Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 6
Kleifaberg ÓF-2.
Frystitogarinn Kleifaberg
ÓF-2 frá Ólafsfirði sem
Þormóður rammi - Sæberg hf.
hefur gert út var nýlega seldur
til Brims hf. á Akureyri. Kleifa-
bergið hefur verið gert út frá
Ólafsfirði frá miðju sumri 1997
en hafði fram að því verið með
heimahöfn í Reykjavík og hét þá
Engey RE-1.
Pólverjarnir
Engey RE-1 var smíðað 1 Stocznia skipa-
smíðastöðinni í Gdnyia í Póllandi árið
1974 fyrir Hraðfrystistöð Reykjavíkur
og þótti stórt og mikið skip á þeim tíma.
Pólverjar smíðuðu fleiri eins skip fyrir
Islendinga á þessum tíma sem mörg hver
hafa verið áberandi í sögu íslenskrar tog-
araútgerðar. Tveir þessara „Pólverja" og
systurskip Engeyjar, Ver og Baldur, tók
m.a. virkan þátt í landhelgisbaráttunni á
sínum tíma og reyndust vel í þeim slag.
Annað skip sem einnig var smíð-
að í Gdnyia fyrir Hafnfirðinga og hét
Guðsteinn áður en það var selt norður
í land til stórhuga frænda sem breyttu
því í frystitogara og gerðu það út undir
nafninu Akureyrin EA-10. Pað skip er
enn í rekstri og saga Samherja er öllum
kunn enda fyrir löngu orðið að stórveldi
í sjávarútvegi. Samherji er reyndar ennþá
með einn „Pólverja" á sínum snærum
í íslenskri landhelgi, Víði EA-910, sem
upphaflega var smíðaður fyrir Skagamenn
og hét þá Ver AK, síðan Jón Dan GK, þar
á eftir Apríl HF og svo Víðir HF þar til
Samherji keypti það. Af fleiri skipum af
þessari tegund má nefna þá Ögra og Vigra
sem Ögurvík lét smíða fyrir sig og reynd-
ust eigendum sinum og áhöfnum alla
tíð vel og svo Hrönn sem Hraðfrystistöð
Reykjavíkur eignaðist síðar og gerði út
sem Viðey RE-6. Pað skip heitir nú heitir
Sjóli og er gert út sem þjónustuskip á
vegum Sjólaskipa út af ströndum Afríku.
1 dag eru aðeins tveir pólsku togaranna
gerðir út frá íslandi, Kleifaberg ÓF-2 og
Víðir EA. Eldborg (áður Baldur) sem gerð
er út til rækjuveiða á Flæmingjagrunni
er ekki skráð hér á landi, Akureyrin í
Barentshafi og Sjóli við strendur Afríku.
Peir eru því enn á fullu „Pólverjarnir“
á ýmsum vígstöðvum þó aldurinn hafi
færst yfir þá.
Engey RE-1
En snúum okkur þá að Engey. Eins
og áður sagði var það smíðað í Gdnyia
árið 1974 fyrir ísfell hf. í Reykjavík en
Hraðfrystistöðin í Reykjavík gerði skipið
siðan út frá árinu 1984. Engey var eins
og systurskip þess að Vigra og Ögra und-
anskildum, búin afar öflugri aðalvél,
3.000 hestafla Sgoda-Sulser vél sem
þótti vel í lagt á þeim tíma og fannst
mörgum nóg um. Þessar vélar hafa hins
vegar reynst mjög vel í alla staði eins og
best sést á því að þær eru enn á fullum
afköstum í þessum skipum og í engu
þeirra hefur þurft að skipta um aðalvél
þrátt fyrir að hafa verið í botnlausu álagi í
meira en þrjá áratugi. Ólíkt öðrum skipum
þar sem aðalvélarnar eru oftast nær aftast
í skipunum, eru aðalvélar þessara togara
framan við mitt skip, beint undir matsal
og vistarverum skipverja sem þykir ekkert
sérstaklega aðlaðandi í dag. Mjög mik-
ill hávaði er frá vélum og öðrum búnaði
þeim tengdum eins og menn geta ímyndað
sér. Það er ekki mjög þægilegt til lengdar
að vera með 3.000 hestafla vél lemjandi
við kojustokkinn dögum og vikum saman.
En menn hafa látið sig hafa það eins og
margt annað til sjós.
Engey var upphaflega ísfisktogari og
mikið í siglingum á sínum tíma og sigldi
tiðum á erlendar hafnir, aðallega með
karfa á Þýskalandsmarkað. Skipið hefur
bæði verið lengl og breytt i frystilogara
auk þess sem efra þilfari þess var lyft til
að fá aukna lofthæð á vinnsludekk.
Á smokkfiskveiðum
Engey og Viðey runnu inn í samein-
ingu Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík
6 - Sjómannablaið Víkingur