Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 43
Lengd handfæra var nokkuð mismun- andi og réðst af því, hvar var róið og á hvers konar bátum. Þannig voru yfirleitt notuð lengri færi á stærri bátum. í ver- stöðvum við suðurströndina, þar sem straumar gátu verið stríðir á miðum, voru yfirleitt notuð lengri færi en inni á flóum og fjörðum. Lóð - lína - var líkast til annað elsta veiðarfæri íslendinga, en ekki verður fullyrt, hvenær notkun þess hófst hér á landi. í rituðum heimildum er lóðar fyrst getið árið 1482, en í skrá um eignir kirkjunnar í Berufirði það ár segir, að hún eigi “[...] lijnur hundrad fadma og lxxx med jc önglum”. Lúðvík Kristjánsson telur fullvíst, að Austfirðingar hafi fyrst kynnst lóðinni hjá Englendingum, og er það vafalítið rétt. Samkvæmt því hafa íslendingar ekki kynnst lóðum og notkun þeirra fyrr en á 15. öld, og reyndar bendir flest til þess, að þekking á þessu veiðarfæri hafi borist héðan til Noregs og síðan til annarra Norðurlanda. Englendingar virðast hins vegar hafa stundað umtalsverðar lóða- veiðar hér við land, og má vera, að lands- mönnum hafi lítt hugnast sá veiðiskapur. Til þess getur bent dómur, sem dæmdur var á Öxarárþingi 1. júlí árið 1500 um verslun enskra kaupmanna hér á landi. Par voru duggarar “[...] sem med loder fara oc aunnguann kaupskap annann”, dærndir friðlausir og rétttækir hvar sem væri og af hverjum sem væri. Vestfirðingar virðast hafa tileinkað sér lóðanotkun fyrr og í meira mæli en flest- ir landsmenn aðrir, og líkast til hefur notkun þessa veiðarfæris verið orðin al- menn við ísafjarðardjúp um aldamótin 1500, ef ekki fyrr. Beinar heimildir, er skýri frá lóða-, eða línuveiðum, Vestfirð- inga, eru að vísu engar tiltækar, en heim- ildir hafa varðveist um ágreining, er reis vegna lóðanotkunar á 16. öld og síðar, og segja þær sína sögu. Á hverri lóð voru margir önglar, og þegar vel aflaðist, mátti vænta þess, að hver háseti fiskaði meira á lóðina en á handfæri, að afli á hverja sóknareiningu væri betri. Útvegsmenn og bændur sáu sér vitaskuld hag i þvi að hafa sem dug- legasta og fisknasta sjómenn í þjónustu sinni, og svo virðist sem sá siður hafi snemma kornist á, að hásetunr væri leyft að hafa nokkra öngla á hverri lóð fyrir sig. Voru þeir nefndir markönglar, og áttu hásetar þann fisk, sem á þá veiddist. Getur þessi siður bent til þess, að fisk- gengd hafi verið mikil og aflabrögð góð við Vestfirði á þessum tima. Einnig má vera, að mannekla í kjölfar plágunnar síðari hafi valdið hér nokkru. En smám saman dró til óánægju með þetta fyrirkomulag, og þóttust útvegs- menn hlunnfarnir. Fór svo, að hinn 7. apríl 1567 var kveðinn upp á Nauteyri Hertir þorskhausar. við ísafjarðardjúp dómur, sem almennt hefur gengið undir heitinu Marköngla- dómur. Samkvæmt honum skyldi notkun marköngla leggjast með öllu af í ísafjarð- arsýslu. Ekki náðist þó sátt um rnálið, og næstu öldina og nokkru betur gengu all- margir marköngladómar við Djúp, hinn síðasti í Súðavík árið 1689. Lúðvík Kristjánsson hefur ritað ýtar- lega lýsingu á gerð og notkun lóða hér við land, og er óþarft að endurtaka nokk- uð af því hér. Um notkun lóða í hinum ýmsu landshlutum er ýmislegt á huldu, en þó virðist ljóst, að lóðanotkun hafi fyrst orðið almenn á Vestfjörðum og að hún hafi verið nokkur í verstöðvum und- ir Jökli á 16. og 18. öld, og eftir það. í öðrum landshlutum voru lóðir notaðar endrum og sinnum, en í sumurn stórurn verstöðvum varð notkun þeirra ekki al- menn, fyrr en kom fram á síðasta hlutal9. aldar. í Vestmannaeyjum var t.d. ekki tekið að nota lóðir fyrr en árið 1897, og mun beituskortur hafa valdið þar mestu, en mikla beitu þurfti á lóðir. Ýmsum kann að þykja það nokkurri undrun sæla, að lóðaveiðar urðu ekki al- gengar í flestum verstöðvum fyrr en raun bar vitni. Þar bar þó ýmislegt til. Framan af voru landsmenn háðir útlendum kaup- mönnum, enskum og þýskum, um inn- flutning á lóðarstrengjum og efni í þá, og Sjómannablaðið Víkingur - 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.