Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 51
 I SKIPSTJ ORNARMENN Rilverkið er safn rúmlega sjö þús- und æviþátta urn íslenska skipstjórn- armenn frá því Islendingar hófu að gera út þilskip með íslenskum skip- stjórum, allt frá þeim Páli í Selárdal og Eyvindi duggusmiði til þeirra sem lokið hafa skipstjórnarprófi á árinu 2006. Frá Stýrimannaskólunum í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Dalvík hafa rúm- lega sex þúsund skipstjórnarmenn lokið prófi. Auk þeirra eru í verkinu fjölmargir sem á nítjándu öld útskrifuðust frá slýri- mannaskólum erlendis eða fengu skip- stjórnarréttindi á námskeiðum víða um land og svo þeir sem voru frumkvöðlar sem formenn á vélbátum á fyrri hluta tuttugustu aldar. Mikill fjöldi mynda prýðir ritverkið og eru um 2.800 myndir í 1. bindinu af all- flestum þeim skipstjórnarmönnum sent þar er fjallað urn og einnig af skipum þeirra, skipshöfnum og störfum um borð í fiskiskipum og kaupskipum. Myndirnar sem tengjast hverjum og einum skip- stjórnarmanni segja meira en mörg orð, en fæstar þeirra hafa birst áður. Fjöhnargir ljósmyndarar hafa lagt verk- inu lið og skipstjórar og aðstandendur þeirra hafa lagt til mikið af merkilegunt ljósmyndum sem varðveita vel sögu sjó- manna þegar þær eru settar í samhengi við æviþættina. Ritið Skipstjórnarmenn Riiið Skipstjórnarmenn er mikið rit að vöxtum. Fyrsta bindið er 640 blaðsíður í stóru broti með um 2.800 ljósmyndum. Áformað er að allt ritverkið verði 6 bindi. Þorsteinn Jónsson rithöfundur hefur rit- stýrt þessu tnikla ritverki og tileinkar það föður sínum, Jóni Zophoníasi Sigríkssyni skipstjórnarmanni á Akranesi. Porsteinn hefur nú unnið að verkinu s.l. tíu ár en þó aðallega s.l. sex ár og þó að áhugasöm ritnefnd hafi staðið við bakið á honunt hefur hiti og þungi verksins hvílt á Porsteini. Porsteinn Jónsson hefur lagt hug sinn og hjarta í þetta verk sem hann hefur unnið af ótrúlegri elju. Á listilegan hátt fléttar hann saman sögu sjávarútvegs og sjósóknar, sigl- inga og útgerðar fiskiskipa og farskipa. Sem rauður þráður verksins er saga þeirra sem hafa verið á hafinu og þar borið ábyrgð á skipi og mönnum. Petta er saga íslenskra skipstjórnarmanna um ættir þeirra, fjöl- skyldur og uppruna. í texta og myndum bregður Þorsteinn Jónsson upp sögu sjávarútvegsins og þó ekki væri annað en söfnun og skönnun mörg þúsund mynda sem sýna þróun skipa, sjávarplássa og atvinnuhátta á íslandi s.l. 150 ár hefur Þorsteinn unnið hér afrek. Ótrúlegur fjöldi nrynda hefur verið skannaður eða um 200.000 rnyndir alls staðar að af landinu. Myndirnar sýna þróun skipa, bæði fiskiskipa og farskipa frá því um miðja 19. öld. Þegar ég sá hóp færeyskra skúta, tvímastraða kútt- era og þrímastr- aðar skonnortur, þar setnþær lágu í vari undir Eiðinu í Vestmannaeyjunr upplifði ég æsku mína. Þarna geymir ljósmyndin aðstæður eins og þær voru á vetrarvertíð við Vestmannaeyjar frarn undir miðja síðustu öld, þegar fleiri hundruð erlend fiskiskip voru á veiðum hér við land og leituðu vars þegar veður versnaði. Ekki var óalgengt að á annað hundrað skip lægju í vari við Eyjarnar, enskir, þýskir og franskir togarar ásamt færeyskum skútum og frönsk- urn frant undir 1930. Höfundurinn, Þorsteinn Jónsson, hefur sett metnað sinn i að vanda eins vel lil jrcssa verks og þcss er nokkur kostur með því að grafa upp nöfn á skipum og mönn- unt sem getur stundum reynst erfitt þegar áratugir hafa liðið síðan ljósmyndin var tekin. En nteð þessari elju er bókinni og myndinni gefið ennjrá rneira lif og gildi. Skipstjómarmenn er bókverk sem rnenn munu leita aftur og aftur í til þess að stytta sér stundir og leita þar fróðleiks og ánægju við upprifjun á fyrri tímum og átökum íslenskra sjómanna við liafið. Þetta er ntikils virði eyþjóð senr býr í landi hafi girtu. Það er ástæða til jressa að óska höfundi til hamingju með jretta fyrsta bindi, en þó sérslaklega öllum íslendingum að hafa með því eignast ómetanlegt framlag til sögu sjávarútvegs og siglinga á íslandi sem er jafnfratnt saga sjómanna og þá sérstaklega islenskra skipstjórnarmanna. Guðjón Ármann Eyjólfsson Færeyskar skútur liggja í vari undir Eiðinu í Vestmannaeyjum. Ljósm.: Stefán Nikulásson. Sjómannablaðið Víkingur - 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.