Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 20
Þegar Reykjanesið, eða Suðurnes eins og gjarnan er sagt, berst í tal inanna á millum er það oftar en ekki vegna þess að þar er alþjóðaflugvöllur og Bláa lónið. Með fullri virðingu fyrir þeirri starfsemi sem rekin er á þeim stöðum fara þeir mikils á mis sem ekki kynna sér ýmislegt annað sem þetta magnaða svæði hefur uppá að bjóða og mætti skrifa um það langt mál. Fyrir þá sem áhuga hafa á út- vegi og sjómennsku, landslagi eða fortíð og nútíð, er margt að skoða á Reykjanesi og þar er að finna fjölmarga möguleika til fræðslu og dægrastyttingar. Á þessu svæði eru margir útgerðastaðir enda var sjórinn og sjávarfang undirstaða byggð- anna á Reykjanesi öldum saman. Á und- anförnum árum hefur hvert safnið á fæt- ur öðru sprottið upp á Reykjanesi og safnaferð á um þessar slóðir ætti sem flestir að fara, fyrir utan allt annað sem þarna er hægt að skoða og gera sér til yndis og ánægju. Söfnin á Reykjanesi sem blaðamaður Víkingsins heimsótti á ferð um Reykja- nes eru í Duushúsunum í Keflavík, þar sem eru bátalíkön Gríms Karlssonar skipstjóra, Fræðasetrið í Sandgerði, Salt- i gestamóttöku Hótels Keflavíkur. Sérstæð og fróðleg söfn í Duushúsunum i Keflavík hefur verið komið upp safni sem ekki á sinn líka hér á landi. Par er sýndur bátafloti Gríms Karlssonar skipstjóra sem sótti sjóinn unt áratugaskeið. Grímur er einstakur hagleiksmaður og þarna eru til sýnis um 60 skipslíkön sem hann hefur smíðað af fádæma listfengi og vandvirkni. Líkönin eru frá mörgum tímabilum útgerðarsögu hér á landi og sæfarar munu kannast við inörg af þeim skipum sem prýða sýning- arsalinn. Fræðasetrinu í Sandgerði er ætlað að tengja saman mann og náttúru og tekst það mætavel. Pað leggur áherslu á effin fjögur sem eru fjaran, fiskurinn, fuglinn og ferskvatnslífið. Þar sem fiskurinn er annars vegar má finna aflaskýrslur, fróð- leik um útgerð og upplýsingar frá Haf- rannsóknarstofnuninni. Gestir geta Krísuvíkurbergið í Ijósadýrð Steinþórs Jónssonat: fisksetrið í Grindavík, Byggðasafnið í Görðum og Minjasafn Slysavarnarfélags íslands í Garðinum. Þeir sem hafa naum- an tíma geta farið milli safnanna á einum degi. Hinir sem vilja njóta lífsins með því að skoða margt fleira og til dæntis gera sér dagamun fá sér gistingu á Hótel Keflavík hjá Steinþóri Jónssyni sem rek- ur þetta fyrsta flokks hótel af miklum myndarskap, enda mikill eldhugi og ferðamálafrömuður sem rnikið hefur lagt af mörkum til að efla ferðamannastraum á Reykjanesi og lífga upp á mannlífið þar. Steinþór er til dæmis frumkvöðull að hinni árlegu Ljósanótt sem fram fer í Reykjanesbæ og lýsti upp Krísuvíkuberg- ið mörgum til undrunar, unaðar og á- nægju. Þeir setn gista Hótel Keflavík geta verið öruggir um að njóta þjónustu og veitinga af bestu sort. Mörg áhugaverð söfil Reykjanesi 20 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.