Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 16
Fiskibátur að veiðum. að vekja athygli á skothríðinni. Ég man að fyrstu mánuði hersetunnar voru hér kanadískir hermenn sem voru sérstaklega góðir við okkur. Við vorum oft í tjöld- unum hjá þeim eða í varðstöðvunum þegar þeir voru á vakt. Iðulega vorum við fram á kvöld á rápi milli herbúðanna. Við fengum líka oft gefins fisk hjá bátakörl- unum sem við færðum hermönnunum í þakklætisskyni fyrir allt súkkulaðið sem þeir gáfu okkur. Fiskurinn var alltaf vel þeginn. Pannig má segja að ein- dreginn góðvilji hafi ríkt á milli okkar strákanna og hersins, ef undan er skilin skothríðin sem átti kannski að vera grín en ansi var það grátt. Jafnvel þegar breskt flugmóðurskip, Wasp minnir mig að það héti, rak í suð- austan roki upp í fjöru við Örfirisey, rétt innan við olíu- bryggju Esso sem núna er, tókst okkur að koma á góðu sambandi við skipverjana. Daginn eftir gerði hið besta veður og auðvitað vorum við óðara komnir á stjá að kanna aðstæður. Bretarnir um borð voru að renna fyrir fisk þegar við komum á staðinn en það var ekki lengra á milli skips og fjöru en svo að þeir gátu kastað til okkar spotta. Þar með var komið á samband milli lands og hins strand- aða skips og Bretarnir voru ósínkir á að senda okkur glaðning en ekki man ég til þess að við gætum endurgoldið þeim. Svo var skipið losað af strandstað og lauk þá veisluhöld- unum hjá okkur í fjörunni. Bar út Víkinginn Á stríðsárunum var mikið um vinnu og auðvelt fyrir ungling að komast í sæmilega launað starf. Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur var að að þeytast fyrir Sjómannablaðið Víking en ritstjóri var þá Guðmundur heitinn Oddsson. Þetta var heilsdags vinna, launin ágæt og ekki mikið erfiði. Raunar var oft á tíðum nánast ekkert að gera, það var aðallega í kringum útgáfudag blaðsins að sendi- sveinninn svitnaði eitthvað en þá var hjólað með blaðið út um allan bæ. Sigurður Þ. Árnason skipherra. Mesta upphefðin sem ég varð fyrir á þessum árum, og ein sú mesta sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni, var þó þegar Jón heitinn Björnsson grásleppuútgerð- armaður réði mig sem skipstjóra á bát sinn. Ég fékk sjálfur að ráða háseta en sem laun fengum við strákarnir bát- inn lánaðan til skemmtiferða og á skak. Við þorðum þó aldrei að fara lengra en á miðin undan Gróttu enda vissum við að ættingjum og útgerðarmanninum var ekki rótt þegar við fórum í þessar ferðir okkar. Á þessum árum voru reykvísk börn gjarnan send í sveit yfir sumarið. Bæði óttuðust menn að stríðsátök brytust út en einnig að spilling gæti náð til ungdóms- ins ef hann legði lag sitt við hermennina. Sumarið 1943 eða '4 var ég sendur i sveit vestur að Stafnesi á Miðnesi til Metúsalems Jónssonar og Sigurbjörns, sonar hans, en þeir bjuggu tvíbýli á jörð- inni. Þar með má segja að örlög mín væru ráðin. Ég sinnti venjulegum bústörfum, heyskap, kartöflurækt og rófurækt. Stundum var líka gengið á reka í fjörunni frá Stafnesi suður í Ósabotna og á vorin leituðum við eggja á heiðinni þar sem Keflavíkurflugvöllur er núna. Það sem hafði þó langmest áhrif á mig og skóp mér örlög var sjósóknin. Þeir feðgar áttu bát og þegar vel viðr- aði var róið á grunnslóð undan Stafnesi og Hafnarberginu. Aflinn var seldur beint til Sandgerðis eða um borð í fiskflutn- ingaskip sem sigldu til Bretlands. Þetta fannst mér afar spennandi líf þrátt fyrir sjóveikina sem plagaði mig stöðugt. Þegar róið var á vorin og sumrin var alltaf farið með handfæri. Fyrst urðu menn þó að bregða sér á sandfjöru að ná í beitu. Þá var farið með gaffal að vopni og leitað í sandinum að maðki. Menn reyndu að sjá hvar maðkurinn hafði gert þarfir sínar á flóðinu á undan og þar undir leyndist hann. Maðkurinn var hin besta beita og alltaf ferskur því að náttúran sá um að geyma hann á milli sjóróðra. í fiskburði Eftir þetta fyrsta surnar í Stafnesi vildi ég óður og uppvægur að fara þangað aftur. Það varð líka úr og strax eftir barnaskólaprófið fór ég öðru sinni vestur og var þá samfellt í tvö og hálft ár hjá þeim feðgum. Þegar sumarstörfunum lauk um haust- ið tók Sigurbjörn að sér að setja upp línu fyrir hinn kunna útgerðarmann Guðmund Jónsson að Rafnkelsstöðum i Garði. Línu uppsetningin varð um leið mitt aðalstarf. Vinnutíminn var frá því klukkan 8 á morgnana til níu eða tiu á kvöldin. Eftir áramótin hófst vertíðin. Sótt var á fjögurra til fimm tonna opnum trillum, nema hvað byggt var yfir vélina sem allar voru bensínknúnar, oftast bílvélar. Oft hef ég furðað mig á því hversu vel körlunum lánaðist að láta þær ganga. Róið var með 8 til 9 bjóð af línu. Árla morguns, klukkan 6.30 eða 7, var 16 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.