Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 64
Fróðijrá Þingeyri kemur hinn 15. mars 1941 til hafnar í Reykjavík. Um horð eru líkfimm skipverja. Ljósmynd Skafti Guðjónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur ur er Eyjólfur kom inn í klefann, en auðséð var að kúlur höfðu hæft klefann, því að björgunarbelti Eyjólfs sem hékk uppi á veggnum, var orðið sundurskotið. Frá klefanum sást út á bátadekkið og kom Eyjólfur þar auga á þrjá skipverja er stóðu við björgunarbátinn. Voru þeir Þorsteinn Karlsson, Hávarður Júlíusson og Árelíus Guðmundsson. Stígvél Eyjólfs voru undir koju hans og beygði hann sig niður eftir þeim. í sömu andrá skall kúlnahrið á klefanum og þegar henni linnti var Guðjón stýrimaður fallinn. Eyjólfi varð litið út á bátadekkið. I’ar lágu nú mennirnir þrír í blóði sínu. Og enn magnaðist skothríðin. Þrumugnýr fyllti loftið og Eyjólfur taldi að bæði væri skotið af vélbyssum og fallbyssu á skipið. Hann skreið út úr klefanum og aftur að björgunarbátnum stjórnborðsmegin. Þar var fyrir Óskar Vigfússon kyndari, lifandi en illa særður. Þegar hér var komið sögu var kvikn- að í yfirbyggingunni á Reykjaborg. Stóð öll efri brúin í ljósum logum, en lengra fram á skipið varð ekki séð fyrir myrkri og reyk. Enn var það þó ekki tekið að sökkva. Eyjólfur skreiddist upp í björg- unarbátinn og sagði Óskari að koma með sér. En til þess hafði hann ekki þrek. í sömu svifum og Eyjólfur kom upp í bát- inn, dundi kúlnahrina yfir bátadekkið og kubbaði í sundur falinn sem hélt bátnum í afturdavíðunni. Féll þá skutur bátsins niður í sjóinn en báturinn hékk á stefn- isfalnum í framdavíðunni. Eyjólfur kast- aðist í sjóinn, en tókst að ná taki á borð- stokknum á björgunarbátnum og vega sig aftur um borð í hann. Skreið hann síðan aftur upp á bátadekkið og að björgunarf- leka sem þar var. Á leiðinni þangað varð hann var við Jón Lárusson, matsvein, sem fallið hafði þarna á bátadekkinu, Óskar kyndari komst ekki með Eyjólfi að flek- anum. Hann tók þann kostinn að skríða niður í bátinn, sem hafði nú losnað við skipið og maraði á kafi við skipshliðina. Eyjólfur sá að bakborðsbáturinn var enn á sínum stað, en greinilega orðinn gjöró- nýtur. Eldur var nú einnig kominn upp í klefanum fyrir aftan reykháfinn. Meðan á þessu stóð varð Eyjólfur var við kafbátinn. Hann virtist færa sig kring- um skipið, 30-40 faðma frá því, og reyna að hæfa mennina með byssum sínum. Engin þjóðerniseinkenni sáust á bátnum. Til þess var of dimmt. Reyndi Eyjólfur að færa sig til eftir því sem skotið var á skip- ið, og fékk hann ekki fleiri sár. Þegar árásin hafði staðið yfir í nær klukkustund, var eins og skipið fengi á sig mikinn slink, og eftir það byrjaði það að hallast og sökkva ört. Fór Eyjólfur þá upp á björgunarflekann og tók með sér þangað teppi sem Runólfur Sigurðsson hafði átt og lá á bátadekkinu. Þangað að flekanum kom einnig Sigurður Hansson, kyndari, sem hafði verið með Eyjólfi í brúnni þegar árásin hófst. Hafði Sigurður þá farið niður í vélarrúmið til Óskars, 1. vélstjóra, og sagt honum hvað væri um að vera. Skömmu síðar kom skot i gegn- um skipssíðuna sem eyðilagði ljósaleiðsl- una og einnig var gufurör hæft, þannig að gufan blés út og vélin stöðvaðist. Fóru mennirnir þá úr vélarrúminu og upp á þiljur. Sáu þeir strax að maður lá fallinn í ganginum fyrir framan afturgálgann og töldu að það væri Runólfur Sigurðsson. Ætluðu þeir að fara til hans, en þá dundi yfir kúlnahríð svo þeir urðu að hverfa frá. Leituðu þeir skjóls við spilið á þilfarinu, en þar urðu Óskar Þorsteinsson, 1. vél- stjóri, og Óskar Ingimundarson, kyndari, fyrir skotum örskömmu síðar og féllu. Þegar svo var komið leituðu þeir Sigurður og Gunnlaugur Ketilsson 2. vélstjóri, skjóls undir spiltromlunum, sinn hvoru megin. Urðu þeir þá varir við Ásmund 1. stýrimann, sem, kallaði til þeirra og spurði hverjir væru fallnir og særðir. Hafðist Ásmundur þá enn við í neðri brúnni og virtist ósár. Þarna undir spilinu fékk Sigurður skot í fótinn og einnig varð hann var við að skipið var farið að sökkva það mikið að sjór var farinn að fossa inn á þilfarið. Stóð hann þá á fætur og kallaði lil félaga síns. En Gunnlaugur svaraði ekki. Hann hafði orðið fyrir kúlu og var látinn. Skipið var komið að því að sökkva er Sigurður komst að flek- anurn. Eyjólfur og hann lágu þarna og sáu skipið rísa meira og meira að framan. Flekinn fór á flot og snerist í soginu frá skipinu. Svo hvarf Reykjaborg í djúpið. Kafbátsmönnum hafði tekist ætlunarverk sitt.“ Hitler vildi drepa alla Bandaríski blaðamaðurinn Clay Blair sem var kafbátsmaður á Kyrrahafi i síð- ari heimsstyrjöld, hefur skrifað bók sem heitir HITLES U-BOAT WAR. Ekki er neitt minnst á framangreindar árásir í bókinni. Þar segir af ferðum U 552 í febrúar og mars 1941 en hann lagði upp í leiðangur 22. febrúar og var á veðurvakt ásamt þremur öðrum bátum. Þjóðverjar höfðu árið 1936 skrifað undir alþjóðasamning um notkun kafbáta á stríðstímum (Submarine Protocol). í samningnum er ákvæði um að ekki megi sökkva skipum, öðrum en herskipum, nema öryggi áhafna sé tryggt. Ákvæðið var þannig að var að sökkva mátti skipum eftir að áhöfn var komin í björgunarbáta og öryggi hennar tryggt. Þýski flotinn túlkaði reglurnar á þann hátt að skip sem sigldu undir her- skipavernd, væru á ferð í hernaðarlegum tilgangi og því heimilt að ráðast á þau og einnig skip sem sigldu ljóslaus. Adolf Hitler boðaði flotaforingjana Erich Ráder og Karl Dönitz, á sinn fund 14 maí 1942 og lýsti áhyggjum sínum vegna flutnings á hergögnum yfir Atlantshafið. Hitler hafði komið það ráð í hug að kafbátsmenn dræpu eftirlifandi sjómenn í björgunarbátum, með því taldi hann að ekki fengjust menn á skipin. Flotaforingjarnir höfnuðu þessari hug- mynd Hitlers og svöruðu því til að ef hann útvegaði tundurskeyti sem virkuðu rétt þá þyrði enginn á sjó lengur. Torbay, hvaða skip var það? í ársbyrjun 1941 áttu Bretar undir högg að sækja í styrjöldinni, þeir höfðu á til- finningunni að íslendingar væru þeim andsnúnir. Hermálayfirvöld létu hand- taka forustumenn verkamannafélagsins Dagsbrúnar fyrir að dreifa bréfi þar sem hermenn voru beðnir að ganga ekki í verkamannastörf ef af boðuðu verkfalli yrði. Ritstjórar Þjóðviljans og blaðamaður voru handteknir vorið 1941 og settir í breskt fangelsi þar sem þeir máttu dúsa vikum saman fyrir litlar sakir. 64 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.