Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 38
Sjómenn eru afar ánægðir með störf Gæslunnar. Þessi staðreynd kom ítrekað fram á öryggismálafund- unum. Myndin er af SYN hinn 15. júní 2005. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson öryggismálin og öryggismál sjófar- enda. Hann sagðist hafa eins og aðrir fylgst með úr fjarska hvað var verið að gera hjá Slysavarnafélaginu og á vett- vangi Slysavarnaskólans. Hann fylgdist með bæði af áhuga og virðingu fyrir þessu mikilvæga starfi sem unnið hefur verið á vegum sjómannasamtakanna, Slysavarnafélagsins, Siglingastofnunar o.s.frv. og taldi það skyldu sína sem ráðherra að leita allra leiða til að verða að eins miklu liði og kostur væri. Öryggið er alltaf að eflast Sturla sagðist vera fæddur og uppalinn í sjávarbyggðinni Ólafsvík og fylgdist auðvitað nteð sjómennskunni þar. Horfði þar meðal annars á skip farast ekki langt frá landi eins og gengur í sjávarbyggð- unum sem setur auðvitað mark sitt á þá sem búa við þær aðstæður. „Þannig að ég hef frá barnæsku fylgst með þessu og veit hversu mikilvægt það er að öllum öryggisþáttum í sjósókninni sé til haga haldið," sagði Sturla. Sturla sagði að staðan í öryggismálum sjófarenda hafi verið skoðuð í ráðuneyt- inu og að í framhaldi af þeirri skoðun varð til þetta sem við köllum lang- tímaáætlun um öryggismál sjófarenda. Áætlunin var sett af stað í samstarfi við marga aðila. Síðan var hún afgreidd sem ályktun Alþingis sem var mjög mikilvægt til að fá það fjármagn sem þarf í svona verk. Nú er áætlun um öryggi sjófarenda hluti af samgönguáætlun. Sturla sagði að stofnun Vaktstöðvar siglinga sé mjög mikilvæg fyrir sjó- menn og varð hún til á grundvelli laga sem hann fékk samþykkt. Það að Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og allir þessir aðilar hafa náð að sameinast í Skógarhlíðinni skiptir rnjög miklu máli. Að koma eftirliti og stjórn björgunar- aðgerða á eitt gólf skiptir mjög miklu og er líklegt til að lciða til meiri árangurs en annars hefði orðið. Sturla sagði að sitthvað gott væri að gerast á vettvangi öryggismálanna. Allir þessir aðilar sem koina að áætlun um öryggi sjófarenda eru að vinna gott og mikilvægt starf og undirstrikaði hann að samgönguráðuneytið leggi mikla áherslu á að verða að liði. Rannsóknir sjóslysa skipta einnig miklu máli og var ný löggjöf um breyt- ingar á lögum samþykkt á síðasta þingi en það ætti að leiða til þess að rannsóknir sjóslysa muni eflast enn frekar í framtíð- inni, sagði Sturla. Hvað með skemmtibáta? í umræðum var einkum komið inn á skipaskoðun, skemmtibáta og fjarskipta- mál. Spurt var hvort ekki ætti að breyta þessu fyrirkomulagi aftur varðandi skoð- unarstofur og útgáfu haffærisskírteina hjá Siglingastofnun. Sagt var að sami aðili ætti að sjá um þessa hluti og einnig að haffærisskírteinið þurfi að hafa lengri gildistíma en til eins árs. Fram kom að það væri ákvörðun stjórnvalda hvernig eftirlitskerfi væri uppbyggt. I’að var tekin ákvörðun um það að færa eftirlitið frá Siglingastofnun til einkaaðila sem sjá um eftirlitið en útgáfa haffærisskírteina sem gilda í eitt ár var áfram hjá stofnuninni. í framhaldi af þessu stendur stofnunin að svokölluðum skyndiskoðunum til að athuga hvort eftirlitið sé í lagi og hefur stofnunin einnig eftirlit með skoðunar- stofum sem hafa heimild stofnunarinnar til að skoða skip. Einnig var rætl um hugmyndir að svo kölluðum eigin skoð- unum en slíkt fyrirkomulag er ekki full- mótað hér á landi. Sagt var varðandi skemmtibáta sem eru í hundraðatali hér á landi að það þurfi skynsamlegar reglur til að fá menn til að hafa þá skráða hér á landi. Fram kom að drög liggja fyrir að reglum sem einkurn snúa að stjórnun skemmtibáta. Pað eru meiri kröfur hér lil búnaðar skemmtibáta en ekki eru til kröfur um menntun þeirra sem stjórna þeim aðrar en kröfurnar 1 siglingarlögunum urn að sá sem stjórnar skipi á að hafa þekkingu til að geta gert það. Frarn kom að á vegum áætlunar um öryggi sjófarenda er verið að vinna að gerð fræðsluefnis fyrir skemmtibáta. Var því fagnað að skemmtibátar séu komnir inn í áætlunina. Spurt var um hver skilgreiningin á skemmtibát væri og nefnt sem dæmi að verið er að fara með fólk l.d. 6 til 10 manns í einu í sjóstangaveiði gegn gjaldi á skemmtibátum. Eru slíkir bátar skilgreindir sem skemmtibátar eða farþegabátar. Frant kom að það þurfi heimild Siglingastofnunar til að gera út skip í atvinnurekstri tam. skoðunarferðir. Ef verið er að taka gjald fyrir það að fara með fólk í sjóstangaveiði þá telst það vera farþegaflutningur í atvinnurekstri. En það er hægt að skrá þessa báta sem eru í sjóstangaveiðinni sem skemmtibáta. Spurt var um hvað eigi að taka við þegar NMT kerfið verður lagt niður en menn hafa áhyggjur vegna þessa. Fram kom að samgönguráðuneytið taki senni- lega á þessu máli í fjarskiptaáætlun. Þá komu fram athugasemdir um NAVTEX sendingar austur af landinu en þar nást þær ekki um borð í skipum á því svæði. Spurt var hvort það standi ekki til að samræma tilkynningartíðnina í sjálfvirka- tilkynningarkerfinu fyrir stærri og minni skipin. Gagnrýnt var að smábátum væri skylt að tilkynna sig á 15 mín. fresti en stærri skipin þurfa að tilkynna sig mun sjaldnar. Fram kom að ákvæði væru um þelta í reglugerðum sem ekki væri búið að samræma fyrir Vaktstöð siglinga. Annarsvegar væri í reglugerð kröfur varð- andi STK kerfið en hinsvegar eru stóru skipin vel flest að tilkynna sig á klukku- stundarfresti vegna fiskveiðieftirlitsins. Spurt var hvort það væri eðlilegt að hafa það í reglugerð að haffærisskírteini falli úr gildi ef bátur fer út úr drægi lil- kynningaskyldukerfinu og sagl að það væri varla vinnandi við þetta hjá smábát- um að hafa þetta í reglugerð. Fram kom að skipið hafi haffæri meðan það heldur sig innan langdrægis STK kerfisins. 38 - Sjómannablaðið Víkíngur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.