Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 45
Fimmta Sjöfnin kom árið 1989. Þá tóku þeir félagar stórt skref, seldu eik- arbátinn og keyptu 201 brl. stálskip frá Hornafirði, Akurey SF 31. Oddgeir var ekki ókunnugur þessu skipi, hafði áður stýrt því á tveimur vetrarvertíðum i Grindavík meðan þriðja Sjöfnin var í smíðum í Vör. Þá hét það Þórkatla II GK 197. Við þessi skipti eignaðist Kaldbakur hf. 10% hlut í fyrirtækinu og Sjöfn sf. var breytt í Hlaðir hf. Við gjaldþrot Kaldbaks hf. 1994 færðist eignarhlutur þess yfir á Sænes hf. Síðasta skipið kom 1998. Þá fengu Hlaðir hf. annað stálskip og stærra í skiptum við Samherja hf. Það var 256 brl. stálskip sent hét Sæljón SU. Nafnið var fært yfir og þar var komin Sjöfn hin sjötta og síðasta og fékk einkennisslafina EA 142. Eins báts Sjafnarmanna er ógetið. Það var átta tonna plaslbátur, Kópur ÞH 90 sem þeir áttu 1987-1992. Oddgeir reri á honum tvö sumur, eitt sumar var hann leigður öðrum. Verkaskipting Sjafnarmanna var þannig að Vilhjálmur sá um vélarrúmið en Erhard og Oddgeir stóðu til skipt- is í brúnni. Þar hefur líka staðið Gísli Jóhannsson mágur Oddgeirs sem Iengi hefur verið með þeim sem stýrimaður, stundum sem skipstjóri. Oddgeir var skipstjóri númer eitt og tók vetrarvertíð- arnar. Þá var Erhard í landi en á rækju- veiðinni höfðu þeir verkaskipti. Síðustu ár hefur fjórði æltliðurinn, Gísli Gunnar Oddgeirsson fengið að máta skipstjóra- stólinn tíma og tíma. Ekki stóð til að fara að selja Sjöfn EA 142 þegar hún fór á vertíð á Breiðafirði um síðuslu áramót. Að því var stutt- ur aðdragandi. Þeir mágar fengu gott tilboð í skipið sem þeir urðu að íhuga vel. Niðurstaðan varð sú að þar sem fyr- irsjáanlegt væri að þeir mundu ekki ald- urs vegna geta haldið þessari útgerð úti mörg ár i viðbót, þótt áhuginn væri ekk- ert farinn að dala, væri skynsamlegasl að grípa þetta tækifæri. Oddgeir, 60 ár á sjónum Oddgeir ísaksson var 72 ára þegar hann fór á vertíðina í ársbyrjun grunlaus um að sú yrði hin síðasta. Starfsþrekið var ennþá nóg og sinnan ekki minni þótt hann hefði þegar skilað ærnu æfistarfi; 60 ár á sjó, þar af við stýrið í hálfa öld. Eftir að hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum vorið 1956 var hann stýrimaður þrjú fyrstu árin en skipstjóri æ síðan. Fjögurra ára stóð hann í fjörunni þegar karlarnir ýttu árabátnum frá og grenjaði hástöfum yfir því óréttlæti að fá ekki að fara með. Níu eða líu ára fór hann að fara reglulega á sjó með föður slnum á Kóp. Meðan fsak dró línuna stóð Oddgeir við stýrið og lagði í bak eða stjór eftir fyr- Haraldur ÞH, afhonum var landað fyrsta ajlanum sem lagður var upp hjá frystihúsi Kaldhaks hf. 17. janúar 1968. irsögn föður síns eða sneri sveifinni sem skipti úr áfram í afturábak. Þrettán ára var hann sendur einn á Kóp til Akureyrar snemma hausts. Spáð var norðan áhlaupi og karlarnir voru hræddir um trilluna og vildu koma henni í öruggt lægi inni á Akureyri. Þeir voru hins vegar svo upp- teknir sjálfir að þeir sendu strákinn, vissu að hann kunni þetla allt. Fimmtán ára var hann kominn á síld sem háseti á Verði TH 4. Þá stýrði hann bálnum eitt sinn með tvo snurpubáta aftan í út fjörðinn frá Akureyri í svarta- myrkri ineðan aðrir í áhöfninni sváfu. Þegar hann kom út fyrir Skæluna fannst honum rétt að slá af og vekja skip- stjórann til að leggja að bryggjunni á Grenivík. í tilefni þessara timamóta var Oddgeir beðinn að svara nokkrum spurningum. Það hefur vœntanlega aldrei vakað annað fyrir þér en verða sjómaður? Síðan ég man fyrst eftir mér hef ég verið með allan hugann á sjónum. Það besta við það er að ég hef alltaf haft svo ganran af þessu og það er náttúrulega höfuðatriði. Annars væri ég auðvitað löngu hættur. Það hvarflaði að mér áður en ég fór í Stýrimannaskólann að fara i kokkanám en það varð nú ekkert af því sem betur fer. Ég hef alltaf verið afar sáttur við mitt hlulverk og þó maður þyrfti að vera svona lengi burtu fór það aldrei neitt illa í mig. Mér leið alltaf ákahega vel á vertíð- um. Var alltaf heppinn með mannskap og skip líka. Hvað ertu húinn að stýra mörgum skip- um? Þau eru nú ekkert rnjög mörg. Það eru Gjögursbátarnir þrír, Vörður gamli, Áskell og Oddgeir. Ég fór bara smátíma á Oddgeir. Með Búðaklett GK var ég í þrjú ár. Og svo eru það þessir bátar okkar náttúrulega. Einum þeirra var ég búinn að stýra tvær vertíðir í Grindavík meðan hann hét Þórkatla GK. Þau voru nú ekki fleiri. Er ekki talsverður munur á aðbúnaði sjómanna nú og þegar þú varst að byrja að fara á sjó? Breytingum á aðbúnaði í skipunum, Sjöfnfyrsta. Sjómannablaðið Víkingur - 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.