Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 33
höll”, sem gefin var út i tilefni af 50 ára afmæli ÚA segir
Jón um fyrsta túrinn: „Skipstjóri í þessum fyrsta túr var
Sæmundur Auðunsson og það var svo sannarlega mikið
happ fyrir ÚA að fá hann sem fyrsta skipstjóra félagsins.
Sæmundur var sérstæðasti maður er ég hef kynnst á lífs-
leiðinni. Hann var einstaklega vel lesinn, stilltur og mik-
ið hraustmenni. Ekki margmáll og heldur málstirður en
átti margt til. Hann var úlvals skákmaður og briddsmað-
ur til jafns við bestu menn landsins. Sæmundur var ákaf-
lega Ujótur að lesa og minnisgóður. Stundum tók hann
með sér tvær eða þrjár bækur þegar hann fór niður urn
hálftólf á kvöldin og þegar hann kom upp um áttaleytið
morguninn var hann búinn að lesa þær. Það sannaði ég
mér með því að spyrja hann úr bókunum. Ég vissi ekki
um neinn sem þekkti Sæmund og bar ekki virðingu fyrir
honum.”
Þrír bræður hjá ÚA
Sæmundur kom til ÚA árið 1947 en með honurn var
bróðir hans Þorsteinn sem 1. stýrimaður. Tveitnur árum
síðar kom þriðji bróðurinn, Gunnar, til Akureyrar. Þor-
steinn hafði þá tekið við nýju skipi, Svalbak, og Gunnar
var 1. stýrimaður hjá honum. Gunnar stoppaði stutt fyrir
norðan í fyrstu, fór aðeins tvo túra með Þorsteini. Hann
réði sig sem skipstjóra austur á firði en kom aftur til Ak-
ureyrar í ársbyrjun 1951. ,/l£tli það hafi svo ekki verið
Sæmundur bróðir er fékk mig til að koma norður aftur.
Hann hafði verið með Kaldbak en var það að laka við
Harðbak. Það varð úr að ég flutti til Akureyrar og tók
við Kaldbak af Sæmundi og var með skipið í 5 1/2 ár.”
segir Gunnar í afmælisbók Jóns Hjaltasonar.
Lengst af voru þrír bræður hjá ÚA, Sæmundur, Þor-
steinn og Gunnar. Fjórði bróðurinn, Auðun, var urn tíma
stýrimaður hjá Sæmundi. Faðir þeirra flutti líka norður
og var bræðslumaður hjá Þorsteini. Árið 1955 hætti Þor-
steinn hjá ÚA eftir að skarst í odda með honum og fram-
kvæmdastjóranum Guðmundi Guðmundssyni. Ári síðar
hættu þeir báðir, Gunnar og Sæmundur. Ástæður voru
þær að Sæmundi bauðst framkvæmdastjórastaða hjá fyr-
irtækinu Fylki í Reykjavík en Gunnar fékk gott tilboð frá
Kletti í Reykjavik.
Ferill bræðranna
Sæmundur Auðunsson
f. 4. október 1917-d. 30 september 1977
Meira fiskimannapróf 1940. Sjómaður á togurum
frá árinu 1933. Stýrimaður frá 1940 og síðar
skipstjóri í afleysingum. Skipstjóri bv. Kaldbak
og bv. Harðbak frá Akureyri 1947 til 1956.
Framkvæmdastjóri fyrir Fylki, og skipstjóri hjá
Hafrannsóknarstofnun og síðar framkvæmda-
stjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Frá árinu
1970 skipstjóri á rs. Bjarna Sæmundssyni til
dauðadags.
Þorsteinn Auðunsson
f. 22. febrúar 1920
Lauk meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskól-
anum 1942. Eflir það stýrimaður og skipstjóri.
Fyrsta á Skutli og síðar á togurum ÚA frá 1947
til 1955. Skipstjóri i Reykjavík á togurum þar til
hann réði sig til Hafrannsóknarstofnunar þar
sem hann var háseti þar til hann hætti störfum
vegna veikinda, tæplega sjötugur.
Gunnar Auðunsson
f. 8. júní 1921
Meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskóla ís-
lands 1944. Sjómennska frá árinu 1936, að lang-
mestu á togurum. Fyrst skipstjóri 1948 og lengst
af síðan. Skipstjóri á rs. Hafþór og rs. Bjarna Sæ-
mundssyni. Hætti störfum sjötugur vegna aldurs
en síðustu þrjú árin var hann háseti þar sem
reglur sögðu að skipstjórar ættu að láta af störf-
um 67 ára.
Norlendingarnir ektafínir menn
Tryggvi Helgason, lengi stjórnarmaður í ÚA, lét hafa
eftir sér í viðtali að það hafi verið rnikið lán að fá bræð-
urna norður á frumbýlisárum félagsins. Jón E. Aspar sem
vitnað er í hér að ofan segir: „Auðunsbræður sáu til þess
að þetta fyrirtæki hélt lífi.” í viðtali í afmælisbókinni seg-
ir Gunnar:
„Við bræður komum ekki einir norður. Á Akureyri var
enga vana togarakarla að fá en togaramennska er töluvert
fag, rneira á síðutogurunum en nokkurntnna á skuttogur-
um þar sem allt er miklu einfaldara með veiðafæri og að
taka trollið inn en áður var. Af þessari ástæðu tókum við
með okkur að sunnan úrvals togaramenn sem Akureyr-
ingarnir voru fljóti að læra af. Og það verð ég að segja að
Norðlendingarnir voru ektafínir tnenn og hef ég ekki séð
neina duglegri í fiski eða fljótari að koma fiskinum niður
í lest. Það munaði líka unt Helga Háldánarson er stjórn-
aði afbragðsgóðu netaverkstæði ÚA. En ég vil undirstrika
að sjómennirnir sem komu með okkur bræðrum, llestir
með Sæmundi, voru úrvals menn á dekki og ég er ekki
neinum vafa um að togaraútgerð á Akureyri á þeim mik-
ið að þakka.”
Það má nefna það hér að mágur þeirra bræðra, Friðgeir
Eyjólfsson sem kvæntur var Elínu Auðunsdótlur, var
stýrimaður á Svalbak tneð Þorsteini. Hann lók síðan við
skipinu og starfaði hjá ÚA lil ársins 1964.
Gísli Auðunsson
f. 22. febrúar 1924.
Lauk prófi frá Stýrimannaskólanunt árið 1949.
Hóf sjómennsku árið 1939 á bátum og togurum.
Stýrimaður að prófi loknu og skipstjóri á bátum
og togurum frá 1951-1959. Fór að vinna í landi
við sjávarútveg en af og lil á bátum eða togurunt
Á árunum 1958-66 fór hann fjórar vertíðir sem
skipstjóri á humartroll. Frá árinu 1975 var Gísli
starfsmaður Siglingamálastofnunar og hætti þar
vegna aldurs 1994.
Auðun Auðunsson
f. 25 apríl 1925
Lauk prófi frá Stýrimannskólanum 1947. Byrjaði
ungur til sjós með föður sínum sem háseti og
síðar við vinnu á togurum og bátum. Stýrimaður
að prófi loknu og fyrst afleysingaskipstjóri á
Kaldbak og eftir það skipstjóri á togurum óslitið
til ársins. Auðun var einn af fyrstu skipstjórum á
skuttogurum er hann tók við Hólmatindi á Eski-
firði. Náði strax góðum tökurn á þeim veiðiskap
og var skipstjóri á minni skuttogurum fyrir aust-
an og vestan. Var á togurum, oft til þess að þjálfa
yngri skipstjóra, þar til hann hælti störfum.
Sjómannablaðið Víkingur - 33