Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 58
James Lind varfœddur í Edinborg árið 1716. Tuttugu og þriggja ára gamall gerðist hann herlæknir og þjónaði Jlotanum í tíu ár, eða til 1748 að hannfór í land og lauk lœknisgráðu frá Edinborgarháskóla sem varforsenda þess að hann gæti opnað stna eigin lœkningastofu í borginni. Árið 1954 birti hann, A Treatise on Scurvy, sem hann fyl gdi eftir 1157 með bókinni, Treatise and in On the Most Effectual Means of Preserving the Health of Seamen. Jú, þeim hafði lekist að hertaka eina af spönsku gallónunum, sem héldu uppi verslun á milli Mexíkó og Filippseyja, og selt farminn fyrir geipiverð í kínversku borg- inni Makao. Fögnuður Englendinga, við heimkomu Centurion endurspegl- ar eina helstu ástæðu þess hversu erfiðlega gekk að ráða niðurlögum skyrbjúgs. Mannslífin voru svo ódýr. Engum datt í hug að óskap- ast yfir mannfallinu 1 þessum langa leiðangri Ansons. Flerfangið átti hug allra. Þegar öllu var á botninn hvolft þá var ódýrara að endurnýja mannskapinn en vistirnar. Það var ekki nokkur leið að geyma app- elsínur eða aðra ávexti um lengri tíma og óttalegt vesen og dýrt spaug að nota hvert tækifæri til að taka nýjan kost. Engu að síður var leiðangursmönnum fagnað gífurlega og vegtyllum hlaðið á foringja þeirra, George Anson. Ástæðan? James Lind Á öndverðri 21. öld er margt sjálfgefið og sjálfsagt. Svo var ekki á öldum áður. Kínverjar voru til dæmis langt á undan sinni samtíð þegar þeir áttuðu sig á að skyrbjúg- ur hefði eitthvað með mataræði að gera (reynslan kenndi þeim hið sama um beriberi). Orsakasamhengi sjúk- dóma og mataræðis var lengi hulið helstu sérfræðingum fortíðar. Einn vinsælasti læknir Englendinga á 18. öld, William Cocburn, hafði verið með í ráðum við að undirbúa leið- angur Ansons. Skyrbjúgur orsakast af meðfæddri leti sjómanna, var skoðun Cocburns og því ekki von að hann legði nýtt til þeirra mála. Honum tókst þó að selja flotasljórninni lækninga-pillur sem reyndust heilsuspillandi þegar áhöfnin á Centurion reyndi þær. Einn var þó sá maður sem lýsti ástand- inu í leiðangri Ansons sem hneyksli. Þetta var skoski læknirinn, James Lind. Hann var sjálfur í þjónustu flotans og það var einmitt um borð í herskipinu Salisbury sem Lind stóð fyrir einni af frægari rannsóknum lækningasögunnar. Liðin voru þrjú ár síðan Anson sneri aftur úr leiðangri sínum og flotastjórnin sýndi enn engin merki þess að vilja bæta úr ástandinu. Sjóliðar héldu áfram að falla eins og flugur úr skyrbjúgi. Það virt- ist vera segin saga að ef skip var lengur en sex vikur í hafi þá tók þessi ógurlegi sjúkdómur að stinga upp kollinum. Líklega mátti kenna um köldu sjáv- arlofti, íhugaði Lind og sló þar á sömu strengi og fjölmargir starfsbræður lians sem leiddu kenninguna lengra og sögðu sjávarloftið spilla blóðinu. En svo kom að tilrauninni um borð í Salisbury árið 1747. Lind valdi 12 skyrbjúgs- sjúklinga sem voru langt leiddir, skipti þeim í 6 hópa og gaf þeim mismunandi meðul. Árangurinn var undraverður. James Cook var ekki trúaður á kenningar Linds. Fyrir Cook lá að deyja í landkönnunarferð, en ekki úr skyrbjúg heldur féll hann árið 1779 fyrir vopnum innfœddra á Hawaii.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.