Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 57
Vélarnar eyða of miklu Gastúrbinuvélar hafa reynst rándýr lúxus í rekstri skemmti- ferðaskipa eins og heimsmarkaðsverð olíu er orðið. Royal Caribbean International útgerðin sem er ein stærsta skemmti- skipaútgerð heims hefur ákveðið að fara í umfangsmiklar breyt- ingar á vélbúnaði skipa sinna. Skipta skal um eyðslufrekar gas- túrbínuvélar í 8 af nýjustu skipum útgerðarinnar og setja þess í stað eyðslugrannari díselvélar. Reyndar munu þessar breytingar hafa í för með sér minni gang á skipunum en á móti verður hægt að halda verði á hvern farþega niðri. Skipin sem hér um ræðir eru af svokölluðum Millenium- og Radiance gerðum sem öll eru rúm 90.000 BT að stærð, smíðuð á árunum 2000-2004. Hvert skipanna eru búið General Electric LM 2500 og gastúrbínum upp á 58.000 kW. í staðinn verða settar Wártsilá vélar í skipin en framdrift skipana er rafknúin. Fyrsta skipið, Millenium, fer í breytingar hjá Aker Yards France í St. Nazaire. Siglingavernd í hnotskurn Prír óeinkennisklæddir pólskir tollverðir lentu heldur betur í vandræðum þegar þeir fóru um borð í þýska farþegaskipið Adler Dania skömmu eftir að það kom til hafnar í Swinousjcie í Póllandi í áætlunarferð frá Þýskalandi. Samkvæmt upplýsingum frá útgerð skipsins kröfðust tollararnir að fá aðgang að vernd- arsvæði skipsins en gátu ekki framvísað neinum skilríkjum sem heimilaði þeim aðgang. Samkvæmt Alþjóðareglum um Siglingavernd þurfa skip að hafa strangar öryggiskröfur og þar með talin innri vernd- arsvæði. Skipstjórinn átti ekki annarra kosta völ en að fara eftir þeim alþjóðareglum að yfirgefa höfnina og halda aftur til síðustu hafnar þar sem hann leit á aðgerðir tollþjónanna sem tilraun til ógnunar á öryggi skipsins. Pólska tollgæslan veitti skipinu þegar eftirför og skutu meðal annars viðvörunarskotum að skipinu en þrátt fyrir það hélt skipstjórinn áfram för sinni. Eftirför Pólverjanna lauk þegar komið var að miðlínu og skipið komst í þýska lögsögu. Við komuna til Seebad Heringsdorf í Pýskalandi voru pólsku tollverðirnir yfirheyrðir af þýskum lögregluyfirvöldum. í kjölfar atviksins ákvað útgerð skipsins að hætta tímabundið siglingum milli Heringsdorf og Swinousjcie en hóf síðar siglingarnar með öðru skipi félagsins. Pólsk yfirvöld eru að undirbúa lögsókn vegna málsins. Regla eða óregla í samningum Danska skipafélagið DFDS, sem í eina tíð hafði áætlunarsigl- ingar til íslands, setti 1. febrúar s.l. nýjar reglur um áfeng- ismagn starfsmanna sinna sem hljóða upp á 0 prómill. Þjónar á skipum félagsins og stéttarfélag þeirra eru ekki alveg eins ánægð með þessa nýju reglur þar sem að í gömlum samningum milli útgerðarinnar og þjónanna eiga þeir rétt á að kaupa bjór með mat. í samningnum segir að þjónar á skipurn útgerðarinn- ar skulu fá venjulegan skipsmat og bjór með honum á kostn- aðarverði hjá skipstjóra. Félag þjóna hefur því stefnt útgerðinni fyrir brot gagnvart umbjóðendum sínum. Ekki er ljóst hvernig málin fara en félagið hafnaði lausnartilboði útgerðarinnar um að þeir gætu keypt pilsner eða að menn mættu kaupa bjór en ekki drekka um borð. Útgerðin hefur bent á að ekki verði hægt að vera með mismunandi áfengisstefnu fyrir mismunandi hópa um borð í skipum sínum. Það verður því áhugavert að sjá hvernig dóm- stólar taka á þessu máli en þangað til halda þjónar fast í gamlan rétt sinn um að fá öl með matnum. Fara á geði Geðrænir sjúkdómar eru vaxandi áhyggjuefni útgerða um allan heim. Mikil aukning hefur orðið á geðrænum kvillum um borð í skipum sem hefur jafnframt vakið ótta uin aukið ofbeldi og glæpi. Fregnir af morðum og ofbeldi meðal skipsfélaga eru orðnar tíðar og þykir mönnum sem lítill gaumur hafi verið gef- inn að almennri geðheilsu sjómanna. Hversu stór vandinn er er þó ekki vitað. Eftirleiðis eiga skipstjórar að geta tekið um borð flóttafólk sem þeir sigla fram á án þess að eiga á hættu að losna ekki við það aftur. Skipstjórar geta haldið sínu striki Nú hefur loks verið bundinn endir á hinn svokallaða „ping- pong“ leik eins og það er kallað í skipaheiminum. En hver er þessi leikur? Hann er reyndar aðeins stjórnmálalegur en hefur bitnað á mörgum skipstjórum sem hafa orðið fórnarlömb hans ásamt skipreika fólki. Fram til þessa hefur ábyrgðin á fólki sem tekið er um borð í skip á hafi úti alfarið verið skipstjóra og útgerðar hvort heldur um flóttafólk eða hælisleitendur er að ræða. Skipum hefur verið neitað að koma til hafnar í löndum sem hafna móttöku á þessu fólki og skemmst er að minnast norska ekjuskipsins Tampa sem meinað var hafntöku í Ástralíu sökum þess að skipstjórinn bjargaði stórum hópi flóttafólks sem hann sigldi fram á á sökkvandi skipi. Samkvæmt breytingum á SOLAS samþykktinni eiga strandríki að aðstoða skipstjóra, sem bjarga fólki á hafi úti og losa skip- sljóra og eiganda undan ábyrgð á afdrifum ffóttafólks og hæl- isleitendum. Mannasmygl Þýska lögreglan hefur hafið rannsókn á mannasmygli þar sem skip og mönnunarskrifstofa í Bremen liggja undir grun. Talið er að eigandi mönnunarskrifstofunnar hafi falsað vegabréfsáritanir og innflutningsskjöl rnanna frá Suðaustur Asíu sem hann flutti inn til Þýskalands undir því yfirskyni að um sjómenn væri að ræða. Þeir skyldu skrást í skiprúm í þýskri höfn en þegar til átti að taka höfðu allir þessir menn horfið þegar þeir komust inn í Evrópu. Þetta minnir eitthvað á sendinefnd sem kom hingað til Sjómannablaðið Víkingur - 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.