Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 42
Þrjár gerðir handfæra. staðar langt fram á 19. öld. Var þá tíðast um heimilisiðnað að ræða, og á heimil- um útvegsmanna var færagerðin einn mikilvægasti þáttur heimaiðjunnar. Eftir að kom fram um og yfir miðja 17. öld, voru færi mest unnin úr hampi, sem fluttur var inn, en þó voru þess einnig dæmi, að menn gerðu færi úr efni, sem til féll innanlands, t.d. taglhári. Notkun þess virðist þó aldrei hafa verið mikil, og miklu minni var hún hérlendis en í Nor- egi. Er og svo að sjá sem margir hafi talið notkun taglhárs í færi neyðarúrræði, og Ólafur Olavius segir, að á 7. áratug 18. aldar hafi bændur á Ströndum neyðst til að nota hrosshár í færi, þar sem innflutt lína var ófáanleg. t>á eru og heimildir fyr- ir því, að menn hafi gripið til staðbund- inna úrræða og nýtt það, sem á fjörur þeirra rak, i bókstaflegum skilningi. Pannig þekktist það i Skaftafellssýslum, að menn tættu sundur kaðla og reiða úr strönduðum skipum og spynnu í færi. Færagerð var hluti af starfsemi Innrétt- inganna í Reykjavík á 18. öld, og sýna heimildir, að mikið var framleitt af fær- um og lóðastrengjum. Á fyrri hluta 19. aldar voru þess dæmi, að kaupmenn héldu reipslagara við verslanir sínar. Var færaspuni helsta viðfangsefni þeirra. Síð- ustu eitt hundrað ár árabátaaldar færðist innflutningur á tilbúnum færum hins vegar í vöxt, og þegar kom fram um aldamótin 1900, var notkun útlendra færa orðin næsta alntenn í flestum ver- stöðvum. Við enda færisins tók við svokölluð forsenda, eða fatsenda (forrönd), og síð- an sakkan. Elsta gerð hennar var steinn, sem tíðast var nefndur vaðsteinn, en á síðari öldum var tekið að steypa blýlóð og nota sem sökku. Fyrir neðan sökkuna tók við taumur, og við hann var öngullinn festur. Öngla- smíði var löngum mikið stunduð i sjáv- arbyggðum, og beittu menn ýmsum ráð- urn til að gera öngla sína sem fisknasta. Hefur Lúðvík Kristjánsson lýst öngla- smíði ýtarlega, og vísast til þess. f. [ : illi Skinnklœddir sjómenn við eina af gömlu vcrhúðunum í Þorlákshöfn. 42 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.