Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 15
Samþykktir frá formannaráðstefnu FFSÍ sem fram fór að Hótel Glym í Hvalfirði 28. og 29. nóvember 2002 Guðjón Ármann beinir fyrirspurnum til sjávat-útvegsráðherra. Aðrir á myndinni eru Aðálsteinn Valdimarsson, Reynir Björnsson, Ámi M. Mathiesen, Árni Bjamason og Guðlaugur Jónsson. (Ljósmyndir: 55) Ályktun um kjara- og atvinnu- mál skipstjórnarmanna Formannaráðstefna FFSÍ haldin í Hval- firði 28 og 29 nóvember 2002, harmar þá ákvörðun stjórnvaida að hafna samvinnu við að hrinda í framkvæmd sameiginleg- um dllögum allra hagsmunaaðila sjó- manna og útvegsmanna í ársbyrjun 2002. Með þeirri ákvörðun köstuðu stjórnvöld frá sér möguleika á þvi að ásættanlegur friður skapaðist um stjórn fiskveiða. Stjórnvöld slógu á útrétta hönd hags- munaaðila atvinnugreinarinnar og komu þannig í veg fyrir það sem getað hefði orðið upphaf að sögulegri samvinnu um lausn á einu helsta ágreiningsmáli síðari ára varðandi stjórnun fiskveiða. Á grundvelli höfnunar stjórnvalda lýsir ráðstefnan fullri ábyrgð á hendur þeim varðandi það ófremdarástand sem ríkt hefur og rikja mun að óbreyttu innan at- vinnugreinarinnar lil varanlegs tjóns fyr- ir íslenskan þjóðarbúskap. Möguleika til bættra samskipta aðila er fórnað í skiptum fyrir frumvarp sem er ávísun á áframhaldandi brask og óeðli- lega viðskiptahætti. Mörg nýleg dærni um allskyns misferli kalla á viðbrögð að hálfu hins opinbera. Sá dráttur sem orð- inn er á að uppfylla þau markmið sem kveðið var á um í gerðardómi varðandi verðmyndun helstu botnlisktegunda hef- ur leitt af sér tekjutap fyrir sjómenn sem nernur nálægt fimrn hundruð miljónum króna, sem í stað þess að nýtast sjó- mannafjölskyldum til framfærslu, höfn- uðu í fjárhirslum sægreifanna. Ótækt er að einstaklingar og fyrirtæki í skjóli gallaðs kerfis geti leigt frá sér kvóta og skip fyrir hundruði miljóna á- tölulaust og viðhaldi þar með því ömur- lega leiguliða kerfi sem er ein aðal mein- semd sjávarútvegsins. Á því ári sem nú er langt liðið hefur mikið starf verið unn- ið til að þrengja að þeirn sem gera út á leigukvóta. Par blasir við sú staðreynd, að allar rekstrarforsendur eru mjög hæpnar ef nokkrar. Jafn augljóst er að á- stæðan fyrir þessum útgerðarmáta er sú, að alltaf finnst nóg af kvótaeigendum sem leigja vilja frá sér. Það eru síðan þessir sömu leigusalar sem sauma vilja að leigjendunum. I’essi lýsing sýnir i hnotuskurn á hvers konar brauðfótum framsal aflaheimilda stendur. Endalaus síbylja unt hagræðingu og endurskipulagningu rekstrar, sem rök fyrir öllurn hlutum, er kornin á það stig að stjórnvöld verða að gera upp við sig hvar setja á mörkin. Spyrja þarf hvort Við borðið sitja Guðjón Ármann, Guðlaugurjónsson, Guðjón Petersen og Eiríkur Jónsson. Sjómannablaðið Víkingur - 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.