Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Síða 14
Helstu niðurstöður forkönnunar á svefngceðum og álagstíðni sjómanna haustið 2001
, Mikil hætta á
álagstengaum sjúkdómum
Itengslum við öryggisviku sjómanna
sem fram fór í síðast liðið haust, var
haldin ráðstefna um aukið öryggi sjófar-
enda. Þar greindi Lovísa Ólafsdóttir iðju-
þjálfi, sem rekur heilbrigðis- og öryggis-
ráðgjöfina Solarplexus ehf, frá niðurstöð-
um rannsóknar á heilsufarsþáttum sjó-
manna á frystitogurum.
Haustið 2001 - 2002 setti undirrituð af
stað rannsókn á áhrifum hvíldar á and-
lega og líkamlega heilsufarsþætti sjó-
manna. Meginmarkmið með þessari for-
könnun var að fá vísbendingar um stöðu
þessara þátta hjá sjómönnum á frystitog-
urum og áhrif slæmrar hvíldar sem hugs-
anleg orsakaþátt slysa. Niðurstöður
könnunarinnar gefa til kynna að mjög
þarft er að leggja mat á almenna heilsu-
fars- og öryggisþætti sjómanna. Sjávarút-
vegsráðuneytið, samgönguráðuneytið,
Siglingastofnun íslands og Sjómanna-
samband íslands hafa frá upphafi fylgst
náið með framgangi verkefnisins.
En hvaða þœttir eru að hafa dhrif d
hvilcl?
Einn af mikilvægustu þáttum við að
viðhalda góðri heilsu er hvíld. Liður í
forkönnuninni var að skoða hvíld manna
sem einn af áhrifaþáttum heilsu og
vellíðan. Einn stór þáttur í þvi er undir-
lagið sem menn sofa á “dýnan”. Lagður
var fyrir spurningarlisti er tekur á svefn-
venjum, svefnrofa, líkamlegum sem and-
legum álagseinkennum. Spurningarlist-
inn var lagður fyrir 65 sjómenn. Hver
einstaklingur var skoðaður í legustöðu á
hlið á dýnunni sem þeir sofa á og sást í
100 % tilfella mikill snúningur á
hryggsúlu, eftirgefanleiki var ekki nægur
í kringum axlir og álag á herðablaðs-
svæði mikið.
Það er því mikið álag á mjóbakssvæði
og axlarsvæði ef legið er á slíkri dýnu
sem þessari til lengdar, áhætta á álagsein-
kennum/sjúkdómum eru miklar ef
einnig er tekið tillit til þeirra aðstæðna
sem fyrir eru og vinnuálag.
Þegar niðurstöður könnunarinnar eru
skoðaðar svara ríflega 60% einstaklinga
að þeir finni fyrir stirðleika eftir að hafa
sofið á dýnunni. Helstu einkennin koma
fram í baki en einnig finna þeir fyrir
stirðleika í öxlum.
Meirihluti þeirra telja sig ekki fá næga
Lovísa Ólafsdóttir
hvíld á dýnunni sem þeir sofa á og að
hún styðji illa við í velting.
Mikil þreyta frá degi til dags
Streitueinkenni liggja á 3.5 - 4.0 stigi,
þar sem streituþunglyndi er ríkjandi hjá
öllum með kvíða og svefntruflunum.
Komið hefur fram í könnuninni að
stór hluti sjómanna upplifa mikla þreytu
frá degi til dags og í 40% tilfella má rekja
streitu til álags að degi til. Áhrif svefns er
í 47% tilfella hægt að rekja til aðstæðna á
vinnustað. Vitað er að hvíld er stór á-
hrifaþáttur á heilsu og vellíðan og skiptir
því miklu máli. 80% þátttakanda telja sig
fá meiri svefn á fyrri vaktinni (3-4 klst)
en á þeirri seinni (um 2 klst.). Því er á-
hugavert að skoða hvar og hvenær á sól-
arhringum slysin gerast og tegund slysa
hjá einstaklingum. Einnig þarf að bera
þessar niðurstöður saman með núver-
andi vaktavinnukerfi í huga.
Grunur á kæfissvefni má sjá hjá 8-10
einstaklingum. Með niðurstöðum þessara
könnunar má draga þá ályklun að þessir
einstaklingar nái ekki djúpum svefn og
þar með fullnægri hvíl sem er undirstaða
hcilbrigðis og öryggisþátta í starfi sem
þessu. Því er áhætta á álagstengdum
sjúkdómum mikil ef einnig er tekið til
greina vinnuaðstaðan, að vinna í ójöfnu
hitastigi og álag á einstaka líkamshluta
vegna einhæfrar vinnu.
Kæfissvefn dregur úr góðri hvíld og til
lengri tíma litið spilar hann stóran þátt í
áhættu á t.d. streitu, hjartatruflunum,
súrefnisskorti til líkamans og þar með
heilans. Þetta dregur úr einbeitingu hjá
viðkomndi og þar með aukast líkurnar á
slysum verulega.
Auka þarf meðvitund
manna á eigin heilsu
Það er alveg ljóst að hver einstaklingur
ber alltaf ábyrgð á eigin heilsu, en niður-
stöður benda hinsvegar til að auka þarf
meðvitund einstaklinga varðandi eigin
heilsu. Álagstiðni sjómannana er stór og
situr aðallega á öxlum, baki og fótum,
líkamleg þreytueinkenni eru mikil, s.s.
seiðingur í fótum, verkir á axlar og mjó-
bakssvæði með lilheyrandi spennuhöfuð-
verk o.fl.
Álagstíðnin var mæld á síðastliðnum
þremur mánuðum upp að einu ári. í ljós
kom að veruleg aukning hefur verið á
álageinkennum síðastliðið ár og þá aðal-
lega á axlar, mjóbakssvæði og fótum. Á
móti má sjá að fáir hreyfa sig reglulega
sjálfum sér til heilsubóta og einungis ör-
fáir hafa sótt sérfræðiaðstoðar vegna
þessa s.s lækni, sjúkraþjálfara.
Um þriðjungur einstaklingana á við yf-
irvikt (offitu) að stríða og er það einn af
þeim áhættuþáttum sem taka þarf mið af
varðandi almennt heilsufarsöryggi í
vinnu sem þessari. Einstaklingar eru
taldir haldnir offitu ef hún mælist um og
yfir 25 - 30. Einungis einn mælist undir
25.
Reykingarhlutfall er hátt þ.e. um 57%
hjá sjómönnum sem eykur verulega á-
hættu á álagstengdum sjúkdómum og
kvillum s.s. hjarta og æðasjúkdómum,
stoðkerfisvandamálum, hækkun á blóð-
þrýsting.
Greining á hvar og hvenær slys verða
um borð er einn liður í rannsókninni og
því verða núverandi upplýsingar er lýtur
að þessum þætti ásamt upplýsingum TR
á sjúkdómum og skráðum slysum bornar
saman við aðrar niðurstöður úr rann-
sókninni.
Meginmarkmið með heildarransókn-
inni er að tengja saman álag í vinnu,
gildi góðrar hvíldar sem lið í að draga úr
slysum, álagseinkennum/sjúkdómum,
fækka veikindadögum, auka afköst og
þar með efla heilsu og vellíðan sjó-
manna. Áætlað er að rannsókninni mun
ljúka vorið 2003.
14 - Sjómannablaðið Víkingur