Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 4
Álag á sjómenn Fyrir nokkru áskotnaðist mér tafla frá Lifeyrissjóði sjómanna sem sýnir hvernig útgreiddum örorkubótum er skipt í flokka eftir orsök- um örorkunnar. Það kom mér óneitanlega á óvart að sjá að þar voru útgreiðslur vegna eftirstöðva slysa og/eða áverka í þriðja sæti með 14,9 % af útgjöldum. Opinber gögn um slysatíðni sjómanna sýna svart á hvítu að hún er margföld miðað við aðrar atvinnugreinar og þar af leiðandi ekki óeðlilegt að maður drægi þá ályktun að slysaþátt- urinn væri veigamesti útgjaldaliðurinn. Það er öðru nær. Stoðkerfissjúkdómar ( bakverkir ) með 35,3 % og geðraskanir með 23,9 % sitja í fyrsta og öðru sæti. Reynum aðeins að skilgreina hvað liggur að baki þessum ógnvekj- andi upplýsingum. Allir sem þekkja til sjómennsku á fiskiskipum þekkja þá einhæfni sem þar ræður ríkjum. Ég held að ekki hafi verið lagt í mikinn kostnað til að grafa upp og einangra þá þætti sem mest- um óskunda valda á þessu sviði. Þar sem ég hef róið hafa t.d. allt of margir menn sérhæft sig í einhverjum einum verkþætti og náð þar ótrúlegri færni og afköstum. Gallinn er sá að þessi eini verkþáttur krefst oft á tíðum síendurtekinna mjög einhæfðra hreyfinga sem gerir hraustustu menn hreinlega að öryrkjum eftir mislanga starfsæfi. Ég er sannfærður um að bæta mætti heilsufar sjómanna töluvert með því einu að hrókera mönnum milli starfa um borð eftir sem þvi sem að- stæður leyfa. Að sjálfsögðu kæmi það niður á vinnuhraða og afköst- um tímabundið en hlyti þó að verða affarasælla þegar til lengri tíma er litið. I öllu falli er það skylda þeirra sem að sjávarútveginum koma að stuðla að auknum rannsóknum á þessu sviði. Víkjum þá að síðari þættinum. Hann er jafnvel ótrúlegri en sá fyrri. Getur verið eðlilegt að þessi Iiður sé svona hár? Mitt svar er já, það er eðlilegt miðað við þær aðstæður sem uppi eru í greininni. Hvert er vandamálið? Svarið að mínu mati felst í því vaxandi óör- yggi sem sjómenn búa við varðandi störf sín, svo ekki sé minnst á þá sem ganga atvinnulausir. Allt of stór hópur sjómanna býr við þá dap- urlegu staðreynd að vita sáralítið eða jafnvel ekkert um sína nánustu framtíð. Þeir vita jafnvel ekki hvort þeir komast næstu veiðiferð. Menn veigra sér við að leita leiðréttinga sinna mála vegna þess að dæmin sanna að það er ekki vel séð hjá vinnuveitandanum eða eins og einn útgerðarmaður sagði: Þeir sem eru veifandi kjarasamningi eða röflandi um fiskverð verða yfirleitt ekki langlífir hjá minu fyritæki. Halda menn að þetta sé uppbyggilegt fyrir viðhorf sjómanna til starfs- ins, lífsins og tilverunnar? Það fylgir útgerð að skip eru seld og keypt og slíkum gjörningum fylgja sviptingar í starfsumhverfi sjómanna. Það breytir ekki þeirri skoðun minni að mikið skorti á að útgerðar- menn skynji þetta vandamál og bregðist við aðstæðum á hverjum tíma með því að upplýsa sjómenn sína um stöðu mála eftir því sem þeir hafa tök á. Ég trúi því aldrei að íslenskir útgerðarmenn séu svo skyni skroppnir að þeir sjái ekki hversu margfalt þeir fengju til baka allt sem þeir leggja af mörkum til aukins starfsöryggis sjómanna sinna. Hluti af lausninni við að lækka útgjöld vegna geðraskana felst hreinlega í því að útgerðarmenn rifji upp þetta gamla, sígilda sem mér virðist eiga svo mjög undir högg að sækja á íslandi í dag, þ.e.a. s. mannlegi þátturinn. Árni Bjarnason Útgcfandi: Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Borgartimi 18, 105 Rcykjavík. Afgreiðsla og áskrift: sími 562 6933 Ritsljóri og ábyrgðarmaður: Sæmundur Guðvinsson, sími 868 2159, netfang sgg@mmcdia,is. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, simi 587 4647 Ritncfnd: Arni Bjarnason, Hiríkur Jónsson, Hilmar Snorrason Forscti FFSÍ: Ární Bjarnason Umbrot, filrnuvinnsla, prcntun og bókband: Gutenberg Aðildarfclög FFSÍ: Félag íslenskra skipstjórnarmanna, Skipstjórafélag Norðlendinga, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og stýrímannafélögin: Aldan, Reykjavík; Bylgjan, tsafirðí; Sindri, Ncskaupslað; Verðandi, Vestamannaeyjum; Vísir, Suðurnesjum. Forsíðumyndina lók Jón Kr. Friðgeirsson 4 Álag á sjómenn. Forystugrein Árna Bjarna- sonar forseta FFSÍ. 8-9 Úrslit í Ijósmyndakeppni sjómanna. 10 Eitt prósent menn. Grein eftir Árna Bjarnason. 11-13 Fréttir frá Alþingi og myndir frá öryggisviku sjómanna. 14 Niðurstöður forkönnunar á svefngæðum og álagstíðni sjómanna. 15-18 Samþykktir formannaráðstefnu FFSÍ. 20-21 Heimsókn í söfn á Reykjanesi. 22-26 Viðtal við Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. 28-33 Viðtal við Auðunsbræður og frásagnir af þeim. 38-40 Örlaganótt á Eystrasalti. 41-45 Kafli úr bókinni Sjósókn og sjávarfang. 49-53 Saltstorkin bros. Smásaga eftir Hafliða Magnússon. 54-70 54-70 Sigling um Netið, Utan úr heimi, Frívakt og þjónustuefni. Með blaðinu fylgja bæklingar um öryggismál sjómanna sem Siglingastofnun gefur út. Sjómannablaðið Víkingur - 4 Blaðíð kemur ut fjórum sinnuin á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.