Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 18
Varöskipið María Júlía kom til landsins i apríl 1950 og var við landhelgisgœslu, björgunarstörf, bátagxslu, fiski- og hafrannsóknir ogfleira uns hún var seld til Patreksfjarðar 1969, faUbyssan tekin niður og henni breytt í fiskiskip. svefnleysi. Af einhverjum ástæðum festist þessi hugsun í huga mér. Að lokinni vetrarvertíðinni tókum við að undirbúa síldveiðarnar en Hrönnin hafði veitt með hringnót sumarið áður. Við fórum frá Sandgerði um miðjan júní, komum við á Bíldudal til að sækja nýjan hringnótabát sem Gíslijónsson bátasmiður hafði smíðað fyrir okkur. Síðan var haldið áfram til Siglufjarðar en ákveðið var að við legðum upp aflann hjá síldarverkunarstöðinni Sunnu. En þetta sumar varð líkt sumrinu á undan, silfur hafsins lét lítið á sér kræla og þegar við komum til Sandgerðis í byrj- un september vorum við litlu fjáðari en í byrjun vertíðar. Eitthvað sinnaðist okkur Guðmanni skipstjóra þarna um sumarið og falaðist hann ekki eftir mér aftur. Mótoristinn Ég settist nú upp hjá móður minni á Framnesveginum í Reykjavík. Eitthvað hlýtur yfirmanna-draumurinn að hafa verið vaknaður hjá mér því að ég notaði nú tækifærið og dreif mig á mótornám- skeið hjá Fiskifélagi íslands sem ég lauk með góðri einkunn í janúarlok 1947. Og nú var komið að því að ég fengi mína fyrstu yfirmannsstöðu. Þórhallur Gislason, frá Setbergi i Bæjarstaðahverfi á Miðnesi, var þá að byrja skipstjóraferil sinn en hann hafði verið vélstjóri á Hrönninni þegar ég var þar háseti. Ég réðst nú til Þórhalls sem 2. vélstjóri eða mótoristi á 22 tonna vélbát, Muninn Gk, en Guðni heitinn Jónsson hafði stýrt honum til margra ára við mik- inn orðstír. Hér verð ég að gera örlítinn hlykk á bænina því að mig rámar í að Kristófer Oliversson hafi byrjað með bátinn en Þórhallur tók svo mjög fljótlega við honum. Ekki man ég hvernig stóð á þess- um mannaskiptum. Þrátt fyrir glæsta fortíð taldist Muninn ekki með betri skipum sem gerð voru út frá Sandgerði. Til þess var hún of smá og öldruð. En Þórhallur sótti stíft og gaf stærri bátunum ekkert eftir. Einn róður varð mér öðrum minn- isstæðari. Maður fyrir borð Það var í byrjun mars að við sigldum í norðvestur frá Sandgerði rétt eftir mið- nætti. Norðaustan stinningskaldi var á og sigldum við með flotanum í norðvestur frá bænum og vorum komnir á miðin eftir um það bil eina og hálfa klukku- stund. Tók þá lagningin við. Ég var við lagningarkallinn, annar var í færunum og Benóný, bróðir Þórhalls skipstjóra, færði balana til min. Þegar lagningu lauk var skollinn á norðaustan stormur og mikill sjór. Benóný hafði ekki gefist tími til að skorða alla balana og gengum við nú allir í það verk. Benóný gekk á eftir tnér fram eftir stjórnborðsganginum. Þegar ég er kom- inn fram undir forvantinn og Benóný er við spilið skellur mikill brotsjór á bátnum sem leggst þegar á hliðina. Ég rétt náði að henda mér á uppstillingarpolla og greip um hann dauðahaldi. Þegar báturinn rétti sig aftur kallaði Þórhallur skipstjóri og spurði hvort ekki væru allir um borð. Ég kallaði til baka að Benóný vantaði. Síðan hljóp ég fram eftir bátnurn stjórnborðsmegin og þegar ég leit út fyrir borðstokkinn sá ég Benóný í sjávarskorpunni rétt við bátshliðina. Ég teygði mig niður til hans en það vantaði eitt eða tvö fet að ég næði til hans. Síðan hvarf hann undir bátinn og við misstum af honum. Á leiðinni fram bátinn hafði ég farið franthjá goggabretti þar sem stóðu upp á endann einir þrír eða fjórir goggar. Ef ég hefði aðeins gripið einn þeirra með mér! Það munaði svo skelfing litlu að ég næði til Benónýs. En það er gott að vera vitur eftir á. Eftir þennan hræðilega atburð færð- ist doði yfir áhöfnina og mér er til efs að Þórhallur hafi nokkru sinni orðið samur maður aftur. Veiðar á Faxaflóanum Leið nú hratt að því að ég réðist til Landhelgisgæslunnar sem ég ætla ekki að fjölyrða um að sinni. Mig langar þó í lokin til að láta eina minningu fljóta hér með, sem er raunar ekki mín. Þannig var að fyrsta verkefni mitt hjá Gæslunni var að sinna landhelgisgæslu í Faxaflóanum. Það var ekki annað hægt en að dást að körlunum sem við áttum að passa upp á. Margir þeirra voru hreinir snillingar að toga í kringum hraunið í Faxaflóanum. Aflinn réðst af þvi hversu nálægt hraunjaðrinum þeir komust, því nær því meiri afli. Sums staðar var hægt að draga inn í hraunið en það hét að fara inn í forirnar og mátti heita að afli brygðisl aldrei í þessum rennum og sandpollum sem voru í hrauninu. Löngu seinna, þegar ég var orðinn skipherra á Maríu Júliu, vorum við sendir til fiskirannsókna á Faxaflóanum. Golt ef Aðalsleinn Sigurðsson var ekki leiðang- ursstjóri. Þá hitti ég aftur einn af þessum skip- stjóruin sem við höfðum forðum haft auga með á Faxaflóanum - mig minnir að hann hafi heitið Nikulás Jónsson - og var hreinn töframaður við veiðarnar á flóan- um. Mér kom því ekkert á óvart að hann skyldi veljast til að vera fiskilóðs í þessari ferð okkar. Nikulás sagði mér nánar af þessum veiðum á Faxaflóanum. Karlarnir hefðu togað norður með hrauninu, á milli þess og Akraness, áður en þeir sneru í vestur. Nikulás sagðist hafa átt ákveðið mið í landi sem sagði honum hvar átti að snúa inn í forirnar þar sem fiskur brást sjaldan eða aldrei. Svo var það einhverju sinni að hann var staddur í forunum og fékk þá flugu í höfuðið að reyna að toga yfir hraunið, vestur í Þórðarfellskrika sem er norðaust- ur af Garðsskaganum. „Ég gat logað í 5 eða 10 mínútur en þá sat allt fast,“ sagði Nikulás. „Þá var híft og í trollinu voru þrír pokar af fiski. Svo færði ég mig aðeins lil hliðar í hraun- jaðrinum, kastaði aftur til vesturs og tók stefnuna þvert yfir hraunið. Eftir tíu ntín- útur eða svo sat allt fast. Ég hífði og það var eins og við manninn inælt, í vörpunni voru þrír pokar af fiski. Þetla gerði ég svo í þriðja sinnið og allt fór á sama veg en þá voru karlarnir á dekkinu farnir að gefa mér auga. Þeir voru greinilega teknir að velta fyrir sér hvort kallinn væri orðinn vitlaus. Hann gæti ekki lengur togað inn í forirnar án þess að festa. Ég lagði því ekki í að kasta i fjórða sinnið enda þótt þessi aðferð gæfi afar góðan afla. Ég togaði því austur úr rennunum á hefðbundnari slóðir.“ 18 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.