Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 14
Helstu niðurstöður forkönnunar á svefngceðum og álagstíðni sjómanna haustið 2001 , Mikil hætta á álagstengaum sjúkdómum Itengslum við öryggisviku sjómanna sem fram fór í síðast liðið haust, var haldin ráðstefna um aukið öryggi sjófar- enda. Þar greindi Lovísa Ólafsdóttir iðju- þjálfi, sem rekur heilbrigðis- og öryggis- ráðgjöfina Solarplexus ehf, frá niðurstöð- um rannsóknar á heilsufarsþáttum sjó- manna á frystitogurum. Haustið 2001 - 2002 setti undirrituð af stað rannsókn á áhrifum hvíldar á and- lega og líkamlega heilsufarsþætti sjó- manna. Meginmarkmið með þessari for- könnun var að fá vísbendingar um stöðu þessara þátta hjá sjómönnum á frystitog- urum og áhrif slæmrar hvíldar sem hugs- anleg orsakaþátt slysa. Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að mjög þarft er að leggja mat á almenna heilsu- fars- og öryggisþætti sjómanna. Sjávarút- vegsráðuneytið, samgönguráðuneytið, Siglingastofnun íslands og Sjómanna- samband íslands hafa frá upphafi fylgst náið með framgangi verkefnisins. En hvaða þœttir eru að hafa dhrif d hvilcl? Einn af mikilvægustu þáttum við að viðhalda góðri heilsu er hvíld. Liður í forkönnuninni var að skoða hvíld manna sem einn af áhrifaþáttum heilsu og vellíðan. Einn stór þáttur í þvi er undir- lagið sem menn sofa á “dýnan”. Lagður var fyrir spurningarlisti er tekur á svefn- venjum, svefnrofa, líkamlegum sem and- legum álagseinkennum. Spurningarlist- inn var lagður fyrir 65 sjómenn. Hver einstaklingur var skoðaður í legustöðu á hlið á dýnunni sem þeir sofa á og sást í 100 % tilfella mikill snúningur á hryggsúlu, eftirgefanleiki var ekki nægur í kringum axlir og álag á herðablaðs- svæði mikið. Það er því mikið álag á mjóbakssvæði og axlarsvæði ef legið er á slíkri dýnu sem þessari til lengdar, áhætta á álagsein- kennum/sjúkdómum eru miklar ef einnig er tekið tillit til þeirra aðstæðna sem fyrir eru og vinnuálag. Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar svara ríflega 60% einstaklinga að þeir finni fyrir stirðleika eftir að hafa sofið á dýnunni. Helstu einkennin koma fram í baki en einnig finna þeir fyrir stirðleika í öxlum. Meirihluti þeirra telja sig ekki fá næga Lovísa Ólafsdóttir hvíld á dýnunni sem þeir sofa á og að hún styðji illa við í velting. Mikil þreyta frá degi til dags Streitueinkenni liggja á 3.5 - 4.0 stigi, þar sem streituþunglyndi er ríkjandi hjá öllum með kvíða og svefntruflunum. Komið hefur fram í könnuninni að stór hluti sjómanna upplifa mikla þreytu frá degi til dags og í 40% tilfella má rekja streitu til álags að degi til. Áhrif svefns er í 47% tilfella hægt að rekja til aðstæðna á vinnustað. Vitað er að hvíld er stór á- hrifaþáttur á heilsu og vellíðan og skiptir því miklu máli. 80% þátttakanda telja sig fá meiri svefn á fyrri vaktinni (3-4 klst) en á þeirri seinni (um 2 klst.). Því er á- hugavert að skoða hvar og hvenær á sól- arhringum slysin gerast og tegund slysa hjá einstaklingum. Einnig þarf að bera þessar niðurstöður saman með núver- andi vaktavinnukerfi í huga. Grunur á kæfissvefni má sjá hjá 8-10 einstaklingum. Með niðurstöðum þessara könnunar má draga þá ályklun að þessir einstaklingar nái ekki djúpum svefn og þar með fullnægri hvíl sem er undirstaða hcilbrigðis og öryggisþátta í starfi sem þessu. Því er áhætta á álagstengdum sjúkdómum mikil ef einnig er tekið til greina vinnuaðstaðan, að vinna í ójöfnu hitastigi og álag á einstaka líkamshluta vegna einhæfrar vinnu. Kæfissvefn dregur úr góðri hvíld og til lengri tíma litið spilar hann stóran þátt í áhættu á t.d. streitu, hjartatruflunum, súrefnisskorti til líkamans og þar með heilans. Þetta dregur úr einbeitingu hjá viðkomndi og þar með aukast líkurnar á slysum verulega. Auka þarf meðvitund manna á eigin heilsu Það er alveg ljóst að hver einstaklingur ber alltaf ábyrgð á eigin heilsu, en niður- stöður benda hinsvegar til að auka þarf meðvitund einstaklinga varðandi eigin heilsu. Álagstiðni sjómannana er stór og situr aðallega á öxlum, baki og fótum, líkamleg þreytueinkenni eru mikil, s.s. seiðingur í fótum, verkir á axlar og mjó- bakssvæði með lilheyrandi spennuhöfuð- verk o.fl. Álagstíðnin var mæld á síðastliðnum þremur mánuðum upp að einu ári. í ljós kom að veruleg aukning hefur verið á álageinkennum síðastliðið ár og þá aðal- lega á axlar, mjóbakssvæði og fótum. Á móti má sjá að fáir hreyfa sig reglulega sjálfum sér til heilsubóta og einungis ör- fáir hafa sótt sérfræðiaðstoðar vegna þessa s.s lækni, sjúkraþjálfara. Um þriðjungur einstaklingana á við yf- irvikt (offitu) að stríða og er það einn af þeim áhættuþáttum sem taka þarf mið af varðandi almennt heilsufarsöryggi í vinnu sem þessari. Einstaklingar eru taldir haldnir offitu ef hún mælist um og yfir 25 - 30. Einungis einn mælist undir 25. Reykingarhlutfall er hátt þ.e. um 57% hjá sjómönnum sem eykur verulega á- hættu á álagstengdum sjúkdómum og kvillum s.s. hjarta og æðasjúkdómum, stoðkerfisvandamálum, hækkun á blóð- þrýsting. Greining á hvar og hvenær slys verða um borð er einn liður í rannsókninni og því verða núverandi upplýsingar er lýtur að þessum þætti ásamt upplýsingum TR á sjúkdómum og skráðum slysum bornar saman við aðrar niðurstöður úr rann- sókninni. Meginmarkmið með heildarransókn- inni er að tengja saman álag í vinnu, gildi góðrar hvíldar sem lið í að draga úr slysum, álagseinkennum/sjúkdómum, fækka veikindadögum, auka afköst og þar með efla heilsu og vellíðan sjó- manna. Áætlað er að rannsókninni mun ljúka vorið 2003. 14 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.