Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Side 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Side 60
Jóla-forréttir Nú þegar jólin nálgast eru eflaust margir teknir að velta fyrir sér kræs- ingum til að bjóða uppá yfir hátíðarnar. Hefðir ráða miklu um val á jólamat sem er bæði gott og skemmtilegt. Helst eru það forréttirnir sem fólk leikur sér með og margir breyta um forrétti á hverju ári á undan jólasteikinni eins og til dæmis ég og mín fjölskylda en við eldum alltaf forrétt úr humri en aldrei þann sama. Þar sem flestir hafa þunga steik, reykt kjöt eða villibráð, á jólunum hentar vel að nota fisk og sjávarfang í forréttinn. Hér á eftir eru hugmyndir að fisk-forrétt- um sem ég mæli með yfir hátíðirnar Hrár saltfiskur frá Katalóníu Fyrírfjóra 200 gr vel útvatnaður saltfiskur bein- og roðlaus 4 til 5 linir tómatar 2 hvítlauksgeirar 4 til 5 msk jómfrúarólífuolía 2 til 3 msk hvítvín Svartur pipar Aðferð Saltfiskurinn er rifinn niður í þægilega munnbita, settur i skál, tómatarnir skornir í tvennt og rifnir innan úr hýð- inu ofan í skálina. Hvítlaukurinn saxaður smátt og settur saman við ásamt olíunni og hvítvíninu. Þetta er síðan smakkað til með svarta piparnum, geymt í kæli í 1 til 2 tfma, en þá borið fram kalt með brauði. Djúpsteiktur humar með salthnetusósu Fyrir fjóra Átta stórir humarhalar (skelflettir en blaðkan ekki tekin af). Deigið 3 eggjahvítur 1/2 dl vatn 1 tsk sesamolía Salt og pipar 1/2 tsk sykur 100-150 g hveiti 1 tsk ger Fríðrik lætur ti! sín taka á Fiskideginum mikla á Dalvík. Aðferð Öllu hrært saman og látið standa í kæli í 4 klukkustundir. Sósa 1 dl salthnetur 1 hvítlauksgeiri (grófsaxaður) 1/2 rautt chilli (grófsaxað) 2 dl vatn Aðferð: Allt soðið saman við væga suðu þar til hneturnar eru orðnar mjúkar, eða u.þ.b. 30 mín. Maukið þá sósuna 1 mat- vinnsluvél, setjið í skál og haldið henni heitri yfir vatnsbaði. Þerrið humarinn vel og veltið því næst upp úr hveiti. Dýft í deigið og djúpsteiktur í meðal-heitri olíu. Leggið humarinn á bréfþurrku eftir steik- ingu og berið fram strax með sósunni og soðnum hrísgrjónum Hörpuskelfisksúpa (Clam Chowder ) Fyrir fjóra til sex. 50 g Iaukur (saxaður) 150 g tómatkjöt (skorið 1 teninga) 1 kg hörpuskelfiskur 150 g kartöflur (skornar í teninga) V4 dl smjör V2 tsk ferskt timjan 1 V2 1 fisksoð 5-6 tvlbökur 4 msk söxuð steinselja V* dl vermouth Laukurinn er svitaður í smjörinu. Kartöflurnar, tómatkjötið, timjan og vín sett út í og soðið í smástund. Þá er fisk- soðið sett yfir og allt soðið í u.þ.b. 15 mín. Setjið því næst hörpuskelina út í og sjóðið áfram í 5 -10 mín. Smakkið súpuna til með salti, pipar og steinselju og jafnið hana með vel muld- um tvíbökum. Berið fram með þeyttum rjóma og nýbökuðu brauði. í eldhúsinu hjá Friðriki V 60 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.