Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Side 54
Pjónustusíður
ísþykkni notað samhliða RSW
Accord
ískerfi seldu nýlega eina stóra ísþykknis-
vél í uppsjávarskipið Accord PD 90 frá Pet-
erhead í Skotlandi. Accord er 126 GT skip,
smíðað hjá Macduff Shippyards Ltd UK
árið 1997.
Vélbúnaðurinn var settur um borð í
Karstensens Skibsværft I Skagen í sumar.
Páll Pálsson og Haraldur E. Jónsson sölu-
stjórar hjá ískerfum fóru til Peterhead í
júní til þess að kenna skipverjum á kerfið
og ræsa vélamar.
Notkun samhliða RSW
Um borð í Accord er 500.000 kcal/klst.
RSW kerfi sem er notað til þess að kæla
aflann í lestum skipsins. Til þess að fá
hraðari kælingu og mun betra hráefni var
keypt ein B-130 ísþykknisvél frá ískerf-
um. ísþykknið er framleitt i lestarnar
samhliða RSW framleiðslunni og er is-
þykkninu skotið inn í RSW lagnirnar á
skipinu. Notaður er hreinn sjór úr tönk-
unum til þess að framleiða ísþykkni í lest-
arnar þar til aflinn er kominn um borð, en
þá er hreinn sjór tekinn inn á vélarnar til
að framleiða ísþykkni til að skjóta inn á
RSW kerfið og blanda saman við aflann.
Eigandi á Accord PD 90 ætlar að bæta við
forkæli framan við ísþykknisvélina síðar.
fskerfi hafa reynslu af notkun ísþykkn-
is samhliða RSW í landvinnslu í
Plymouth á Englandi, en þetta er fyrsta
verkefni sem ráðist er í á sjó.
Árangurinn af þessari fyrstu uppsetn-
ingu er mjög góður. Hráefnið kælist mun
hraðar fyrst og ekki þarf að dæla jafn
mikið í gegnum RSW kerfið til þess að fá
hraða kælingu. Síldin og makríllinn eru
ekki eins tætt og laus í sér þegar komið
er með aflann að landi.
hað er skoðun Iskerfa að ísþykkni og
RSW kerfi fari mjög vel saman til þess að
ná hámarksárangri i kælingu á afla. Pau
skip sem hafa RSW kerfi í dag og vilja
bæta hráefnisgæðin þurfa ekki að fjárfesta
verulega til þess að ná hraðari kælingu.
ísþykknið getur notast á margan hátt
til þess að bæta RSW kerfið og eru helslu
leiðir:
Að byggja upp „lager“ af ísþykkni í
lestinni til þess að fá hraðari kælingu, án
þess að þurfa að dæla af miklum krafti
með RSW kerfinu.
Að sprauta ísþykkninu ofan á hráefnið
/ aflann í lestinni til þess að minnka slátt
á aflanum í lestinni.
ísþykknið er sogað rólega í gegnum
lestina með RSW kerfinu eða lensidæl-
unni til þess að ekki myndist hitapollar.
Isþykknið notar hreinan sjó og því er
hægt að hreinsa aflan hægt og rólega á
landstiminu.
Hægt er að nota kerfið eitt og sér óháð
RSW kerfinu.
Með réttri notkun ísþykknis er hægt að
minnka seltu í lestinni og þar með upp-
töku á seltu i aflanum, t.d. við veiðar á
kolmuna.
Kerfið er auðvelt í uppsetningu og kref-
st ekki mikilla breylinga eða lagnavinnu.
Allar lagnir eru einfaldari en í RSW kerf-
um og hægt er að setja kerfið upp á
stuttum tíma. Pau íslensku skip sem hafa
keypt vélar frá ískerfum til notkunnar í
uppsjávarfiski (án RSW) eru Harpan VE,
ísleifur VE, Bergur VE, Áskell EA, Sunnu-
tindur og Beitir NK, auk skipa á írlandi
og í Skotlandi.
54 - Sjómannablaðið Víkingur