Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Page 62
Þjónustusíður
Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Tvö ný björgunarskip
bætast í flotann
hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Á sjómannadaginn voru vigð tvö ný
björgunarskip Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, b.b Ásgrímur S. Björnsson
í Reykjavík og b.b Björg á Rifi Snæfells-
nesi. Þessi nýju björgunarskip leysa af
hólmi eldri skip sem seld voru úr landi.
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur í
dag 9 björgunarskip í þjónustu sinni.
Skipin hafa verið keypt notuð af sjó-
björgunarfélögum í Evrópu, flest af Kon-
unglega breska sjóbjörgunarfélaginu
(RNLI) í Bretlandi, en einnig hafa verið
keypt skip af Hollendingum og Þjóðverj-
um. Skipin eru staðsett hringinn í kring-
tvö ár. Þau er af tegundinni Arun Class
og eru smíðuð á áttunda áratugnum.
Þólt skipin séu yfir 20 ára gömul eru
þau eins og ný þar sem þau hafa fengið
framúrskarandi viðhald hjá RNLI, bæði í
þjónustustöð þeirra í Poole (Suður-
Englandi) og af áhöfnum þeirra.
Skipin eru 44 brúttólestir, 16 metra
löng og rúmir 5 metrar á breidd. Djúp-
rista þeirra er um 2,7 metrar. Tvær vélar
eru í skipunum af tegundinni Caterpillar
samtals 750 hestöfl (530 kW) og er
ganghraði þeirra allt að 17 sml/klst.
Skipin eru smíðuð úr plasti og þau rétta
sig við ef þeim hvolfir. 5-6 manna áhöfn
er á skipunum.
Valgeir Elíasson
Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar
Ásgrimur S. Björnsson
Björg
um landið og sjó
björgunarsveitar-
menn á hverjum
stað sjá um að
manna þau í út-
köllum og æfing-
um. Til að annast
viðhald skipanna
eru vélstjórar í
1/2 starfi við
hvert skip.
Skipin sem
vigð voru á sjó-
mannadaginn
koma frá RNLI
eins og þau björg-
unarskip sem
komið hafa til fé-
lagsins síðustu
62 - Sjómannablaðið Víkingur