Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 49
Smásaga eftir Hafliða Magnússon Saltstorkin bros Halli var á rölti á strætinu fyrir utan Hótel Borg á fallegum haustdegi og var að brjóta við sig hvort hann ætti að fara þar inn og fá sér í glas af góðu víni þegar hann gekk í flasið á Einari Alheims, sem kom labbandi út úr Austurstræti. Þeir heilsuðust ánægjulega þvi saman höfðu þeir marga sjóferðina farið og lent i ýms- um hremmingum. „Hvar ert þú að berjast í veröldinni?” spurði Halli. „Ég er á togskipi í Bolungarvík.” svaraði Einar. „Ég skrapp suður til að létta mér upp og er nú fljótlega á leið vestur aftur. En þú, - hvar ert þú í bardaganum?” „Ég var í salttúr við Grænland og sá er hinn þriðji í röðinni af þeirri tegund. Nú tel ég nóg komið af slíkri lífsreynslu. Ég hætti á skipinu og hef tekið lífinu létt um tíma. Nú er ég orðinn hálfleiður á að mæla göturnar og þarf að fara að hugsa til hreyfings. Er nokkuð laust pláss á þínu skipi?” „Það vantar bátsmann.” svaraði Einar. „Skipið hefur reyndar verið i stoppi hluta úr sumrinu vegna viðgerða, en við förum að fara af stað aftur innan skamms.” Það varð úr að þeir fóru saman inn á Hótel Borg, fengu sér í glös og ræddu málið. Þegaj Einar hafði sporðrennt drykknum vildi hann fara sjálfur í sim- ann til að hringja i skipstjórann og ráða bátsmanninn. Hann hafði alltaf gaman af að bjarga málurn, var snöggur að hugsa og framkvæma. Stundum lést hann vera mikill og merkilegur kall og vildi þá helst hafa samneyti við forstjóra og fyrir- menn. Halli var ráðinn bátsmaður og þeir fóru með llugvél til ísafjarðar daginn eft- ir og skruppu út í Bolungarvík að hitta skipstjórann. Hann gaf þau fyrirmæli, að þeir færu að vinna urn borð í skipinu við að laga veiðarfæri. Fæði fengu þeir hjá eldri konu uppi í bæ, en þeir héldu til í skipinu. Þeir unnu við veiðarfæri og vírasplæsingar í nokkra daga og margt þurfti að lagfæra og endurnýja. Eitt sinn þegar þeir komu í kvöldmat til konunnar var þar kominn hluti af væntanlegri á- höfn skipsins frá Reykjavík. Einn sat þar undarlegri í útliti en aðrir. Var sá með spaníólu skakka á höfði og stóð hálffull brennivínsflaska eins og spjót aftur úr rassvasanum. Að lokinni máltíð gaf hann sig á lal við Halla og Einar. Hann kvaðst vera nefndur Álfur atómskáld og sagðist stunda mikið ljóðagerð. Einkum kvaðst hann fá merkan innblástur ef hann ætti leka í flösku. „Finnst þér við hæfi að láta rnikið bera á víndrykkju hér inni?” spurði Halli. „Þú sérð að veggskraut hér eru aðallega út- saumaðar myndir með textum svo sem Drottinn blessi heimilið ogjesúsuðum klukkustrengjum.” Atómskáldið setti stút á munn og renndi augum til lofts. „Þetta er sennilega ágætis kerling,” sagði hann, „en ég held að hún drekki í laumi.” Halli hafði alltaf haft gaman af sér- kennilegum mönnum og hann skynjaði fljóllega, að þarna var kominn merkileg- ur kvistur. Skáldið fékk sér drykk úr pyttlu sinni, stakk henni aftur í rassvas- ann og dró upp stílakompu og blýants- stúf. Hann hafði sýnilega fengið innblást- ur. Hann hripaði í skyndi atómljóð í kompuna um konuna með trúarlegu út- saumsmyndirnar á veggjunum, hélt svo upp í bæ að finna sér ný yrkisefni og að hitta annað fólk. Fljótlega var haldið á hafið til fiskveiða og aflaðist vel. Áformað var að selja afl- ann í Þýskalandi. Skipshöfn var að hluta úr heimahéraði, en síðan nokkrir Reykvíkingar. Ungu strákarnir tóku fljótlega að erta atóm- skáldið og fannst hann skrýtinn. Hann vatt sér að Halla bátsmanni er þeir voru í aðgerð úti á dekki og sagði: „Skelfing finnst mér ömurlegt þegar þessir litlu heimskingjar leyfa sér að með ertni að veitast að listfengum mönnurn, sem þar að auki tala fimm, sex tungu- mál.” „Er það tilfellið, að þú sérl svona fær i tungumálum?” spurði Halli. „Ég skil náttúrlega íslensku og er vel stautfær í dönsku, norsku, sænsku og færeysku.” og skáldið brosti hreykinn. „Þetta verður náttúrlega að teljast tölu- verð kunnátta í erlendum tungum.” svar- aði Halli. Aflinn var seldur í Bremerhaven í Þýskalandi. Menn skoluðu niður sall- bragðinu úr munni með góðurn drykkj- um uppi á kránum. Stúlkurnar létu sig ekki vanta og hver og einn piltanna leit- aði sinna ævintýra á eigin spýtur. Morguninn eftir kom málmkaupmaður um borð og spurði hvort menn ættu nokkurn kopar eða aðra málma, sem hann kvaðst rnundu greiða háu verði. Einar Alheims varð fyrir svörurn og varð að viðurkenna, að svo væri ekki, en sagði við Halla bátsmann: „Þetta skal ekki koma fyrir aftur. Ég verð að eiga kopar til að selja í næstu ferð. Ég þarf að safna mér svolitlum gjaldeyri þvi ég hef í hyggju að dvelja einhverntíma i góðu yfirlæti í sólinni við Miðjarðarhafið, sitja þar í rauðum slopp á svölum fíns hótels og skrifa skáld- sögu.” Skipstjóri afhenti vín og bjór urn leið og komið var út úr þýskri landhelgi til heimferðar og menn drukku, gerðust kátir og sögðu stórar sögur. Þegar komið var til heimahafnar gerðu menn sér glað- an dag eftir bestu getu. Lítið var urn að vera í þorpinu nema um helgar ef brugð- ið var til dansleiks. Að morgni daginn eftir snaraðist Álfur atómskáld inn í klefann til Halla, vakti hann og veifaði góðri blöndu og sagði: „Ég ætla að bjóða þér í hús.” Halli brölti fram úr kojunni, þáði drykk og hugsaði með sér í hvaða hús skáldið gæti boðið, hann sem hafði þó dvalið skernur í þorpinu en hann sjálfur og ekki vissi hann til að hann ætii þar skyldmenni nokkur. Skáldið var drjúgt með sig og varðist allra frétta um vænt- anlegt heimboð. Þeir áttu leið framhjá aðal verslun bæjarins og skáldið snar- hemlaði og varð hugsi augnablik. „Komum hér inn og kaupum eitt- hvað.” sagði hann. „Það kemur enginn tómhentur úr siglingu í annara tnanna hús.” Og með það snöruðust þeir inn í búðina þar sem tvær fallegar stúlkur stóðu reiðubúnar að uppfylla óskir skáldsins ef einhverjar væru. Hann gekk um í þungum þönkum, setti á sig stút og renndi öðru hvoru augum til lofts. Skyndilega vatt hann sér að stúlkunum og sagði: „Ég ætla að fá eitt rúgbrauð.” Önnur stúlkan rétti honum brauðið og hann rétti það áfram til Halla og sagði með ákveðni í röddu: „Haltu á þessu!” Halli tók við brauðinu og hugsaði með sér, að skáld gæti ekki látið sjá sig haldandi á byrði á strætum bæja og yrði þvi að Iáta öðrum eftir að gerast aðstoð- armenn í þeim efnum. Skáldið gekk um stund um í þönkum, snaraði sér svo að stúlkunum og sagði: „Eina dós af djúsi.” Hann fékk dósina afhenta og endur- flutti hana til Halla. Hann gaf bendingu um að nóg væri komið og hélt til dyra, en þar hemlaði hann enn að nýju og sagði: „Nei, það étur enginn rúgbrauð nema með smjöri. Eitt smjörstykki, takk!” kall- aði hann til stúlknanna og einn hlutur í Sjómannablaðið Víkingur - 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.