Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 12
¥ • / 11
LjosmynaaKeppm
Sjómannablaðsins Víkings
Nú líður brátt að lokum
fimmtu ljósmyndakeppni
Sjómannablaðsins Víkings en
lokaskilafrestur er 31. desember
næstkomandi. Á undanförnum
árum hefur fjöldi þátttakenda
stöðugt aukist og myndaflóran
er orðin gífurlega fjölbreytt.
Eins og áður er keppt um þrenn
innlend verðlaun en 15 bestu
myndir keppninnar fara síðan í
hina Norrænu ljósmyndakeppni
sjómanna sem að þessu sinni
verður haldin í Finnlandi í
febrúar.
Dómnefnd Sjómannablaðsins Víkings
er skipuð þremur mönnum sem velja
vinningsmyndirnar, auk tólf annarra
mynda sem síðan halda áfram og taka
þátt í norrænu keppninni. Þar mun
þriggja manna dómnefnd velja bestu ljós-
myndir norrænna sjómanna fyrir árið
2006. í þeirri keppni taka þátt danskir,
sænskir, norskir, finnskir og íslensk-
ir sjómenn en einnig er búist við að
Færeyingar verði og með í fyrsta sinn.
Reglur keppninnar eru svohljóð-
andi:
• Allir sjómenn á norrænum skipum geta
tekið þátt í keppninni.
• Ljósmyndari þarf að hafa verið í skip-
rúmi á síðustu árum. Ein ferð nægir til
að öðlast þátttökurétt.
• Höfundur myndar telst sá sem ýlir á
afsmellarann á myndavélinni.
• Myndirnar þurfa ekki að vera teknar
um borð í skipum eða við sjóinn, allar
myndir eru gjaldgengar.
• Myndirnar þurfa ekki að hafa verið
teknar á árinu heldur geta menn kafað
í ljósmyndasafnið sitt eftir efnilegum
myndum.
• Myndir skal senda inn í pappírsformi
og er æskileg stærð mynda 20x30 en
þó ekki skilyrt.
• Stafrænar myndir skulu einnig sendar á
geisladiski í mestu gæðum.
• Hver keppandi má senda inn allt að 15
myndir.
• Allar ljósmyndir skulu merktar ljós-
myndara.
• Með hverri mynd skal vera stutt lýsing
á myndinni þar sem henni er gefið nafn
sem og hvar og hvenær hún var tekin.
Þá skal upplýst á hvaða skipi ljósmynd-
ari var á.
Sjómannablaðið Víkingur áskilur sér
rétt til að birta allar myndir sem sendar
eru inn í keppnina án endurgjalds. Þær
myndir sem fara áfram í norrænu keppn-
inni áskilja þau velferðatímarit norrænna
sjómanna, sem eru aðilar að keppninni,
sér rétt til að birta án endurgjalds.
íslenskum sjóljósmyndurum hefur
vegnað ágætlega í þeim fjóru norrænu
keppnum sem Sjómannablaðið Víkingur
hefur tekið þátt í til þessa.
Um leið og þið virðið fyrir ykkur
þessar þrjár ljósmyndir úr keppn-
inni 2005, vill Víkingurinn hvetja alla
sjómenn til dáðríkra verka bak við
myndavélina en myndir skulu sendar til
Sjómannablaðsins Víkings merktar:
Sjómannablaðið Víkingur,
Ljósmyndakeppni 2002
Borgartúni 18
105 Reykjavík
Einnig er hægt að senda stafrænar
myndir rafrænt á iceship@heimsnet.is en
hafa ber i huga að einnig þarf að senda
þær myndir á diski til blaðsins.
Látið nú hendur standa fram úr ermum
og missið ekki af þessu tækifæri.
Örvænting ejtir Jón Pál Ásgeirsson.
12 - Sjómannablaðið Víkingur