Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Side 4
Breyttar aðstæður Fyrir margt löngu horfði ég á ameríska fréttaskýringaþátt- inn 60 mínútur. Par var til umfjöllunar einn af ríkustu mönnum Ameríku, miljarðamæringur sem sett hafði á sínum tíma á stofn tölvufyrirtæki sem hafði vaxið og dafnað á ógnarhraða og var á þeim tíma sem viðtalið átti sér stað eitt öflugasta fyrirtæki í ver- öldinni á sínu sviði. Aðspurður hvað ylli þessari miklu velgengni svaraði milj- arðamæringurinn að bragði: Það er númer eitt, tvö og þrjú, starfsfólkið mitt. Frá upphafi hef ég lagt megináherslu á að þeir sem fyrir mig starfa séu ánægðir i starfi og einkalífi. Ég hef stuðl- að að því með öllum ráðum að svo megi verða. Ég hefi komið upp í nágrenni við höfuðstöðvar fyrirtækisins, skólum, allt upp að háskólastigi. í hádeginu er stílað upp á að fjölskyldur snæði saman hádegisverð og eigi samverustund. Ég hef látið byggja upp fjölbreytta aðstöðu til alls kyns afþreyingar, allt frá tennisvöllum upp í golfvelli, bókasöfn, kvikmyndahús, leikhús, íþróttamið- stöðvar, eða m.ö.o hreinlega allt sem ég álít að stuðlað geti að velferð þeirra þúsunda sem fyrir mig vinna. Pegar ég að kvöldi vinnudags horfi á eftir starfsfólki mínu halda heim á leið þá er ég að horfa á eftir 95% af öllum mínum auðæfum. Þetta sagði einn af ríkari mönnum Ameríku og slíkt viðhorf vinnuveitandans til þeirra sem hjá honum starfa leiðir sjálfkrafa til þess að allir þeir sem njóta góðs af umhyggju hans og velvild gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda og efla það afkomu- lega öryggi sem þeir búa við um leið og þeir njóta þeirrar ánægju og gleði sem því fylgir að vera metinn að verðleikum. Ástæðan fyrir upprifjun þessarar frásagnar er sú að mér finnst að forsprakkar ísfensks atvinnulífs geti að skaðlausu skoðað sinn innri manna og metið hversu fjarri eða nærri þeir falla að þeirri mynd sem dregin er upp í þessari stuttu frásögn. Margt af því sem maður verður vitni að í íslensku atvinnulífi bendir til þess að í allt of mörgum tilvikum sé himinn og haf milli þess sem felst í boðskapnum hér að ofan og þess raunveruleika sem íslenskt launafólk býr við. Sígild spurning til skipstjóra sem sýnt hefur afburða árangur í starfi er: Flverju þakkar þú þennan frábæra árangur? Og sígilt svar við sömu spurningu er: Góðri og samhentri áhöfn. Rétt eins og á öllum öðrum vinnustöðum eru þessi gömlu sannindin það sem allt stendur og fellur með. Flöfum það ávallt hugfast og okkur mun vel farnast. Ég óska sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra sem og þeim öðrum sem leggja á sig að lesa þetta greinarkorn, gleðilegra jóla, árs og friðar. Árni Bjarnason Útgefandi: Völuspá, útgáfa, í samvinnu við I'armanna og fiskimannasamband íslands. Afgreiðsla og áskrift: 462-2515/ netfang, jonhjalta@hotmail.com Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjalfason, sími 462-2515, nelfang; jonhjalta@hotmail.com Byggðavegi 101 B, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587-4647. Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason ogjón Hjaltason. Forscti FFSÍ: Árni Bjarnason. P re n t v i n n s I a: G u l enbe rg. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag fslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipsljóra- og stýrimannafclögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðumesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og cr dreift til allra félagsmanna FFSÍ. Forslðumyndin: Menningarnótt í Reykjavík í dgúst 2006. Ægir í Reykjavikurhðfn. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýni eða hrós, tillögur um efnis- þætti og hugmyndir um viðtöl við áhuga- verða sjómenn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum; Raddir af sjónum. Netjið á, jonhjalta@hotmail.oom Mynd:Jón Kr. Friðgeirsson. 6 12 14 20 22 28 32 36 40 42 44 50 50 51 56 59 60 61 62 66 Formannaráðstefna FFSÍ. íslenskri farmannastétt að blæða út. Ályktanir, rabbað við Árna Bjarnason forseta og brot úr ræðu Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar. Ljósmyndakeppni sjómanna. Takið þátt. „Bretarnir skutu á okkur.“ Sigurður Þ. Árnason, fyrr- verandí skipherra hjá Landhelgisgæslunni, segirfrá uppvexti sínum í Reykjavík og upphafi sjómennskuferils síns. Björgum Óðni. Frá stofnun Hollvinasamtaka Óðins. Köbenhavn, skólaskipið sem hvarf með manni og mús. Aldrei spurst til 60 manna sem í áhöfninni voru. Captain Oskarsson, er nýútkomin ævisaga Kristjáns Hólm Óskarssonar. Hér segir meðal annars frá stríðs- átökum og grillveislu. Ólafur Ragnarsson kætist yfir tilboði bandarísks strand- gæslumanns. Málfundir um öryggismál sjófarenda 2005-2006. Ingimundur Valgeirsson lýkur hringferðinni í Vestmannaeyjum og Hafnarfirði. (shúsið í sókn. Greiðið fyrir eina kw en fáið fjórar. Sónar ehf, radar kallaður „Undri“ og vaktkerfi sem sendir SMS. Grenivíkurbátarnir, flotinn ósigrandi. Björn Ingólfsson segir frá Sjafnarútgerð og ræðir við Oddgeir ísaksson. Hilmar Snorrason siglir um netið. Jólavisa eftir Bjarna frá Gröf. Skipstjórnarmenn, hið gríðariega rit Þorsteins Jónssonar kynnt til sögu. Einnig er minnst á ritverkið, Útgerð og skip. Utan úr heimi Hilmars Snorrasonar. Jólakrossgátan. Þá eru það jólaforréttirnir í anda Friðriks V. Frívaktin Drápu Bretar skipverjana á Reykjaborg, Fróða og Pétursey? spyr Gestur Gunnarsson. Lausn á síðustu krossgátu. | Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.