Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 42
stímvaktina, 2. stýrimaður sem var vakt- formaður og tveir hásetar sem skiptust á að stýra. Stýrimaður gaf fyrirmæli um að stýra suður af vestri og hásetinn við stýrið endurtók skipunina. Stýrimaður setti út loggið og lét lesa af því á fjög- urra tíma fresti. Hann færði síðan álestur á loggið í leiðadagbókina vegalengdina sem siglt var á vaktinni. Hann færði inn veður, vindátt, vindhraða og veðurátt. Hann varð að giska á veðurhæð og að hætti góðra sjómanna var heldur dregið úr veðri í skráningum. Það var ekki talið sjómannslegt að mikla fyrir sér veður. Radarinn var stöðugt í gangi og er utar dró fékk loftskeytamaðurinn krossmið á miðunarstöðinni og stýrimaður leiðrétti stefnu. Vaktformaður fylgdist með að rétt væri stýrt. Áhöfnin stóð átta tíma vaktir á útstíminu, sem var langstím. Nóg var að starfa. Byrjað var að fara í trollin sem voru undirslegin. Lélegum stykkjum var skipt út í vængjum, skver, belg, milli- stykki og poka. Bobbingar voru skoðaðir og þeim leku skipt út. Víraleggir voru skoðaðir, gaddaðir og slitnir leggir fjar- lægðir, nýir splœstir og settir á trollið. Er togarinn nálgaðist Hvarf tók veður að versna og ágjafir um alla ganga. Þá var farið ífixingu undir hvalbak. Neðra byrði trolls var sett saman úr fimm pörtum tveimur undirvængjum, belg, millistykki og pokabyrði, en efra byrðið úr sex pört- um, þar bættist skverinn við. Þessir tveir helmingar trollsins voru leisaðir saman á hliðarjöðrunum og leisilínur festar á það. Ndlamenn gerðu nálakörfuna klára áður en bætning hófst. í henni voru netanálar með einfalt sem alltaf var fjórtvinningur, tvöfaldan þrí sem notaður var til að bæta belginn og bensla og tvöfaldan fjór í pok- ann. Kordelar voru settir yfir keðjubensl- in svo þau nudduðust ekki í sundur. Keðjur í millibobbingum voru benslaðar við troll með tvöföldum þrf og kordelar settir yfir. Vírasplæsingamennirnir létu ekki sitt eftir liggja. Þeir mældu niður 30 faðma grandarapar, splæstu augu á báða enda með stoppnálar í öðrum enda. Dauðuleggir voru mældir í 6 faðma lengdir, splæst augu á báða enda og annað augað tengt við grandarann með stoppnálinni en flathlekkur splæstur í hinn endann.. Tvenn pör af bakstroffum voru splæst fyrir forhlera og afturhlera. Höfuðlínan var strengd upp og settar á hana álkúlur sem höfðu verið þræddar upp á mjóa vírmanillu. Höfuðlínan var í fimm hlutum. Tvær á hverjum væng og ein á skvernum. Síðan var bolsið á skvernum og toppvængjunum benslað á höfuðlínuna eftir kúnstarinnar reglum. Fiskilínan var splæst úr grönnum vír og merkl með grönnu tógi svo að benslin rynnu ekki til. Síðan var hún bensluð á neðan á vörpuopið. Þá voru splæst fótreipi. Eftir fimm vaktir var þriðja trollið fullbúið til undirsláttar. Hin tvö voru nýyfirfarin og fest við bakborðs- og stjómborðssíðu. Togveiðar Eftir fimrn sólarhringa siglingu var skipið komið á miðin við Vestur-Grænland. Þegar komið var á veiðislóð breyttust vaktir í sex og sex. Skipstjórinn leitaði nú frétta hvar helst væri veiðivon. Loftskeytamaður fékk þá eftirfar- andi skilaboð á morsi frá nálæg- um togara, nyfly gosly dodyd. Út úr þessu las hann: „Hornið fyrir norðan álinn Julianeháb - þorsk- ur - töluverðar Ióðningar.“ Af skilaboðunum las skipstjóri að . mokafli gæti verið á miðunum sunnarlega við Vestur Grænland. Hann vissi sem var að alltaf var dregið úr lýsingu á mokafla. Skipið var í öðrum af tveimur félögum um leyni- kóda, en milli þeirra tveggja var ekkert samband. Menn lærðu hvernig næsti maður sagði frá afla. Hæfileg tortryggni var í gangi. Væru menn staðnir að mjög villandi upplýsingum áttu þeir á hættu að vera reknir úr kódanum. Skipstjórinn beitti nú þeim tækjakosti sem skipið hafði yfir að ráða til að stinga út miðin: radar, dýptarmcdi, miðunarstöð og A-loran. Blautpappírinn rann út úr dýptarmæl- inum og sýndi miklar lóðningar og mátti því gera ráð fyrir mokveiði. Nú var allt klárt til að kasta trollinu. Lykilmenn fóru á sinn stað. 2. stýrimað- ur og gilsari að spili, forhleramaður að fremri toggálga, pokamaður að afturgálga. Stýrimaður hífði slakann af grönd- urunum. Gilsarar réttu hleramönnum gilskrókinn sem var smeygt gegnum topprúllumar, undir brakketin og húkkað í nonnanninn á hleranum. Gílsvírnum var smeygt á spilkoppana beggja vegna á spilinu. Hlerarnir voru hífðir út fyrir lunningu, hlerakeðjum, sem fastsettar voru á krók neðsl í gálganum, var smeygl í brakketin og hlerunum slakað niður í keðjurnar rétt utan við lunningu. Þá var næsta aðgerð að hífa rossin og vængina að toggálgum. Gilsari húkkaði nú byss- unni sem var fremst á bómugils í poka- KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 Tæringarvarnarefni fyrir gufukatla 42 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.