Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 21
Eitt af likönum Gríms Karlssonai: Krabbi i Fræðasetrinu í Sandgerði. kynnt sér atferli ýmissa sjávardýra sem þar eru í búrum. Boðið er uppá tilsögn fyrir hópa í liffærafræði fiska og annarra lífvera úr sjó. Minjasafn Slysavarnarfélags íslands í Garðinum var opnað 1998 í tilefni af 70 ára afmælis félagsins. Þar hefur verið haft að leiðarljósi að fræða fólk um sem flesta þætti starfseminnar og rekja sögu slysa- varna- og björgunarstarfs hér á landi. Þarna er að finna margvíslegar upplýs- ingar, myndir og muni sem tengjast þátt- um eins og björgunarbátum, björgunar- skipum, þyrlubjörgun, sjúkraflugi, fræðslustarfi og fjarskiptatækni, auk slysavarna- og björgunarstarfs. Því miður virðist sem safnið hafi ekki komist á kortið hjá þeim sem skipuleggja ferðir skólanema eða ferðamanna um Reykja- nes og aðsókn goldið þess. Vonandi tekst þó að bæta þar úr því mjög mikilvægt er að safnið verði opið áfram og geti þjónað hlutverki sínu. í Byggðasafninu á Garðsskaga er út- gerðarsögu byggðarlagsins gerð góð skil og þar má meðal annars sjá glæsilegt vélasafn Guðna Ingimundarsonar. Vél- arnar eru allar gangfærar og eru frá árun- um 1924 til 1977. Merkilegt safn veiðar- færa frá fyrri tímum er meðal þess sem sjá má í þessu safni. Salfisksetur íslands í Grindavík var opnað í september á þessu ári og þar er sýning á saltfiskminjum í aðalsal, en sjó- minjasýning Gríms Karlssonar í efri sal. Hér er um mjög nýtiskulegt safn að ræða hvað varðar alla umgjörð og búnað og tæknin notuð til að miðla upplýsingum lil safngesta. Löngum var sagt að lífið væri saltfiskur og með heimsókn í safnið er hægt að öðlast mikinn og margháttað- an fróðleik um saltfiskverkun og þýð- ingu saltfisksins í verðmætasköpun þjóð- arinnar. Setrið er í nýju og glæsilegu húsi og er hér um að ræða sjálfseignastofnun í eigu Grindavikurbæjar, allmargra fyrir- tækja og einstaklinga í sjávarútvegi og tengdum greinum. Safnaferð um Reykjanes er ótrúlega skemmtileg og fróðleg svo nú er bara að drífa sig við fyrsta tækifæri. Loftskeytaklefinn úr togararnum Geir RE er meðal þess sem varðveitt er í Minjasafni Slysa- varnarfdagsins í Garðinum. Loftskeytaklefinn úr togararnum Gcir RE er mcðal þess sem varðveitt \ Saltfisksetrinu í Grinavík er sagan rakin á myndrœnan kátt. er í Minjasafni Slysavarnaifélagsins í Garðinum. Sjómannablaðið Víkingur - 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.