Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 9
i. , Jrslit í i i liosmynaakevpm sjómanna Ljósmyndakeppni Sjómannablaðsins Víkings var hrundið af stað fyrr á þessu ári og voru undirtektir góðar. Alls bárust blaðinu 65 ljósmyndir sem allar eiga það sameiginlegt að vera teknar af sjómönnum um borð í íslenskum skipurn. Ljós- myndakeppnin er liður i norrænni ljósmyndakeppni sjómanna sem Víkingurinn hefur fyrir hönd íslenskra sjómanna fengið aðgang að. Ákveðið var í byrjun að veita verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar en auk þeirra þriggja fara 12 myndir til við- bótar í norrænu keppnina sem fram fer í Osló í byrjun janúar n.k. í dómnefnd Sjómannablaðsins Víkings eru Hilrnar Snorra- son skólastjóri, sem jafnframt er formaður, Árni Bjarnason for- seti FFSÍ, Jón Svavarsson ljósmyndari og Sæmundur Guðvins- son ritsjóri Víkings. Það var erfitt verk fyrir dómnefndina að velja úr hreint stórkostlegum ljósmyndum sem sönnuðu svo ekki var um villst að miklir hæfileikar eru rneðal íslenskra sjó- manna sem myndasmiða. Niðurstaða dómnefndar var sú að fyrstu verðlaun hlýtur mynd Þorgeirs Baldurssonar, þá háseti á Hörpu VE 25. Myndin var tekin á síðustu vetrarvertíð og lýsir vel hverju þunglestuð nótaskip geta lent í þegar misjöf eru veðrin. Önnur verðlaun hlýtur mynd Hlyns Ársælssonar háseta á Hóhnaborg SU. Það má nýta frístundirnar á ýmsan hátt um borð og þá að nýta sér aðstæður hverju sinni. Þriðju verðlaun hlýtur mynd Jóns Páls Ásgeirssonar stýri- manns á varðskipinu Óðni. Er myndin tekin frá varðskipinu sem statt var í Fljótavík að sækja flugvél sem hafði hlekkst á í lendingu. í fjórða sæti varð önnur mynd tekin af Þorgeiri Baldurs- syni sern þá var háseti á Árbak EA. Má þar sjá skipverja af Ár- kessi myndjóns Páls Ásgeirssonar fékk 3. verðlaun í keppninni. bak að æfa sig í notkun á léttbát skipsins og var þessi mynd eina svarl/livíta mynd- in sem í keppnina barst. í næsta tölublaði verður greint frá verð- launum sem veitt eru, úrslitum norrænu keppninnar kynntar og þá jafnfram birtar fleiri myndir af þeirn sem bárust í keppnina og komust í undanúrslit norrænu keppninnar. Sjómannablaðið Víkingur þakka öllum þeim sem þátt tóku í keppninni fyrir fram- lag þeirra og hvetur þá sem og alla aðra sjó- menn að halda áfram að munda vélarnar og taka þátt í keppninni að ári Iiðnu. I 4. sæti var valin mynd sem Þorgeir Baldursson tók. Sjómannablaðið Víkingur - 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.