Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 15
síldina á íslandsmiðum þarna austur á Rauðatorginu, þá hætti hann til sjós, tók sinn hatt og staf, fór í land og fór fljótlega að mála. „Þegar ég var strákur hef ég örugglega verið það sem kallað er í dag, ofvirkur, ég gerði bara það sem mér datt í hug, alveg sama hversu vitlaust það var og án þess að sjá alltaf fyrir endann á hlutunum, en þá var það ekki kallað ofvirkni, heldur óþægð. Það er eiginlega kraftaverk að ég skuli enn ganga uppréttur, að ég skuli ekki vera dauður fyrir mörgum árum. Skammt frá þar sem við áttum heima, höfðu Norðmenn verið með síldarsöltun um aldamótin og skildu þar eftir eitt hús og pabbi notaði það sem sjóbúð. Þetta var lítið hús um sig en hátt og var þar ágætis háaloft sem notað var sem geymsla. Og þar sem ekki var farið í búð á hverjum degi, því það var yfirleitt farið á bát yfir á Akureyri, þá var t. d. keypt hveiti í sekkjum og það geymt á loftinu. Pabbi var mikil skytta m. a. hnisuskytta, en það þurfti alveg sérstakt lag og ég ætlaði auð- vitað sem unglingur að ná þessari tækni hans. Þetta var rétt eftir stríðsárin og ekki hægt að fá hlaðin skot og því voru keyptar messing patrónur sem hann hlóð sjálfur, en skotin áttu það til að þrútna og gekk því oft illa að koma þeim í byss- una. Ég hafði oft farið með pabba garnla á sjó og taldi mig hafa lært ýmislegt, ég hef líklega verið tólf þrettán ára þegar ég eitt sinn labba niður að sjónum og sé þá endur í fjörunni, pabbi var þá inn á Akureyri og ég ákvað að næla í andasteik handa mömmu, vera góður og duglegur strákur. Ég fór því inn i sjóbúðina og hlóð byssuna, þetta var svona Remington með tveim lásum, en gat ekki lokað henni vegna þess að skotið gekk ekki alveg í. Ég hafði oft séð pabba slá á bóg- inn á henni lil að loka henni, en auðvitað hafði hann haldið við pinnann á móti, en ég sló byssunni bara við og skotið hljóp úr henni rétt við eyrað á mér og í gegn- um gólfið á loftinu og áfram í gegnum hveitipoka sem þar var og niður hrundi þetta ægilega helvítis magn af hveiti. En ég var fljótur að hugsa, fann korktappa og tróð honum í gatið ásarnt með ofur- litlu af mold. Svo leið og beið og átti að fara að nota hveitið, en þá fundust í þvi einhverjir skrýtnir blýhlunkar, en þá var stríðinu bara kennt um, að þetta hefði komið í pokann í útlöndum og ég var því aldrei grunaður. Þetta hefur nú líklega verið upphafið að rnínu heyrnarleysi. Ég sagði ekki frá þessu fyrr en löngu, löngu seinna, enda hafði ég geta rifið eyrað á hverju sem var.“ Hákarla Jörundur Asgeir, enn þann dag í dag hefur þú ekki alveg getað sagt skilið við sjóinn, þú ert þar ennþá í andanum með Hákarla Jörundi ekki satt? ,Jú, Hákarla Jörundur höfðar til mín og getur vel verið að við séum skildir. Annars segi ég alltaf að ég sé skyldur Helga horaða sem nam Eyjafjörð, alla vega höfum við sama byggingarlag, báðir jafn andskoti horaðir. Ég hef aldrei getað stoppað.” (Hér er að sjálfsögðu átt við Helga magra.) Áttu þá við að Helgi hafi líka verið ofvirkur eins og þú og þess vegna ekki geta safnað holdi frekar en þú? „Það hlýtur bara að vera.“ Hvað kom til að þú fórst að standa í því að byggja upp gamla íbúðarhúsið hans Jörundar og gera það að hákarlasafni? „Ætli megi ekki rekja það alveg til unglingsáranna er ég las Skútuöldina, en þar eru m. a. sögur af Jörundi og ég heillaðist alveg upp úr skónum af þessum körlum sem voru heljarmenni og lifðu nánast bara á brennivíni og hákarlalýsi og þar var Jörundur engin undantekning.“ Þú hefur sem sagt orðið spenntur fyrir karlinum og sjónum, en ekki einhverju húsi? „Ekki þá, en það kom til síðar er húsið var í niðurníðslu og allir Hríseyingar töldu það ónýtt, að það hleypti í mig ein- hverri þrjósku. Áhugi kviknaði hjá okkur í Lionsklúbbnum hvort eitthvert vit væri í því að bjarga húsinu og fórurn því og skoðuðum það með það fyrir augum að gera það upp. Húsið var á augabragði dæml ónýtt og voru sumir þar ákveðnari en aðrir, og það og saga Jörundar kveikti eldmóðinn í mér að gera húsið upp og gera það að hákarla- safni. Flestum þótti þetta óttalegt feigð- arflan, enda má segja að húsið hafi verið ónýtt. En ofvirknin og þráinn yfirtók mig og hafist var handa með stofnun félags um húsið árið 1994, en ég sé stundum hálfpartinn eftir því að hafa byrjað á þessu, því þetta hefur lekið allt of langan tíma og húsið orðið fyrir vikið rniklu dýr- ara en þurft hefði. Frá því við byrjuðum á endurbyggingu hússins hafa dottið út tvö ár vegna fjár- skorts.“ Bölvað kvótabraskið Talandi um sjóinn, Ásgeir, hver finnst þér þá vera helsti munur frá þvi að þú flytur hingað til Hríseyjar árið 1971? „Það er náttúrulega svakaleg breyting á fiskveiðum og útgerð á íslandi frá upp- hafi og til dagsins í dag. Það má segja að þetta hafi gengið i þrepum, fyrst voru menn með litla árabáta, svo trillubáta með vél, síðan stækkuðu bátarnir en minnkuðu svo aftur og nú eru þeir aftur að stækka. Nú er helst enginn bátur undir 15 tonnum og með beitningavélar um borð, það slær allt út. En það hefur orðið svakaleg breyting í kringum landið hvað varðar fiskveiðar og vinnslu og þetta er auðvitað allt bölv- uðu kvótabraskinu að kenna og verður ekki annað sagt en að kvótakerfið sé einn skelfilegur kafli í sögu íslands. Það var skelfileg blóðtaka hér þegar kvótinn fór héðan yfir á Dalvík árið 1999, en þá fækkaði hér í eyjunni á fjórum til fimm árum um eitt hundrað rnanns. En ég held að boininum sé náð, nú er von- andi allt á uppleið í Hrísey.“ Þetta látum við vera lokasetningu frá Ásgeiri Halldórssyni eða Ásgeiri rnálar og sægarpi í Hrísey, sem hamingjusamlega er giftur Rósamundu Káradóttur, ættaðri úr Eyjafirði, en engin bakar betra soð- iðbrauð en hún, en allt hefur komið fynr ekki að fita Ásgeir. Þau hafa sarnan eign- ast sex börn. Sjómannablaðið Víkingur - 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.