Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 66
Þjónustusíður
)JRC Ratsjá eins og Ú.A. keypti nýverið í tvo
togara sína.
Fleet-77 fjarskiptabúnaðurinn frá
Thrane&Thrane vakti talsverða athygli,
enda um að ræða mikla nýjung sem býð-
ur upp á gagnasamband við land á ISDN
hraða, auk síma um gervihnött. Nokkur
fyrirtæki hafa sýnt talsverðan áhuga á
þessum búnaði, sem mundi leysa mikla
þörf á öruggum samskiptum milli út-
gerðar og nútíma veiðiskips.
Piscatus þrívíddarforritið er nýtt veið-
arfæri í brú veiðiskips. Meðal þess sem
gerir þennan búnað frábrugðinn öðrum
slíkum, er að framleiðendur hans hafa
einbeitt sér að því að búa til gott veið-
tæki án þess að reyna að byggja inn í
hann siglingaplotter en aftur á móti
vinnur hann vel með öðrum slíkum. f>á
fylgir með gagnagrunnur af öllum heim-
inum og hægt er að nota dýpisgögn frá
hvaða plotter sem er.
Þessi búnaður hefur vakið mikla at-
hygli og fer t.d. í nýju bátana sem verið
er að smiða fyrir Ós hf.
SeaTel sjónvarpsbúnaðurinn frá ísmar
er löngu orðinn viðurkenndur sem sá
fullkomnasti á markaðnum enda eru
fleiri skip á íslandi búin SeaTel en skip
sem búin eru öllum öðrum tegundum til
samans.
Að sögn Jóns Tryggva Helgasonar
framkvæmdastjóra ísmar, vonast allir
sjómenn eftir því að islensku sjónvarps-
stöðvarnar hefji útsendingar um gervi-
hnött sem allra fyrst til að þeir geti notið
þeirra sjálfsögðu mannréttinda að sjá ís-
lenskt sjónvarpsefni, nú þegar tæknin er
til staðar til að taka á móti því. Raunar
hafa sumar stöðvarnar þegar hafið til-
raunaútsendingar um gervihnött, þannig
að e.t.v. er að styttast í að sjómenn fái
loksins notið sjónvarps eins og aðrir
landsmenn.
Nýji Wesmar TCS770 trollsónarinn
sem kominn er i nokkur íslensk fiski-
skip, hefur gengið mjög vel og verið við-
haldsfrír í öllum tilfellum. Þessi reynsla
þykir mjög góð þar sem mikið álag er á
slíkum tækjum, sem oft þýðir talsvert
viðhald
Auk gangöryggis, býður tækið upp á
margvíslega framsetningu skjámynda og
er höfuðlínustykkið léttara en áður hefur
þekkst eða um 32 kg. Og er inni í því
hringskönnun, framskönnun, hiti og
dýpi.
Auk ofangreindra nýjunga frá ísmar,
þá býður fyrirtækið upp á allan tækja-
búnað í brú veiðiskips, fraktskips eða
varðskips og hefur séð um heildarlausnir
í fjölda skipa á síðastliðnum árurn.
iísgata ksiu] ptr Atlas
fSGATA hf. Lónsbraut 2, Hafnarfirði
hefur keypt véladeild Atlas hf. Borgartúni
24, Reykjavík og mun taka við rekstrin-
um undir nafni Atlas ehf. frá og með 1.
desember 2002.
ísgata hf. var stofnað 1988 af sjö út-
gerðarfyrirtækjum, Bergi Huginn sf.,
Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar hf., Jökli
hf., Miðfelli hf., Síldar vinnslunni hf.,
Skagstrendingi hf., Tanga hf. og Útgerð-
arfélagi Ólafsfjarðar hf. Núverandi eig-
endur ísgata hf. Eru Bergur Huginn ehf.,
Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Loðnu-
vinnslan hf., Síldarvinnslan hf., Tangi hf.
og Þor móður rammi Sæberg hf.
Atlas hf. var stofnað 1969 af Ásgeiri
Valhjálmssyni og fjölskyldu hans.
„Isgata hf. mun flytja starfsemi sína frá
Hafnarfirði í Borgartún 24 í Reykjavík.
Einnig mun dótturfyrir tæki ísgata hf. og
Injector Door AS., Injector ísland ehf.
flytjast í Borgartún 24. Injector fsland
ehf. er um boðsaðili fyrir Injector Door
AS. sem framleiðir háþróuðustu og bestu
toghlera sem framleiddir eru í heiminum
í dag.
Bæði fyrirtækin, ísgata hf. og Atlas hf.,
hafa sérhæft sig í innflutningi og sölu á
margskonar búnaði fyrir skip og báta svo
og til fyrirtækja tengdum sjávarútvegi.
Fyrirtækin hafa umboð fyrir mörg
þekkt fyrirtæki á þessu sviði og hefur
Atlas hf. einnig umboð fyrir skipasmíða-
stöðvar í Póllandi og á Spáni,” segir i
frétt frá ísgata.
Helgi Þórarinsson, framkvæmdarstjóri
ísgata hf. verður fram kvæmdastjóri fyr-
irtækjanna.
66 - Sjómannablaðið Víkingur