Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 50
viðbót bættist á flutning bátsmanns. Þeir
héldu sem leið lá efst upp í bæinn þang-
að sem lítill bær stóð á lágum hól. Kona
við aldur var að störfum út við hóljaðar-
inn og hafði unnið að heimaslátrun í fé-
lagi við mann nokkurn og var blóðug
upp til axla. Skáldið veifaði og kallaði:
„Sæl, kerling. Við erum komnir í
heimsókn.”
Konan fórnaði höndum og varð glöð
við.
„Ó, elsku drengurinn” sagði hún fagn-
andi. „Ertu kominn í heimsókn eins og
þú lofaðir. „Gangið í bæinn.” Þeir gengu
inn úr dyrunum og skáldið kynnti Halla
fyrir konunni. i’að kom upp úr kafinu,
að á rölti sínu um bæinn kvöldið góða
áður en veiðar hófust hafði skáldið rekist
á þessa konu, verið boðið í hús, lesið fyr-
ir hana ljóð og hafði svo lofað að heim-
sækja hana með gjafir er hann kæmi úr
siglingunni. Konan tók af sér blóðuga
svuntuna og bauð þeim til stofu. Skáldið
hrifsaði rúgbrauðið af Halla og henti því
á stofuborðið.
„Hérna, éttu þetta!” sagði hann. Smjör-
dollan hafnaði svo á sama stað ásamt
djúsinu.
„Hvernig stendur á að þú ert að færa
mér gjafir og ert svona góður drengur?”
spurði konan og var allt að því grát-
klökk.
„Það er af þvi að þú ert ágætis kerl-
ing.” sagði skáldið og ekki var laust við
að hann klökknaði líka vegna eigin gjaf-
mildis og góðra verðleika, en setti svo í
sig hörku og gætti þess að láta ekki
mjúkar tilfinningar hlaupa með sig i
gönur. Konan tíndi saman gjafirnar og
hélt af stað til dyra en skáldið hljóp á eft-
ir henni og krækti hönd sinni í djúsdós-
ina.
„Við þurfum að hafa þetta í blöndu.”
sagði hann og tók upp vasahníf sinn og
stakk gat á dósina. Þeir blönduðu í glös-
in og andrúmsloftið varð milt og unaðs-
legt. Sólin skein inn um gluggann og
varpaði mildum glampa á blandaða
drykkina í glösunum. Konan kom inn
aftur, ljómaði af ánægju, en skáldið
spratt upp og ýtti henni til dyra aftur.
„Vertu úti um stund!” sagði hann. „Ég
ætla að yrkja um þig ljóð.” Og með það
dró hann upp stílakompu sína, sem hann
skildi aldrei við sig og var þannig ætíð
trúr hinni listrænu köllun sinni.
Hann setti öðru hvoru stút á munn og
skárenndi augum og hripaði nýja og nýja
línu í stílakompuna. Halli lét fara vel um
sig og naut drykkjarins og þessa listræna
augnabliks. Skáldið spratt upp, þaut að
dyrunum, reif upp hurðina og kallaði:
„Þú mátt koma!”
Konan kom inn og skáldið las henni
ljóðið, sem var mikil lofgerð til svo á-
gætrar kvenveru, er tók vel á móti salt-
storknum sjómönnum og bauð þeim hús
sitt til afnota rneðan þeir renndu sér góð-
um drykk í glas. Konan komst við af feg-
urð ljóðsins og tárin tóku að streyma
niður vanga skáldsins. Það endaði með
því að hann hágrét og sagðist aldrei fyrr
hafa ort svo fagurt kvæði. Halli hafði
ekki sama fagurfræðilega álit á ljóðinu,
en uppákomunnar í kringum tilurð
kvæðisins þennan fagra morgunn naut
hann fullkomlega.
A leiðinni til skips mættu þeir Einari
Alheims. Hann var sperrtur með sig og
reigður.
„Ég sat yfir dýru koníaki með forstjór-
anum í alla nótt.” sagði hann. Hann lék
alltaf fína manninn, en þeir trúðu hon-
um varlega og höfðu reyndar grun um,
að hann hefði setið að sumbli með öðr-
um vélstjóra lengi nætur.
Það var farið aftur á miðin, en eftir fáa
daga á veiðum gerði rok á hafinu og var
þá siglt inn til ísafjarðar. Of mikill órói
var í höfninni í Bolungarvík í veðrum til
að hægt væri fyrir skip að liggja þar í
höfn. Strákarnir fóru í ríkið að vanda,
en Einar leit á þá með fyrirlitningu þegar
þeir komu til baka.
„Þið eruð nú meiri fyllibytturnar,”
sagði hann. „Ég er steinhættur að drekka
og ég skammast mín bara fyrir ykkur.”
Það var svo sem aldrei að vita hverju
Einar lheirns tæki upp á.
„Það er aldeilis.” varð Halla að orði.
„Batnandi mönnum er að vísu best að
lifa, en hvað ætli bindindið vari lengi?”
Þeir fóru upp á aðal veitingahús bæjar-
ins, keyptu kók og blönduðu. Skáldið
tók upp stílakompu sína og orti um feg-
urð dagsins og Ijúfar veigar. Einar Al-
heims kom inn og settist við næsta borð
og fékk sér kaffi. Hann renndi fyrirlitn-
ingaraugum til drykkjufélaganna og saup
virðulega á kaffibollanum. Maður sem
hann þekkti kom inn og settist hjá hon-
um. Einar afsakaði að þeir skyldu þurfa
að sitja þarna meðal óreglumanna og
ribbalda. Svo heyrðist hann hefja sumar
setningar á orðunum „.........á meðan ég
drakk....” og „....ég hætti nú svoleiðis
rugli, sem betur fór....”
Óveðrið hélst og á laugardagskvöld
var auglýstur dansleikur á veitingahús-
inu. Enskur togari hafði leitað til hafnar
og skipshöfnin var öll mætt á ballið.
Breski kafteinninn sat virðulegur til
borðs með stýrimanni innarlega í saln-
um, Hljómsveitin spilaði létt lag. Einar
Alheims birtist skyndilega í dyrunum,
rak upp fagnaðaróp mikið og var sýni-
lega vel hífaður. Hann dansaði inn eftir
salnum og henti sér í kjöltu skipstjórans
hins breska og klappaði höndum og hló.
Öflug merkivél fyrir
mikla notkun
Prentari fyrir PC og MAC
hugbúnaður fylgir
Merkivél fyrir heimili
og fyrirtæki
^ 1 1 ’ Nýbýlavegi 14, Kópavogi i. Sími 554 4443. www.rafport.is
MERKIVELAR
ii
MERKIVELAR
50 - Sjómannablaðið Víkingur