Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 18
Ámi M. Mathisen sjávanitvegsráðhena svarar fyrirspurnum Jundannanna. sem veruleg aukning er á ufsa og ýsu á fiskimiðum allt í kringum landið, skorar formannaráðstefna FFSÍ á sjávarútvegs- ráðherra að auka veiðiheimildir verulega í þessum tegundum, til að koma í veg fyrir vandræði við botnfiskveiðar. Um hvalveiðar Formannaráðstefnan FFSÍ krefst þess að hvalveiðar hefjist á næsta ári. Stækkandi hvalastofnar á íslandsmið- um valda miklum skaða og minnka nýt- ingu okkar og aflamagn úr mörgum fiskistofnum. Um auknar veiðar færarannsóknir Formannaráðstefna FFSÍ skorar á sjáv- arútvegsráðherra að beita sér fyrir aukn- um veiðarfærarannsóknum í samráði við atvinnugreinina. Mikil umræða hefur að undanförnu farið fram um áhrif veiðarfæra á vöxt og viðgang fiskistofna við ísland. Brýnt er að afla meiri þekkingar til að fá svör við þeim fjölmörgu spurningum sem ósvarað er. Um aðgengi að gögnum frá hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni Formannaráðstefnan skorar á Hafrann- sóknarstofnun að koma því í framhvæmd að hægt verði að nálgast þau miklu gögn sem safnast hafa í tengslum við notkun fjölgeisladýptarmælis um borð í Árna Friðrikssyni, varðandi hnit og dýpistöl- ur. Ef þessar upplýsingar væru til staðar á Netinu, gætu metnaðarfullir seljendur siglingatölva fært upplýsingarnar yfir á sín tæki og þar með boðið kaupendum upp á fullkomnari búnað en nú er fáan- legur, lil hagsbóta fyrir alla aðila máls- ins. Um löndun uppsjávarfisks Formannaráðstefna FFSÍ lýsir hneyksl- an sinni á algjöru áhugaleysi stjórnvalda varðandi aðgerðir sem tryggja samræm- ingu í vigtun uppsjávarfisks. Það er hreinlega óskiljanlegt að stjórn- völd láti þá aðila sem taka á móti upp- sjávarafla, komast upp með það ár eftir ár að geta hagað búnaði til löndunar að eigin geðþótta án þess að neitt samræmi sé milli löndunarhafna og að heildstæðar reglur um löndunarbúnað séu ekki til og hafi aldrei litið dagsins ljós að hálfu hins opinbera. Málið er ekki síst mikilvægt, til að landað alfamagn sé ávallt ljóst með tilliti lil þess sem tekið er úr auðlindinni. Um verðmyndun uppsjávarfisks Formannaráðstefnan krefst þess að komið verði á verðmyndunarkerfi fyrir uppsjávarfisk. Eins og staða mála er hef- ur kaupandi, sem oftast nær er einnig seljandi, ákvörðunarvaldið alfarið á sín- um snærum. Um hlutaskiptakerfið Formannaráðstefna FFSÍ lýsir von- brigðum með óábyrga umfjöllun for- manns LÍÚ um hlutaskiptakerfið og ósk- ar eftir að formaðurinn nefni dæmi til staðfestinga á að skipsljórahlutur hafi verið 50 miljónir króna á ársgrundvelli á íslensku fikiskipi. Benda má á að til þess að skipstjóri næði slíkum launum þyrfti hann að skila meiri verðmætum að landi en nokkur dæmi eru urn i sögunni. Af- komutölur í milliuppgjörum útgerðafyr- irtækjanna, þar sem urn reksrarhagnað upp á þúsundir milljóna er að ræða, benda ekki til að launahlutfall til sjó- manna standi útgerðum á íslandi fyrir þrifum. Það er íhugunarefni hvort hags- munir hluthafa útgerðafyrirtækja séu æðri hagsmunum íslenskra sjómanna. Árangurstengd launakerfi mættu að skaðlausu vera víðar við lýði i atvinnulíf- inu s.s. í ýmsum stórfyrirtækjum sem rekin hafa verið gegnum mörg ár með mígandi tapi án þess að hróflað sé við ofurlaunum æðstu stjórnenda sem iðu- lega eru margföld laun annara starfs- manna. Fegar hlutaskiptakerfið skapar sjómönnum góðar tekjur aukast tekjur útgerða að sama skapi. Um undirbúning næstu kjara- samninga Formannaráðstefna FFSÍ telur ekki eft- ir neinu að bíða með að FFSÍ óski eftir viðræðum við LÍÚ um kjarasamning. Miðað við fyrri reynslu er tímabært að könnunarviðræður hefjist milli aðila sem fyrst þar sem meðalmeðgöngutími samningaviðræðna hefur undanfarið ver- ið u.þ.b. 15-18 mánuðir en það er einmitt sá tími sem liðið hefur áður en stjórnvöld hafa snúist á sveif með vinnu- veitendum og tekið samningsréttinn af sjómönnum. Öryggismál Formannaráðstefnan fagnar framtaki samgönguráðuneytisins varðandi örygg- isviku sjómanna. Allt starf sem stuðlar að auknu öryggi og velferð sjómanna skilar sér á jákvæð- an hátt, margfalt til baka. Allar rann- sóknir sem leiða til betri heilsu og færri slysa eru í heild málaflokkur sem sífellt þarf að halda á lofti og leggja mikla á- herslu á. Því betur sem að sjómönnum er búið, þeim mun minni verða útgjöld þjóðfé- lagsins í heild. Ráðstefnan skorar á stjórnvöld að sjá til þess að nægilegu fjármagni verði varið til “Langtímaáætlunar um öryggismál sjómanna”. Mörgum mikilvægum verk- efnum hefur verið hrundið af stað samkv. áætluninni en önnur bíða framkvæmda. Framhaldið byggist alfarið á að fjármagn til verkefnisins verði tryggt. f hörmulegum sjóslysum nýlega hefur það því rniður verið staðreynd að örygg- istækjabúnaður virkaði ekki eins og til er ætlast. Formannaráðstefnan krefst þess að stjórnvöld geri allt sem í mannlegu valdi er til að tryggja að eftirlit með virkni öryggisbúnaðar sé ávallt eins og vera ber samkvæmt ítrustu reglum þar um. 18 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.