Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 54
Sigling um Netið 8 I umsjón Hilmars Snorrasonar Síðurnar að þessu sinni verða sitt út hverri áttinni en þar sem jólin og loðnu- vertíðin eru framundan er rétt að hafa fyrstu síðuna íslenska og eitthvað sem tengist loðnunni. Áhöfnin á Hólmaborg- inni gerir út heimasíðu á slóðinni http://frontpage.simnet.is/hlynurmed/ Á síðunni eru myndir af skipverjum, frá líf- Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báfa Eigum ávallt tilbúna sjúkrakassa fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. Lyf & heilsa •Kringlan 1. hæð, sími: 568 9970 • Hafnarstræti Akureyri, sími: 460 3452 Lyf&heilsa Nr A P Ö T E K J53WTS B E T R I L í Ð A N inu um borð og einnig myndir af öðrum skipum að veiðum svo eitthvað sé nefnt. Það er reyndar ekki mikið af fiskiskipa- myndum á síðunni www.bestshipim- ages.com/main.asp en þar er að finna þó nokkurn fjölda kaupskipamynda. Það er nánast undantekning ef dagblöð eru ekki með heimasíður og stöðugt fleiri skipatímarit eru að koma á netið. Intrafish er nafn á netfjölmiðli einum norskum og er hann að finna á slóðinni www.intrafish.no/ og fyrir þá sem ekki lesa norskuna þá er í staðinn fyrir no sett com og kemur þá enska síðan upp. Þarna eru fréttir af norskum sjávarútvegi. Ll- oyds register býður upp á öfluga leitar- síðu skipa þar sem skyggnst er inn í skipaskrár þeirra á slóðinni www.sea- web.org/scripts/nd_ISAPI_50.dll/sea- data/pgStartPage Því miður er einungis hægt að fá sýnishorn af því sem í boðið er án þess að kaupa áskrift, en reyndar er hægt að fá tímabundna skoðunaráskrift á greiðslu. í síðasta tölublaði sagði ég frá nokkrum póstkortasíðum og hér ætla ég að bæta einni til viðbótar. Á slóðinni www.simplon.co.uk/ er að finni óhemju fjölda póstkorta af skipum. Á síðunni er einnig verið að leita uppruna fjölda póst- korta þannig að ef einhver lesandi er grúskari í póstkortum ætti hann að fara á þessa síðu helst í gær. Farþegaskip hafa verið vinsæl á póstkortum en eitt frægasta farþegaskip veraldar hefur eflaust ekki lent á mörgum póstkort- um á sínum tíma en það var Titanic. Síða sem ég hvet alla til að skoða er um skipið á slóðinni www.euronet.nl/users/kees- ree/start.htm Hér er allt sem hugsast getur um skipið og daga þess. Þar er meðal annars hægt að senda póst- kort, sjá hverjir voru um borð, hverj- ir björguðust og í hvaða björgunar- bátum og hvað var í matinn á hverju farrými fyrir sig. Að vísu nýttist Titanic ekkert neðansjávar en það gera aftur á móti kafbátar. Ég hef áður vísað á íslenska kafbátasiðu frá seinni heimsstyrjöld- inni en upplýsingar um síðari tíma kafbáta má finna á www.rontini.com/ . Þar tná finna ógrynni upplýsinga svo ég tali nú ekki um fjöldan allan af ljósmyndum frá þessuin öflugu skipagerðum. Önnur síða um sögu kafbáta er að finna á www.subma- rine-history.com og þar er sú saga rakin allt frá árinu 1580. Ef þú vilt vita eitt- hvað um bandarísk herskip er að skoða síðuna www.fas.org/man/dod- 101/sys/ship/index.html Þar er hægt að fá upplýsingar um flotann í heild sinni. Á síðunni www.navy.mil/homepa- ges/cv67/home.html er okkur boðið um borð í flugmóðurskipið John E Kennedy. Að lokum ætla ég að nefna þrjár innlendar síður sem ég vill vekja athygli á. Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur opn- að nýja heimasíðu á slóðinni www.rns.is Þar munu m.a. í framtíðinn verða birtar niðurstöður nefndarinnar í einstökum málum. Á slóðinni www.sigling.is er Sigl- ingastofnun að finna. Þar á bæ hefur heimasíðan verið tekin til gagngerrar endurskoðunar og því vek ég athygli á henni hér en umfjölllun hefur þegar farið fram á síðunni. Að lokum þá hefur Skerpla opnað skipaskrána sína á nýrri slóð www.skip.is Þar getum við skoðað flotann okkar bæði í tölum og ljósmynd- um. Vonandi munu lesendur blaðsins finna einhverja áhugaverða síður á ferðalögum sínum á Netinu og enn og aftur hvet ég ykkur til að senda mér línu um áhuga- verðar síður sem þið rekist á en netfang- ið er iceship@hn.is. 54 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.