Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 29
V Svalbakur EA 2 að veiðum. hrjáð hann um hríð. Við sitjurn heima hjá Gunnari og konu hans, Gróu Eyjólfs- dóttur. Eins og inngangurinn segir til um voru þeir bræður aldir upp við sjósókn og fóru snemma að sækja sjóinn. ^Ætli við höfum ekki lært áralagið með móðurmjólkinni,” segir Porsteinn en Gunnar og Gísli draga úr þessum full- yrðingum og segja að það sé nú heldur djúpt í árinni tekið hjá Þorsteini. Hins vegar sé það rétt að allir hafi þeir mjög ungir byrjað að róa með föður sínum og Bjarna Stefánssyni á Stóru-Vatnsleysu. Á heimilinu hafi allir þurft að taka þátt í störfum til sjós og lands. „Við höfum allir verið þetta átta, níu ára þegar við fórum að róa að staðaldri,” segja þeir. En það þurfti að gera annað á heimilinu en róa og meðal annars að rnjólka kýrnar sem þótti heldur leiðin- legra. Gunnar segist alltaf hafa leiðst að mjólka og þyki enn í dag kýr ljót og leið- inleg dýr. „Ég vildi skipta á kúnum og köttum sem eru miklu skemmtilegri,” segir hann og hinir hlæja að endurminn- ingunni. -Það hefur þá legið beinast við að þið færuð í Stýrimannaskólann og aldrei neitt annað komið til greina? „Á þessum árum var nú ekki mikið annað í boði. Það þótti líka ágætt próf að ljúka Stýrimannaskólanum og leggja fyrir sig sjómennsku,” segja þeir. „Annars var það móðir okkar sem lagði mesta áherslu á það að við færum í Stýrimannskólann og sagði það eitt sinn að hún ætlaði að lifa það að sjá okkur alla ljúka þaðan námi.” Móður þeirra varð ekki að ósk sinni því hún lést tæplega fimmtug að aldri árið 1939, ári áður en elsti sonurinn, Sæ- mundur lauk prófi. Faðir þeirra lifði það að sjá fimm af sjö sonum ljúka skólanum og átti meira að segja eftir að vera háseti hjá einum þeirra. Hafa lifað tímana tvenna Þeir bræður hafa lifað tímana tvenna í sjómennsku, allt frá árabátum og að skuttogurum. - Finnst ykkur ungtfólk í dag skynja þœrframfarir sem hafa orðið í þjóðfélag- inu eftir seinni heimstyrjöld? „Nei, biddu fyrir þér. Ég var við rnessu í Kálfatjarnarkirkju fyrir tveimur árum. Þar hélt þingmaður Suðurnesja ræðu og fjallaði urn framfarir á þeirri öld sem var að líða. Hann fullyrti að það væri hugvit og menntun sem skilað hefði íslensku þjóðinni mestu á 20. öld,” segir Gunnar. „Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu. Það voru sjómenn og fiskverkafólk sem skilaði mestum fjármunum i þjóðarbúið. Þeirra vinna lagði grunninn að því þjóð- félagi sem við búum í dag og afrakstur hennar var meðal annars notaður til þess að borga fyrir menntun þeirra kynslóða sem á eftir koma. Mér fannst ótrúlegt að heyra þetta frá manni úr kjördæmi þar sem allir höfðu alist upp við sjósókn öld- um saman.” Gísli og Þorsteinn taka undir þetta og bæta við að þjóðin lifi ekki af hlutabréf- um og tækni ef enginn er fiskurinn. Sjómannablaðið Víkingur - 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.