Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Page 63
Umfangsmikil löndunarþjónusta Samskipa
Landa 40 þúsund
tonnum af afla
Óshar Gíslason
Samskip reka umfangsmikla löndun-
arþjónustu fyrir togara og önnur fiski-
skip á athafnasvæði fyrirtækisins við
Holta- og Vogabakka. Á síðasta ári tóku
Samskip á móti 40 þúsund tonnum af
fiski og eru að byrja að byggja nýja
frystigeymslu við hlið ísheima. Pað er
ljóst að fyrirtækið leggur mikla áherslu
á að veita góða og örugga þjónustu á
þessu sviði sem öðrunt.
„Við rekum löndunarþjónustu fyrir
logara og erurn með samstarfssamning
við Löndun sem er verktaki hjá okkur
þegar losað er. Samherji er stærsti við-
skiptavinur okkar, en auk þess má nefna
Ögurvík, Stálskip og Gjögur auk ýmissa
annarra, þar á meðal eru erlend skip,“
sagði Óskar Gíslason sölufulltrúi Sam-
skipa í spjalli við Víkinginn, en hann
hefur löndunarþjónustuna á sinni
könnu.
„Við sköffum gáma eða geymslur lil
að korna aflanum fyrir og síðan í út-
flutning með skipunum okkar. Þessi
urnsvif eru nokkuð vertíðarbundin, út-
hafskarfanum er landað að mestu í maí
til júlí og þar er um gífurlegt magn að
ræða á skömmum títna. Síðan er hefð-
bundinn afli árið urn kring, svo sem
þorskur og grálúða. Svo hafa bæst við
uppsjávarfiskiskip sem frysta síld og
loðnu, en allur sá floti hefur verið í við-
skiptum við okkur. Hér um að ræða
nrjög afkastamikil skip sem ryðja rniklu
magni í land á skömmum tíma, enda
um að ræða skip sem frysta hundrað
tonn á sólarhring.
Óskar sagði að mjög strangar kröfur
væru gerðar urn nteðhöndlun aflans og
þær hafi stöðugt verið að aukast. Mikil
breyting hafi orðið á því sviði undanfar-
in ár.
„Frystigeymsl-
urnar verða til
dæmis að vera
vottaðar og allir
gántar sérstaklega
þrifnir. Þá má
ekki lengur landa
í hvaða veðri sem
er. Það er ekki
landað núna í
ausandi rigningu
og roki. Þess
vegna höfum við og fleiri komið upp
löndunarskýlum á bryggjurnar þar sem
hægt er að hífa upp úr skipi og sortera
undir þaki,“ sagði Óskar.
Samskip hefur annast þessa löndun-
arþjónustu í 10 ár og hún hefur alltaf
verið að aukast. Athafnasvæði Samskipa
er afgirt og vaktað allan sólarhringinn.
Að sögn Óskars eru jafnt útlendingar
sem íslendingar farnir að leggja mikla á-
herslu á að fá að vera með skipin innan
girðingar meðan þau standa við til að
tryggja að ekki komi til neinna óþæg-
inda frá óviðkomandi aðilum.
„Aðstaðan til að annast löndunar-
þjónustuna er rnjög góð. Við erum með
200 rnetra viðlegukant á Vogabakkanum
og 130 rnetra viðlegu við Holtabakka
inn á okkar afgirta svæði. Við erum að
fá 150 metra framlengingu á Vogabakka
sem verið er að taka í notkun núna en
er hún aðallega ætluð fyrir áætlunarkip-
inn en til afnota fyrir togarar þegar á-
ætlunarskipin eru ekki inn. Því má
segja að við höfum 350 metra viðlegu
við Vogabakka. Það er ntjög gott fyrir
skipin að liggja hérna, hvorki súgur eða
annað og hér hreyfir aldrei skip. Þá
erum við með frystigeymslu á bryggju-
kantinum, ísheima, og erum byrjaðir
að undirbúa byggingu á nýrri geymslu
við hliðina þar sem verður hægt að
koma inn og út miklu magni á sköinm-
um tíma,“ sagði Óskar Gíslason hjá
Samskip.
CX OH FILTCR SYSTIMS, SHIP WINOOWS, AND MITAl CAST1NGS
ÚTGERÐARMENN & VÉLSTJÓRAR
Um leið og við þökkum ykkur góðar viðtökur viljum við vekja
athygli á eftirfarandi: Á sjávarútvegssýningunni i bás H 40 munu
Framtak og C.C.Jensen kynna ódýrar og einfaldar aðferðir við að
fjarlægja vatn og óhreinindi úr brennsluoliu ásamt þvl að kynna
aðrar framleiðsluvörur
Þær henta til hreinsunar á flest öllum olíukerfum.
ÍFRAMTAK
" VÉLA- OC SKIPAhjÓNUSTA
Sími: S65 2556 • Fax: 555 6035
Verið velkomin til
okkar i bás H-40
Sýningarkerfi á staðnum
Sjómannablaðið Víkingur - 63