiðarfæranna lykill- inn af þeirri velgengni sem Hampiðjan hefur náð á undanförnum áratugum, seg- ir Haraldur Árnason. -1 nr oh - mm Lis Séð inn cftir kaðlaverksmiðju Hampiðjunnar á Bildshöfða. Mynd C1 Sjómannablaðið Víkingur - 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.