Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 14
Sigurður Þ. Árnason fyrrverandi skipherra í fiskburði og kulda Fyrstu minningar mínar tengjast æskuheimilinu að Framnesvegi 56a í Reykjavík. Ég er þó ekki fæddur þar heldur að Bakkastíg 5 þar sem foreldrar mínir, Árni Steindór Þorkelsson og Steinunn Sigríður Magn- úsdóttir, bjuggu þegar sveinninn leit dagsljósið í fyrsta sinn hinn 15. mars 1928. Skömmu eftir fæðingu mína keyptu foreldrar minir hluta í húseigninni að Framnesvegi 50a sem síðar varð 56a og þar ólst ég upp í góðu yf- irlæti uns ég fluttist að heiman, nálega tvítugur að aldri. Selsvörin og Ufsaklettur Aðalleiksvæði okkar krakkanna var fjaran við Selsvörina og svæðið upp af henni þar sem fiskverkunarstöðin Dvergur átti fiskverkunarhús og verkaði saltfisk. Oft var mikið fjör á stakkstæðinu þar sem fiskurinn var þurrkaður. Pegar sólin skein þustu húsmæðurnar út á stóran völlinn og við krakkarnir fylgdum með. Pegar manni óx fiskur um hrygg lá leiðin niður i fjöruna að fylgjast með körlunum er stunduðu hrognkelsaveiðar úr Selsvörinni. Þarna láum við strákarnir löngum stundum og mændum út á hafið og ósjálfrátt Iærði maður að þekkja skipin og bátana sem báru við sjóndeildarhring- inn. Að þessum hæfileika hef ég búið síðan. Við drógum líka björg í bú. Af klett- unum við Selsvörina veiddum við smáufsa, kola og marhnút, sem fór nú reyndar ekki í neina potta. Fleiri tegundir hlupu á snærið en besti veiðistaðurinn var svonefndur Ufsaklettur, rétt austan við Selsvörina. Ókosturinn við hann var að stundum gleymdum við okkur og flæddum úti á klettinum og neydd- umst þá til að bíða í 2-3 klukkustundir þar til fjaraði aftur. Biðin gat orðið ansi kalsasöm. Til gamans má skjóta því hér inn að einn veiðifélaga minna, Grétar Jónsson, hafði síðar forustu um að bjarga Ufsaklettinum, þegar honum var hætta búin af uppfyllingu, og er hann núna á hringtorginu fyrir framanjóns Loftssonar húsið Buslað við Örfirisey Þeir voru góðir við okkur karlarnir og gerðu sitt best til að forða okkur frá voða en oft gekk mikið á hjá okkur strák- unum. Einn daginn kom ég sex sinnum hundvotur heim og fór jafnharðan niður í fjöru aftur en þegar ég kom í sjöunda sinnið, blautur upp fyrir haus, varð mamma að hátta mig niður í rúm. Ég átti ekki fleiri föt til skiptanna. Þetta var einn versli dagurinn í lifi mínu. Blíðskaparveður og félagarnir allir að leika sér niðri í fjöru en ég í bælinu. Við smíðuðum ótal báta úr allskonar spýtnadrasli sem rak á fjöruna og iðulega var keppt um fallegasta farkostinn en á ýmsu gekk þegar við misstum bátana frá okkur og þeir tóku stefnu til hafs. Þá varð að hafa snör handtök sem dugðu þó ekki alltaf. Stundum var horft, jafnvel tárvotum augum, á eftir verðlaunafleyi sigla í átt að hafsbrúninni í fjarska. Nýr heimur opnaðist fyrir okkur strák- ana þegar við gerðumst svo djarfir að Stakkstæði Alliance við Mýrargötu í Reykjavík. Þegar sólin skein fengu húsmæður og börn vinnu við að breiða út saltfiskinn og snúa honum. Karlamir stöfluðu. Ljósmynd MAÓ/3/LSR 14 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.