Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 55
Hilmar Snorrason skipstjóri Utan úr heimi Á næstu árum mun mikill fjöldí nýrra tankskipa komafrá skipasmíða- stöðvum vegna nýrra reglna. Einfaldur byrðingur að hverfa Nú þegar nýlega hefur orðið alvarlegt oliumengunarslys við strendur Spánar þegar olíuskipið Prestige brotnaði og sökk hafa komið háværar raddir um hættur af völdum ofíuskipa sem eru með einfaldan byrðing. Alþjóðasiglingamálastofnunin IMO hef- ur samþykkt að banna slík skip en það bann mun ekki taka gildi fyrr en í ársok 2007. Yfir 80% tankskipa með einföldum byrð- ing munu verða rifin fyrir árslok 2007 en talið er að í kjölfarið fylgi skortur á olíuskipum af stærðinni 10.000 - 40.000 tonn og einnig risaolíuskipum yfir 320.000 tonn að burðargetu. Eru þetta hugsanlega götin sem menn geta stagað í ef þeir hyggja á að fara út í kaupskipaútgerð? Það er hugsanlegt, en það sem mælir gegn því er að ekki mun verða auðvelt að fá skip af þess- ari stærð smíðuð þar sem rnikil eftirsókn er í smíði tankskipa. Veikindi á skemmtiferðaskipum Sjúkdómar hafa verið að herja verulega á farþega skemmti- ferðaskipa vestur í Bandaríkjunum. Um 700 manns fengu svo- kallaðan “Norwalk” vírus í þremur ferðum skipsins Amsterdam sem er í eigu Holland America Line. Einkenni vírusins eru nið- urgangur og uppköst og er talið að hann hafi borist milli farþega um borð í skipinu en tengist ekki matareitrun. Einn farþegi, 56 ára karlmaður, hefur látist af völdum þessa vírus að því að talið er. Skipið var tekið úr áætlun og unnu 600 manns í 10 tíma við að sótthreinsa skipið hátt og lágt eða eins og það var orðað að jafnvel pókerpeningarnir voru sótthreinsaðir. Skemmtiferðaskip- ið GT Disney Magic varð einnig fyrir álika sýkingu en það hefur ekki enn verið staðfest hvort um umræddan “Norwalk” vírus væri að ræða. Yfir 100 farþegar og einnig nokkrir skipverjar kvörtuðu undan veikindum sem líktust infúensu tilfelli en ekk- ert hefur verið gefið út um hvað þar var eiginlega á ferðinni. Út- gerð skipsins tekur að minnsta kosti enga áhættu hvað þetta varðar og er skipið að fara í allsherjar sótthreinsun frá stefni og aftur í skut eins og það var orðað af hálfu útgerðarinnar. Erfiðleikar skipasmíðastöðva Nýlega kom út skýrsla Evrópuráðsins um skipasmíðar í heim- inum. í henni kemur fram að nýsmíðaverð skipa er um þessar mundir það lægsta sem sést hefur í áratug. Á fyrrihluta ársins 2002 drógust pantanir á nýsmíðum saman um nærri því tvo þriðju samanborið við árið 2000. Innan Evrópu eru þessar töl- um um fjórir fimmtu. Mestur samdráttur er í eftirspurn eftir gáma- og skemmtiferðaskipum en einnig eru farin að sjást merki um samdrátt í olíu- og gasskipum. Orskirnar liggja í samdrætti á mörkuðum en einnig eru evrópsku skipasmíðastöðvarnar í miklum vanda vegna ósanngjarna undirboða frá Asíu. Þessi undirboð hafa svo sannarlega haft gífurleg áhrif á skipasmíða- stöðvar í Evrópu og hafa margar meðal annars lýst sig gjald- þrota á siðustu mánuðum. Nú er ljóst að nýja Norræna verður síðasta skip sem smíðað verður hjá Flender Werft en engar pantanir liggja fyrir hjá því fyrirtæki. Einasta von 800 starfs- rnanna er smíði vindmylla. Ein öflugasta skipasmiðastöð á síð- ari tírnum, Stoczina Szczecinska í Stettin í Póllandi, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta en þessi skipasmíðastöð smíðaði með- al annars Brúarfoss fyrir Eimskip árið 1996. Þar misstu yfir 6000 manns vinnu sína en stöðin var sú 11 stærsta í heiminum. í Noregi hefur skipasmíðastöðin Fosen Mek Verksted orðið gjaldþrota en þessi stöð lauk fyrr á þessu ári við smíði á skemmtiferðaskipinu The World. Mjellem & Karlsen Værft í Bergen var einnig lýst gjaldþrota og þar misstu 450 manns vinnuna. Finnyard í Finnlandi ætlar að segja upp helmingi af 1000 manna starfsliði sínu þar sem engar pantanir liggja fyrir hjá þeim. Hollenska stöðin Van der Giessen-de Nord sagði upp 270 starfsmönnum vegna samdráttar. Það þótti dapurleg sýn þegar síðasta skipi var nýlega hleypt af stokkunum hjá Örskov Staalskibsværft i Frederikshavn í Danmörku og lýkur þar 44 ára langri sögu skipasmíðastöðvarinnar. Hún smíðaði sex þeirra skipa sem nú eru í eigu íslenskra útgerða en það eru skipin Dettifoss, Goðafoss, Brúarfoss, Selfoss, Arnarfell og Helgafell. Þá smíðaði stöðin einnig skip sem var í eigu Samskipa og bar nafn- ið Skaftafell. Bann við stórum gámum Varaforseti A.P. Möller útgerðarinnar dönsku, Knud Pontoppidan, hefur óskað eftir að sett verði á laggirnar nefnd innan Evrópuráðsins til að fara yfir ákvörðun ráðsins um að banna komu gáma sem eru 45 fet að lengd til hafna í Evrópu. Bannið á að taka gildi á árinu 2006. Segir Knud að ef Evrópu- ráðið muni ekki endurskoða og falla frá þessari kröfu mun um- ferð flutingabifreiða aukast gífurlega, flytjendur þyrftu að nota tvo gáma í stað eins svo dæmi væru tekin af neikvæðum áhrif- um af þessu banni. Reiðir sjómenn Bandarísku sjómannafélögin hafa deilt hart á olíuhreinsunar- stöðvar í Texas sem hafa tekið upp þá stefnu að neita bandarísk- um sjómönnum af olíuskipum að fara í land þar sem skip þeirra koma með farma í einkahafnir olíufélaganna. Mikil reiði er meðal sjómanna sem benda á að þeir séu nógu góðir þegar þeir þurfa að fara með vopn og sprengjufarma til átakasvæða þar sem þeir geta verið sprengdir i loft up hvenær sem er en fái ekki að fara um hafnir heimavið þar sem þeir séu álitnir hryðju- verkamenn. Yfir 20% hreinsunarstöðva við Houston fljótið hafa tekið upp þessa stefnu en mun fleiri aðilar hafa fyrir margt löngu tekið þetta upp gagnvart erlendum áhöfnum sem til þeirra koma. Nú ættu væntanlega bandarískir sjómenn að skilja þá hörðu framkomu sem bandarísk stjórnvöld beita marga sjó- menn sem til hafna í Bandaríkjunum koma. Fróðlegt verður að sjá hvort þeirn verður ágengt í því að fá að fara í land og hvort þeir muni síðan halda áfram þessari mannréttindakröfu gagn- vart erlendum sjómönnum í kjölfarið. Smygl Við íslendingar höfu svo sem heyrt eitthvað um smygl í gegn- um tíðina og þar hefur aðallega vín, áfengi og tóbak verið vin- sælustu hlutirnir sem þá leið fara. Vissulega hefur óvenjulegir Sjómannablaðið Víkingur - 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.