Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 17
haldið á miðin. Oftast tók siglingin þang- að um eina klukkustund og aðra klukku- stund tók að leggja línuna. Síðan var beðið í einn eða einn og hálfan tíma en þá var byrjað að draga. Afli var nær alltaf góður, þetta 3 til 6 skippund en 1 skipp- und er 500 kíló. Undantekningarlaust var þetta þorskur og það fallegur þorskur. Þegar komið var að landi var fiskurinn yfirleitt seilaður og seilarnar dregnar eins ofarlega í fjöruna og hægt var. Þá var fisk- urinn tekinn á bakið og borinn upp að aðgerðarþrónum þar sem gert var að og vaskað. Bera þurfti allan sjó til fiskþvott- arins en þegar honum lauk var aflinn settur á bíla. Þá hófst beitningin sem stóð kannski i tvær eða þrjár klukkustundir en þegar dagsverkinu lauk var liðið að miðnætti og unglingur eins og ég búinn að fá nóg. Mikið óskaplega var maður stundum orðinn þreyttur þegar leið á kvöldið. Annars er mér kuldinn minnisstæð- astur frá þessum tíma. Hann ætlaði allt og alla að drepa en viðurværið var gott. Anna, kona Metúsalems, og Lúlla, kona Sigurbjörns, hugsuðu vel um okkur og gáfu mér góðan og hollan mat. Annars hefði óharðnaður unglingurinn aldrei náð að klára þetta. Mér hefur alltaf þótt merkilegt að hugsa til þess að ég skuli hafa náð því að taka þátt í þessum vinnubrögðum, sérstaklega fiskburðinum. Þeir eru ekki margir núlifandi íslendingarnir sem hafa verið í slíku verki. Línuveiðar Ég var nú kominn á bragðið og tók því fegins hendi þegar Sigurbjörn útveg- aði mér pláss hjá Magnúsi Bergman frá Fuglavík á Miðnesi en hann var þá að hefja skipsstjórnarferil sinn. Mér þótti þetta mikil upphefð að vera orðinn háseti á 22 tonna vélbáti, sá hét Hákon Eyjólfsson GK, en eigendur hans voru svokallaðir Meiðastaðabræður í Garði, Jón og Guðlaugur. Ég mætti til skips snemma í janúar. í upphafi vertíðar var róið með 34 til 36 bjóð af línu. Þetta var mér alveg nýr heim- ur. Verbúðalífið átti vel við mig en miklar vökur þreyttu mannskapinn. Stundum rétt náði maður að henda sér í þrjár eða fjórar klukkustundir áður en haldið var á miðin. Og enn hélt sjóveikin áfram að plaga mig. En þetta vandist allt saman. Vélin í Hákoni vandisl hins vegar ekki. Þetta var ný vél, framleidd í Bandaríkjunum. Mönnum gekk illa að tjónka við hana og þar kom eftir um það bil 25 róðra að hún gafst upp og var bátnum þá lagt. Þá fór ég á vélbátinn Garðar sem gerður var út frá Keflavík. Þar var önnur regla á hlutunum. Við bjuggum um borð en borðuðum í landi. Erfiðið var heldur meira þvi fastar var sótt en að sama skapi gafst meiri tími til svefns því að kojurnar okkar voru um borð. Eins og ég sagði hér á undan var fram- an af ári róið með 34-36 bjóð en í byrjun mars var þeim fjölgað upp í 46 til 48. Skammdegið var tekið að hörfa, daginn að lengja og veður að skána. Við höfðum því rneiri tíma á miðunum til að sinna veiðiskapnum. Hvert bjóð var þá með 450 króka sem skýrðist af því hversu línuásinn (sísall) var sver. Hefðbundinn krókafjöldi varð síðar 500 en um 1 faðmur (1,95 m) var á milli króka. Áhöfnin hjá okkur var skipuð eins og á öðrum línubátum þessara ára, skipstjóri, stýrimaður, vélstjóri og þrír hásetar. Við lagningu voru allir uppi. Síðan tók baujuvaktin við og var þá aðeins einn Maria Júlia aö veiðum. á vakt, oftast háseti. Strax og birti var byrjað að draga og voru þá yfirleitt allir á þilfari. Línudrátturinn gat tekið 8 til 10 klukkustundir eða jafnvel lengur. Veðrið réði mestu en einnig botninn. Væri hann harður slitnaði oftar og þá urðu tafir. Ég var á línuveiðunum fram i mal eða út vertíðina. Afli var góður og veðrið þokkalegt. Verður líf mitt strit myrkranna á milli? Um sumarið fór ég á vélbátinn Geir goða GK sem var 60 tonna eikarbátur og nokkuð kominn til ára sinna. Eigandi hans var Loftur Loftsson útgerðarmaður en skipstjóri Jón Jóhannsson, sem bjó að Sjónarhóli i Sandgerði. Eyjólfur bróðir minn hafði verið hjá Jóni og útvegað mér þetta pláss. Við héldum til síldveiða með þunga og lítt meðfærilega herpinót. Sextán karla þurfti til að ráða við hana og tvo nótabáta sem voru ekkeri annað en heldur þungir og illa lagaðir árabátar. Engar davíður voru á Geir goða, sem var engan veginn einsdæmi um síldarbáta þessara ára, og urðum við því ávallt að draga nótabátana á eftir okkur. Þetta sumar var dauft yfir síldveið- unum. Það var helst að hringnótabát- arnir fengju eitthvað en þeir voru rniklu liprari við veiðarnar. Engurn duldist að herpinótin var barn síns tíma og að senn myndi hún hverfa úr sögunni og hring- nótin verða allsráðandi. Ekkert rættist úr aflabrögðunum og þegar vertíðinni lauk fór ég heim til Reykjavíkur með kauptrygginguna eina upp á vasann sem voru næsta lítil laun eftir heilt sumar á sjó. Um haustið réði ég mig til Guðmanns Grímssonar, frá Sandvík í Sandgerði, sem var þá nýtekinn við Hrönn GK 240 sem Egill Þorfinnsson skipasmiður í Keflavík hafði smíðað einu eða tveimur árum fyrr. Þetta var eftirsótt pláss og ég prísaði mig heldur betur sælan að hafa hreppt það. Róðrar hófust frá Sandgerði strax í byrjun janúar. Það var töluvert kapp í mannskapnum. Við ætluðum að blanda okkur í toppbaráttuna en urðurn að lokum í 4-5 sæti yfir aflahæstu bátana með tæp 600 tonn minnir mig, eða um 1.150 skippund, en hæstu bátarnir voru með um 100 tonnum meiri afla en við. Sérstakir landntenn, sex talsins, sáu urn að beita, flelja fiskinn og salta en í landlegum stóðum við sjómennirnir í því upp fyrir haus að rífa upp saltfisk og umstafla og þegar á leið að pakka honum til útflutnings. Frídagarnir urðu afskaplega fáir þessa vertíð ogjafnvel engir. Við fórunr 63 róðra í nánast einni lotu og ég velti því fyrir mér hvort líf mitt ætti eftir að verða svona framvegis, eilíft strit, þreyta og Sjómannablaðið Víkingur - 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.