Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 54
Sigling um Netið 8
I umsjón Hilmars Snorrasonar
Síðurnar að þessu sinni verða sitt út
hverri áttinni en þar sem jólin og loðnu-
vertíðin eru framundan er rétt að hafa
fyrstu síðuna íslenska og eitthvað sem
tengist loðnunni. Áhöfnin á Hólmaborg-
inni gerir út heimasíðu á slóðinni
http://frontpage.simnet.is/hlynurmed/ Á
síðunni eru myndir af skipverjum, frá líf-
Útbúum
lyfjakistur
fyrir skip og báfa
Eigum ávallt tilbúna sjúkrakassa
fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili.
Lyf & heilsa
•Kringlan 1. hæð, sími: 568 9970
• Hafnarstræti Akureyri, sími: 460 3452
Lyf&heilsa
Nr A P Ö T E K J53WTS
B E T R I L í Ð A N
inu um borð og einnig myndir af öðrum
skipum að veiðum svo eitthvað sé nefnt.
Það er reyndar ekki mikið af fiskiskipa-
myndum á síðunni www.bestshipim-
ages.com/main.asp en þar er að finna þó
nokkurn fjölda kaupskipamynda.
Það er nánast undantekning ef dagblöð
eru ekki með heimasíður og stöðugt
fleiri skipatímarit eru að koma á netið.
Intrafish er nafn á netfjölmiðli einum
norskum og er hann að finna á slóðinni
www.intrafish.no/ og fyrir þá sem ekki
lesa norskuna þá er í staðinn fyrir no sett
com og kemur þá enska síðan upp. Þarna
eru fréttir af norskum sjávarútvegi. Ll-
oyds register býður upp á öfluga leitar-
síðu skipa þar sem skyggnst er inn í
skipaskrár þeirra á slóðinni www.sea-
web.org/scripts/nd_ISAPI_50.dll/sea-
data/pgStartPage Því miður er einungis
hægt að fá sýnishorn af því sem í boðið
er án þess að kaupa áskrift, en reyndar er
hægt að fá tímabundna skoðunaráskrift á
greiðslu.
í síðasta tölublaði sagði ég frá
nokkrum póstkortasíðum og hér ætla ég
að bæta einni til viðbótar. Á slóðinni
www.simplon.co.uk/ er að finni óhemju
fjölda póstkorta af skipum. Á síðunni er
einnig verið að leita uppruna fjölda póst-
korta þannig að ef einhver lesandi er
grúskari í póstkortum ætti hann að fara á
þessa síðu helst í gær. Farþegaskip hafa
verið vinsæl á póstkortum en eitt
frægasta farþegaskip veraldar hefur
eflaust ekki lent á mörgum póstkort-
um á sínum tíma en það var Titanic.
Síða sem ég hvet alla til að skoða er
um skipið á slóðinni
www.euronet.nl/users/kees-
ree/start.htm Hér er allt sem hugsast
getur um skipið og daga þess. Þar er
meðal annars hægt að senda póst-
kort, sjá hverjir voru um borð, hverj-
ir björguðust og í hvaða björgunar-
bátum og hvað var í matinn á hverju
farrými fyrir sig.
Að vísu nýttist Titanic ekkert
neðansjávar en það gera aftur á móti
kafbátar. Ég hef áður vísað á íslenska
kafbátasiðu frá seinni heimsstyrjöld-
inni en upplýsingar um síðari tíma
kafbáta má finna á www.rontini.com/
. Þar tná finna ógrynni upplýsinga
svo ég tali nú ekki um fjöldan allan
af ljósmyndum frá þessuin öflugu
skipagerðum. Önnur síða um sögu
kafbáta er að finna á www.subma-
rine-history.com og þar er sú saga rakin
allt frá árinu 1580. Ef þú vilt vita eitt-
hvað um bandarísk herskip er að skoða
síðuna www.fas.org/man/dod-
101/sys/ship/index.html Þar er hægt að
fá upplýsingar um flotann í heild sinni.
Á síðunni www.navy.mil/homepa-
ges/cv67/home.html er okkur boðið um
borð í flugmóðurskipið John E Kennedy.
Að lokum ætla ég að nefna þrjár
innlendar síður sem ég vill vekja athygli
á. Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur opn-
að nýja heimasíðu á slóðinni www.rns.is
Þar munu m.a. í framtíðinn verða birtar
niðurstöður nefndarinnar í einstökum
málum. Á slóðinni www.sigling.is er Sigl-
ingastofnun að finna. Þar á bæ hefur
heimasíðan verið tekin til gagngerrar
endurskoðunar og því vek ég athygli á
henni hér en umfjölllun hefur þegar farið
fram á síðunni. Að lokum þá hefur
Skerpla opnað skipaskrána sína á nýrri
slóð www.skip.is Þar getum við skoðað
flotann okkar bæði í tölum og ljósmynd-
um.
Vonandi munu lesendur blaðsins finna
einhverja áhugaverða síður á ferðalögum
sínum á Netinu og enn og aftur hvet ég
ykkur til að senda mér línu um áhuga-
verðar síður sem þið rekist á en netfang-
ið er iceship@hn.is.
54 - Sjómannablaðið Víkingur