Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 62
Nýjar bœkur á markaðinn: Leiðin að bættri líðan Út er komin ný íslensk bók sem heitir Leiðin að bættri líðan og er eftir Hall- dóru Sigurdórsdóttur. Hún missti heils- una og hafði um tvennt að velja; að leggja árar í bát eða leita leiða til að ná heilsunni aftur. Hún valdi síðari kostinn og eyddi mörgum árum í að lækna sig sjálf og fann þá leiðina að bættri líðan. Bókin fjallar ekki bara um hennar sjúk- dóm heldur inniheldur hún yfirgripsmik- inn fróðleik um mataræði, heildrænar lækningaaðferðir, fæðubótarefni, jurtir, vítamín og lífshætti sem gagnast þeim sem vilja bæta líðan sína. Halldóra féllst á að segja Sjómanna- blaðinu af sögu sinni. Mín saga ,,Mín saga er í sjálfu sér ekkert öðru vísi en saga annarra fyrir utan það að vera mín saga. Ég var svo lánsöm að veikjast af vefjagigt. Þetta hljómar kannski kaldhæðnislega en þannig er það ekki meint. Mín gæfa felst í því að hafa veikst af sjúkdómi sem ég gat haft einhver áhrif á en ekki einhverjum sjúk- dómi sem tók af mér völdin og leiddi til óbærilegs lifs eða dauða. Ég veiktist ekki allt í einu heldur var þetta nokkurra ára þróun sem náði há- marki árið sem ég varð 35 ára gömul. Þegar ég var sem allra verst missti ég talið í þeim skilningi að ég átti erfitt með að finna réttu orðin, sagði röng orð, var Halldóra Sigurdórsdóttir lengi að tala og það að halda uppi sam- ræðum var oft á tíðurn kvalræði. Ég var auðvitað undirlögð í verkjum, gat ekki hreyft mig og lá því í rúminu dögum og vikum saman. Mér gekk afspyrnu illa að inna einföldustu verk úr hendi eins og að greiða mér, klæða mig og ég tala nú ekki um að sinna ungum börnum mln- um tveimur. Þetta kom því allt í hlut mannsins míns. Afleiðingin var sú að ég get eiginlega sagt að á þessurn tima nán- ast gefist upp. Mér fannst þessi veikindi buga mig og eina sem kom í veg fyrir að ég henti mér í höfnina var að ég gat hvorki keyrt né gengið þangað.” Rétt ákvörðun Hún segir að þegar þannig var komið hafi hún tekið góða ákvörðun: ,,Ég tók þá ákvörðun að þetta væri ekki rétta leiðin og ég ákvað að nýta mér þessi veikindi og þessa reynslu til góðs. Þá hófst leit mín að leiðinni að bættri líðan. Næstu árin voru ár erfiðleika og vonleysis, ár vonbrigða en einnig sigra. Smám saman en þó óskaplega hægt fór mér að líða betur. Framfarirnar urðu sýnilegri og köstin urðu vægari og stóðu styttra yfir.” Á þessu límabili safnaði hún saman miklu magni upplýsinga sem höfðu nýst henni til góðs svo og upplýsingum sem nýttust ekki neitt. „Þessu hélt ég til haga. Ég hefði gjarn- an vilja hafa hjálparrit við höndina á þessu tímabili með aðgengilegum upp- lýsingum um það sem gæti nýst mannin- um í leit hans að betra lífi. Leit mín hefði þá hugsanlega verið auðveldari og staðið styttra yfir. Þegar ég upplifði þá stund að finnast ég ekki lengur veik fylltist ég þakklæti til lífsins og tilverunnar og á- kvað að skrifa bókina sem ég hefði svo gjarnan vilja hafa við höndina þegar ég stóð 1 minni orrahríð - bókina um leiðina að bættri líðan. Það er von mín að hún nýtist öllum sem vilja eða þurfa að bæta heilsuna.” George Best Lánsamur Meðhöfundur: Roy Collins íslensk þýðing: Orri Harðarson Það er lítil þörf á að kynna George Best. Af náðargáfu sinni veitti hann knattspyrnunni áður óþekkta fegurð og þokka. Á hátindi frægðar sinnar var hann kallaður „fimmti Bítillinn”. Hann var fyrsti poppstjörnufótboltamaðurinn og fékk unglingsstúlkur til að hópast saman á Old Trafford löngu á undan David Beckham. Hann er eitt af mikil- mennum knattspyrnunnar á 20. öld. En velgengnin og frægðin voru honum um megn og lífssaga hans er stráð sögu- sögnum um konur, kynlíf og drykkju- skap. Það hefur mikið verið skrifað um Best en mjög lítið staðfest af honum sjálfum. Þar til núna. Ævisaga hans er nú komin út á íslensku. Fyrsta útgáfan á frummálinu kom út 2001 og í ágúst 2002 kom út ný og aukin útgáfa sem íslenska þýðingin byggir á. George Best opnar hjarta sitt og veitir okkur innsýn í einhvern ótrúlegasta lífsferil á síðari árum. Allt frá hinum kyrrlátu dögurn hjá Manchester United og Evrópumeistarasigrin- um 1968 fram til tíma hneykslismála og skandala, gjaldþrots, réttarhalda og jafnvel fangelsisvistar. Nú segir George í fyrsta sinn sannleik- ann um dauða móður sinnar og afhjúp- ar baráttu sína við áfengið og hvernig hann neyðist til að horfa fram á á- fengislaust líf. Þetta er dramatísk og hrífandi frásögn fyrir alla aðdáendur Manchester United og alla sem hafa áhuga á sögu manns sem hafði hlotnast allt og glataði því næstum öllu. Kápuhönnun og umbrot annaðist Magnús Valur Pálsson. Bókin er prentuð í Prisma-Prentco og bundin inn í Félagsbókbandinu Bókfell. Útgefandi er Ormstunga. 62 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.