Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 32
Kaldbakur EA 1 kemur nýr til heimahajnar ífyrsta sinn 17. maí 1947. Á brúarvœng standa Jorseti bœjarstjómar og stjórnarmenn í ÚA.Jram-
kvœmdastjóri og Sœmundur Auðunsson skipstjóri. 1 brúargluggum eru Arndís Thoroddsen unnusta Sæmundar og Steinunn systir hans.
Auðunsbrceður á Akureyri
Snorri
Útgerðarfélag Akureyringa var stofnað
26.maí árið 1945 og árið eftir eignaðist
félagið sinn fyrsta togara, Kaldbak EAl.
Sæmundur Auðunsson var fyrsti skip-
stjórinn sem ráðinn var til hins nýja fé-
lags og kom hann og áhöfn með skipið
til heimahafnar 17. maí 1947. Það hafði
tekið útgerðarfélagið langan tíma að ráða
skipstjóra og margir verið til kallaðir.
Oddvitar Útgerðarfélagsins höfðu fengið
ábendingu um ungan og efnilegan stýri-
mann, Sæmund, en faðir hans, Auðun,
var þekktur bátaformaður af Suðurnesj-
um. Móðurættin réði ekki síður úrslitum
því Tryggvi Helgason sagði félögum sín-
um í stjórn að móðir Sæmundar, Vil-
helmína Porsteinsdóttir, væri ættuð frá
Húsafelli, komin frá Snorra, sem þekktur
var fyrir kunnáttu og karlmennsku. Ætt-
fræðiþekking hefur oft komið íslending-
um að góðum notum eins og sannast
hér. Tryggvi kallaði ráðningu Sæmundar
„fyrsta stórhapp ÚA”.
Jón E. Aspar var loftskeytamaður um
borð í Kaldbak. í viðtali í bók Jóns
Hjaltasonar, „Steinn undir framtíðar
m
Trollið tœmt. Fyrsti pokinn að koma innjyrir og rambar á lunningunni.
á Húsafelli
réði úrslitum
\ \ jr *
\ \
\ \ j/r
\ **
32 - Sjómannablaðið Víkingui