Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 54
Ábyrgð skipstjórans Sumarið 1930 var Egill Jóhannsson skip- stjóri á mb. Brödrene frá Siglufirði. í Sjómannadagsblaðinu 1980 rifjaði Egill upp óvenjulegt atvik um borð í Brödrene: „Tímanlega á vetíðinni, man þó ekki hvaða dag, héldum við út frá Siglufirði árla morguns, því að þar var bækistöð bátsins og þar var þá einna helsta veiðivon. Veðrið var líka gott, logn og blíða. Þess má geta að talstöðvar voru ekki komnar þá, að minnsta kosti ekki í minnstu síld- arbátana og Brödrene var því talstöðvarlaus og þess vegna ekki hægt að hafa samband við land, frá bátnum úti á sjó. Segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en vestur á Skagagrunni, að stýrimaðurinn sem átt hafði erindi fram í lúkar eða hásetaklefann en þar bjuggu hásetarnir, kom mjög alvarlegur inn í stýrishúsið til mín og tjáði mér að einn hásetinn væri mjög illa haldinn og með miklum stunum og kveinstöfum vegna þess að hann gæti ekki pissað og lét um leið þá skoðun sína í ljós að nauðsynlegt mundi að fara með manninn til lækn- is. Þetta kom mér vitanlega mjög illa. Við vorum rétt að komast á síldarmiðin, gátum séð til skipa vestar á grunninu, en dagurinn hinsvegar alveg ónýtur ef fara þyrfti með manninn til Siglufjarðar, en þangað var stytsta leið til læknis og það mundi taka minnst 5 tíma hvora leið. Skipin voru sem sé ekki eins hraðskreið þá, eins og nú á tímum, og þar að auki 2 bátar í eftirdragi, því að þann veg var síldin veidd fyrir 50 árum síðan. Ég sagði því við stýrimanninn að koma með piltinn aftur í svo við gætum athugað hvort eitt- hvað væri hægt að gera fyrir hann. Svo lét ég stöðva vélina til þess að lengja ekki leiðina til lands ef nauðsynlegt reyndist að fara þá leið. Ég hafði áður en vertíðin byrjaði, séð um að öll lögboðin lyf, umbúðir og áhöld væru til staðar í meðalakassanum, þar með talin þvagpípa sem auðvitað hlaut að vera notuð við einmitt svona tilfelli. Ég hafði að vísu ekki handleikið svoleiðis áhald í lækningaskyni áður, en varla gat það verið vandasamara fyrir mig en aðra ófaglærða, og því þá ekki að reyna. Svo kom stýrimaðurinn með hásetann, sem bar sig mjög illa og stundi mikið. Þetta var ungur maður 19 ára og mig minnir vel vaxinn og kraftalegur þó að hann bæri sig illa í það sinn. Hann sagðist vera búinn að reyna eins og hann lífsmögulega gæti, en að sér væri ómögulegt að losna við einn einasta dropa, og nú væru þrautirnar að verða svo miklar að hann þyldi ekki við og yrði því eitthvað að gera strax. Ég fór með piltinn niður í káetuna, en þar hafði ég mína bækistöð og þar var meðalakassi skipsins geymdur. Lét ég piltinn klæða sig úr að neðanverðu og fór svo að fara höndum um þvagrásargöng þessa ungmennis, rifjandi jafn- framt upp í huganum það litla sem prófessor Guðmundur Hannesson hafði kennt mér um meðhöndlun þess háttar tilfella þegar ég var í Stýrimannaskólanum og komst, eða þóttist kom- ast að þeirri niðurstöðu, að þvagblaðran væri orðin mjög þanin og leiðslan alveg stífluð. Úr 'því að þvagpípan var til staðar fannst mér alveg sjálfsagt að gera með henni lækningatilraun á manninum því varla gat það gert mikinn skaða að reyna. Ég kallaði því á kokkinn sem var í nánd og fékk honum þvagpípuna og bað hann að sjóða hana í hreinu vatni í 5 mínútur og færa mér hana síðan í hreinu íláti, svo bað ég stýrimann- inn að hafa blikkfötu við hendina til þess að taka við vökvanum, ef þetta gengi eins og ég vonaði, þvoði mér síðan rækilega um hendur eða eins vel og ég gat. Gúmmíhanskar voru ekki til og ekki fáanlegir þá og ég held, að minnsta kosti ekki tilheyrandi reglugerð um innihald meðalakassa fyrir svona lítið skip og þess vegna varð að fram- kvæma verkið með berum höndum. Þegar þvagpípan var búin að sjóða tilsettan tíma færði kokkurinn mér hana á fati sem hann hafði hreinsað vel og skyldi svo aðgerðin hafin. Fyrst smurði ég pípuna vel og vandlega með sáravaselíni sem var með í meðalakassanum, og fór svo að reyna hvernig mér gengi að koma þessu inn í þvagrásina, stýrimaðurinn stóð við hlið mína, með fötuna tilbúna ef eitthvað kæmi og svo voru tveir aðrir af skipshöfninni sem stóðu á gólfinu og horfðu á. Annars voru hinir skipverjarnir allir eða fiestir á káetuglugg- anum, en hann var í þaki káetunnar, til þess að sjá aðfarirnar, því að flestum þeirra hefur þetta sjálfsagt verið nokkur nýlunda. Mér til mikils hugarléttis virtist þetta ætla að ganga vel. Ég ýtti þvagpípunni með mikilli varúð inn í þvagrásina og gekk það þegjandi og hljóðalaust þar til hún var komin svo langt að blöðruhálskirtlinuin átti að vera náð, en þá kom fyrirstaða. Ég ýtti þá þvagpípunni inn með þó nokkru átaki sem varð til þess að pilturinn rak upp mikið sársaukakvein og dróg ég þá pípuna lítið til baka svo að ópinu skyldi linna og reyndi svo aftur með nokkru rneira átaki en í fyrra skipt- ið með þeim afleiðingum að fá ennþá sárara vein frá aumingja manninum. Örlítið hafði pípan komist lengra inn en við fyrstu mótstöðu og gaf það mér von um að ekki væri nema herslumunurinn eftir. Líklega hafði einhverskonar bólga hlaupið í blöðruhálskirt- ilinn og þanið hann út og að af því stöfuðu þessi þrengsli og sársauki og því yrði að gera eina tilraun enn. Eftir örlítið hlé ýtti ég svo pípunni snögglega inn með enn meira átaki en ég áður hafði viðhaft. Aðeins örlítið virtist mér þvagpípan komast lengra inn en áður þó varla merkjanlegt en pilturinn rak upp svo nístandi sársaukakvein að líklega hefur skipshöfnin haldið að ég væri á góðum vegi með að sálga honum, að minnsta kosti hafði einn orð á því að ekkert vit væri í því að kvelja manninn svona, það yrði að fara til læknis með hann strax. En mér fannst ég ekki mega hætta nú eftir að vera búinn að eyða dýr- mætum tíma til einskis, en ég var þess fullviss að haftið sem stíflaði þvagrásina væri ekki langt og hlyti því að taka enda. Mig óaði við þeim þján- ingum sem aumingja maðurinn yrði að þola í að minnsta kosti 5 klst. og hvernig mundi blaðran líta út þá. Ég ákvað því að reyna enn. Til þess að vera viss um að þvagpípan væri nógu hál í rásinni, dró ég hana út og smurði hana enn betur með sáravaselíni, skoðaði hana vand- lega um leið, sá hvergi vætla fyrir blóði og taldi ég það sönnun þess að enginn skaði væri skeður og gerði svo nýja tilraun. Þetta gekk allt vel þar til kom að stíflunni aftur, ýtti ég nú með enn meiri þunga en áður á þvagpípuna og fékk um leið það óskaplegasta skaðræðisvein úr mann- inum að ég hefi ekki heyrt annað verra, enda ætl- uðu augun alveg út úr andlitunum á glugganum, hafa sennilega haldið að nú væri ég að fullkomna banatilræðið, enda heyrði ég eina rödd segja, „ætlar mannhelvítið að drepa drenginn“? Aftur dró ég pípuna til baka til að losna við veinið, örlítið hafði pípan gengið lengra inn, þó aðeins merkjanlegt. Með skírskotun til þess sem ég hafði lært um þessi mál, átti endi þvagpípunn- ar að vera rétt við blöðruopið og hlaut því að nást í gegnum við næsta átak, ef ég væri á réttri leið. Sú örskotshugsun greip sem sé huga minn. Er það mögulegt að pípan hafi tekið skakka stefnu, og að ég sé að gera einhverja óhæfu? Mér fannst það ólíklegt, en ekki var það útilokað. Ekkert blóð hafði verið í pípunni þegar ég dró hana út til að smyrja hana í annað sinn en það gat óneit- anlega verið komið nú, þó ég væri ekki farinn að verða var við það ennþá. Úr því sem komið var sá ég þó ekki aðra leið en þá, að gera eina tilraun enn og hún yrði að gerast strax, því að á meðan ég var að velta því fyrir mér hvernig á því stæði að ég næði ekki haft- inu úr, komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hefði verið of mjúkhentur í fyrri skiptin vegna ópanna úr piltinum og sem ollu því að ég gaf strax eftir. Nú skildi ég ekki hirða um þau. Ég sá á andlitum skipshafnarinnar, að þaðan mundi ég mega eiga von á mótstöðu, ef ópunum ekki linnti. Ég flýtti mér því að finna það tak á lim piltsins að þvagrás- in yrði sem beinust að hægt væri, stakk svo þvagpípunni nýsmurðri inn í þvagrásina og þegar að stíflunni og sárindunum kom andaði ég að mér og stóð svo á öndinni á meðan ég ýtti þvagpípunni inn með öllum þeim þunga sem ég gat komið við. Auðvitað rak pilturinn upp alveg skaðræðis vein og var ég eiginlega rétt að því kominn að gefa eftir og hætta þegar þvagpípan allt í einu var laus. Hún var kominn inn úr haftinu, enda lét vökvinn ekki á sér standa og fatan tilbúin. Feginleikastuna leið frá brjósti hins unga manns þegar hann fann þrýstinginn á blöðruna minnka og sárindin hverfa og andlitin hurfu af glugganum, þetta var ekki lengur spennandi. Ég giska á að um 4 sekúndur hafi liðið á meðan þvagrásarhaftið var að rofna, en það fannst mér langur tími. Eftir að þvagblaðran var tæmd dró ég þvagpípuna út, því að hún þurfti að sótthreinsast.Ég skoðaði hana um leið og kom þá í ljós að örsmáar rauðar tægjur höfðu fest sig við opið á þvagpípunni og sýndi það að pípan eða pípuendinn hafði farið í gegnum einhvern samgróning en blóð sást ekkert og það þótti mér vænt um, því að með því var ég viss um að ég hafði ekki gert neinn skaða.“ Sören Goos var síldarverksmiðjueigandi á Siglufirði oggerði m.a. út mb. Brödrene og var Egill Jóhannsson skip- stjóri á honum þegar einn háseta hans þurfti nauðsynlega aðstoð vegna þvagteppu, sem Egill leysti eins og alvanur lœknir. 54 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.