Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 62
ingja enn ekki lof hans um sítrónusaf- ann. Sjálfur Friðþjófur Nansen studdi einlæglega þá kenningu að skemmdur, niðursoðinn rnatur væri orsökin að skyr- bjúg. Lækningin væri að borða nýtt kjöt og forðast súraldinssafa eins og heitan eldinn. Fyrir vikið var hinn þrautseigi landkönnuður, Robert Falcon Scott, mót- fallinn því í Suðurheimskautsleiðangri hans 1901-04 að menn hans legðu sér súraldinssafa til munns. Hann var einnig andvígur því að menn hans skytu sér villibráð til matar sem honum þótti grimmdarlegt. Þá væri þrátt fyrir allt betra að lifa á niðursoðnum mat. Þetta var ekkert annað en ávísun á skyrbjúg sem sló sér niður í hópnum. Hinn frægi Ernest H. Shackleton, sem var þarna í sinni fyrstu pólarferð, varð svo þungt haldinn að ári áður en leiðangrinum lauk varð að flytja hann til Bretlands á sjúkra- hús. Árið 1917 veiktust sjóliðar á þýska eft- irlitskipinu Wolf alvarlega af skyrbjúg þar sem þeir flæktust um sunnanvert Atlantshaf í leit að óvininum. Ástandið var skelfilegt um borð. Ólyktin yfirgnæfði allt og engu var líkara en að sjúklingarnir væru að rotna til dauðs. „Enginn okkar hafði séð neitt þessu líkt áður,“ sagði einn úr áhöfninni síðar. „Við höfðum heyrt gamlar sagnir um skyrbjúg Téfag sfvpstjórnarmanna sendírféfögum sínum, öðrum sjómönnum og sjómanna- jjöfsfyfcfum festu ízveðjur og fiamíngju- ósfír í tífejní sjómannacfagsíns. Félag skipstjórnarmanna Með fagmennsku og færni í fyrirrúmi Borgartúni 18, 105 Reykjavík Skipagötu 14, 600 Akureyri Heimasíða www.officer.is og www.skipstjorn.is Tölvupóstfang officer@officer.is og skipstjorn@skipstjorn.is og talið þær fáránlega ýktar. En þarna lærðum við á eigin skinni að það er ekki hægt að ýkja afleiðingar þessa hræðilega sjúkdóms. Bölvun hans er hrikaleg blanda af öllu því versta sem fylgir blóð- kreppusótt, sifilis og vatnssýki." Þetta ólán áhafnarinnar á Wolf hefur verið skráð í sögubækurnar sem seinasta alvarlega tilfellið af skyrbjúg á sjó. Enn voru þó nokkur ár í að menn kveiktu á perunni og það var ekki fyrr en 1932 að endanlega var sannnað sambandið á milli skorts á c-vítamíni og skyrbjúgs. Sumir hafa kallað þetta genagalla vegna þess að maðurinn er eitt fárra spendýra sem getur ekki framleitt askorbínsýru. Til þess vantar hann ákveðið ensým. Afleiðingin er sú að hann verður að fá vítamínið úr fæðunni eða tilbúnum töflum sem tæknin hefur gert okkur unnt að framleiða. Þetta var í raun það sem Rose gerði forðum, að vísu með ómarkvissari hætti en fyrir vikið hleypti hann af stað nýrri fram- leiðslugrein, gosdrykkj aiðnaðinum. Enn er deilt um c-vítamínið. Linus Carl Pauling (1901-1994) er einn örfárra sem unnið hafa tvenn Nóbelsverðlaun, fyrir efnafræði 1954 og friðarverðlaunin árið 1962. Hann héll fram nytsemi þess að taka risaskammta af c-vítamíni og í nokkur ár tók hann sjálfur þrjúhundruð- faldan ráðlagðan dagskammt af vítamln- inu sem um aldir hafði verið svarið við skelfilegasta sjúkdómi sem nokkru sinni hefur steðjað að sjómönnum í hafi. Gáta Hver er sá stólpi haglega gerður, rétt á litinn sem rykkilín presta. Innyfli hans eru úr hör eða líni, en búkurinn úr kvikfénaði. Allur er kroppurinn á honum dauður utan höfuðið einasta lifir. Ef það lifir - þá lifir hann skemur - ef það deyr, þá lengist aldur hans. Svarið finnið þið í, Röddum af sjónum - og harða landinu. En fegurst er hafiö um heiða morgunstund, er himinninn speglast blár i djúpum álum, og árroöabliki bregöur um vog og sund, og bárur vagga, kvikar af fleygum sálum, en ströndin glóir, stuöluö og mikilleit, og storkar sínu mikla örlagahafi. Þá er eins og guö sé aö gefa oss fyrirheit g geislum himins upp úr djúpinu stafi. Davíö Stefánsson frá Fagraskógi mésmarine Með Sjómannadagskveðju! Sími: 414 8080 Fax: 565 2150 email: naust@naust.is Webpage. www.naust.is 62 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.