Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 4
Sjómanna- dagurinn Hátíðisdagur sjómanna hefur í áranna rás skipað veglegan sess í hugum lands- manna. Þessi dagur hefur víða tekið miklum og afgerandi breytingum, með sama hætti og fjölmargt annað í þjóðfélaginu. 1 ákveðnum sjávarplássum er þessi dagur nú sem endranær einn stærsti viðburður ársins s.s. í Vestmannaeyjum þar sem mér er tjáð að um þriggja daga hátíð sé að ræða sem standist fyllilega samanburð við þjóðhátíð Eyjamanna um Verslunarmannahelgina.Hlutur sjávarútvegs í atvinnulíf- inu í Eyjum er gríðarlega stór og þar af leiðandi eðlilegt að vegur sjómannadagsins sé eins og raun ber vitni. Annarsstaðar hefur fjarað undan deginum með það afgerandi hætti að ekki er lengur um neina ákveðna dagskrá eða dægrastyttingu að ræða. I gegn um tíðina hafa hátíðahöld dagsins viða verið sjálfbær ef svo má segja, þar sem tekjur af dans- leikjum ogmerkjasölu auk mikillar sjálfboðavinnu velunnara sjómannadagsins leiddu tif þess að fjárhagsleg niðurstaða var réttu megin við núllið og stundum jafnvel talsverður afgangur. Þar sem ég þekki best til, þ.e.a.s. á Akureyri, hefur þessi dagur um langan aldur farið fram með þeim hætti að sjómennirnir hafa verið í sannkölluðu aðalhlutverki við að skemmta sjáfum sér og öðrum. Það hafa þeir gertmeð því að taka virkan þátt í því sem fram hefur farið. Þar má nefna guðsþjónustur, minningarathöfn um drukknaða sjómenn, ræðuhöld og heiðranir eldri sægarpa,knattspyrnumót, golfmót, stakkasund, koddaslag, reiptog, pokahlaup og kappróður svo eitthvað sé nefnt, allt með þátttöku sjómannanna sem margir hverjir eru að kvöldi dags orðnir dauðþreyttir eftir átök dagsins ogþar af leiðandi ekki í besta formi til að mæta á sjómannadansleikinn um kvöfdið. Hvort sem þreytu er um að kenna eða öðru þá er það staðreynd að sá bragur sem víða um land einkenndi hátíðahöld Sjómannadagsins hefur tekið allnokkrum stakkaskiptumfrá þvisem áður var.Einhverjar af stærstu útgerðunum hafa komið á koppinn eigin árshátiðum þar sem þær bjóða starfsmönnum sínum í dinner og skemmtun með pompi og prakt.en draga sig í staðinn að nokkru eða ölluleyti út úr beinni þátttöku í hátiðahöldum Sjómannadagsins. Þetta hefur haft í för með sér að dregið hefur úr þeirri almennu þátttöku sjómannanna sem áralöng hefð var fyrir. Þaðleiðir síðan til þess að þær fjárhagslegu forsendur sem byggt hefur verið á eru ekki fengur til staðar. Glæsilegir viðburðir á borð við Fiskidaginn mikla á Dalvík sem svo sannarlega vekja athygli á sjávarútvegi hafa litið dagsins ljós ogeru komnir til að vera. Þar fer saman ótrúleg samheldni íbúanna og jákvætt viðhorfeigenda fiskvinnslu og útgerðar á Dalvík en þeirra aðkoma er að sjálfsögðu forsendan fyrir tilurð þessa merkilega dags. I Reykjavík hafa hlutir þróast með þeim hætti að nú eru hátíðahöldin í kring um daginn nefnd hátíð hafsins.Þar eiga mestan heiður Reykjavíkurhöfn og Sjómannadagsráð sem sameiginlega eru bakhjarlar þessara hátíðahalda og án aðkomu þessara fjársterku aðila væri trúlega lítið um dýrðir í höfuðborginni. Ljóst er að mínu mati að efviðhalda á hátíðahöldum þessa dags víða um land þá þarf til að koma fjárhagslegur bakhjarl í hverju pfássi. Hvort stuðningurinn kemur frá viðkomandi sveitarfélagi eða bæjarstjórn eftir atvikum, útgerðum á viðkom- andi stöðum, frá samtökum sjómanna eða sameiginlega frá öllum þessum aðilum er eitthvað sem vinna þarf úr, en verði ekkert að gert þá mun þessi dagur nokkuð víða heyra sögunni til í þeirri mynd sem við höfum þekkt hann gegn um tíðina. Hugsanlega hefur þeim sjómönnum fjölgað sem i stað ærsla og gleðiláta kjósa fremur rólega helgi úti í náttúrunni í faðmi fjölskyldunnar. Hvort sem sjómenn kjósa rólegheit eða taumlaust fjör, eða eitthvað þar á milli, þá er þetta þeirra dagur og ég óska þeim af heilum hug til hamingju með daginn. Árni Bjarnason Forsíðumyndin: Sœvar Sigmarsson á Campion hraðbáti Jrá Kanada sem Vatnasport Jlytur inn. Mynd: Þorgeir Baldursson. yfirlit Sjómenn og aðrir lesendur Víkings Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýni eða hrós, tillögur um efnis- þætti og hugmyndir um viðtöl við áhuga- verða sjómenn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum; Raddir af sjónum. Netjið á, jonhjalta@hotmail.com 6 12 16 20 24 36 37 38 39 46 48 54 55 56 62 63 64 66 66 Björn Valur Gíslason yfirstýrimaður rekur sögu Kleifabergs og minnist á fleiri pólskættaða togara. Ásgeir Halldórsson, eða Ásgeir málari, segir frá prakkarastrikum og veiðiskap. Aðalsteinn Bergdal ræðir við hann. Bernharð Haraldsson skrifar um hörmuleg örlög Andreu Doriu. Danirnir voru afar frumstæðir, segir Alfons Finnsson. Rafn Kristján Kristjánsson stýrimaður rifjar upp sjó- ferðasögu sína í rabbi við Sverri Ólafsson. Kristján Elíasson spyr: Hvað varð um réttindi mín? Krossgátan. Hjálmar R. Bárðarson, fyrrverandi siglingamálastjóri, hefur sent frá sér bókina, Þættir úr þróun íslenskra fiskiskipa. Ólafur Bjarni Halldórsson lýsir ferð nýsköpunartogara á miðin við Grænland. Gámaskip framtíðarinnar. Fjörður. Siglt um netið. Hver eru „sæskrýmsli" úthafanna? Skyrbjúgur; fjöldamorðingi en jafnframt auðsupp- sprettan mesta. Rakin saga þessa mesta hryllis sjó- manna. Gáta: Hver er þessi stólpi? Guðjón Ármann Eyjólfsson bætir við grein sína, um aðskildar siglingaleiðir við strendur íslands, sem birt- ist í síðasta tölublaði Víkings. Utan úr heimi. Raddir af sjónum. Lausn krossgátu. Utgcfandi: Völuspá, útgáfa, í samvinnu við Farmanna og fiskimannasamband íslands. Afgreiðsla og áskrift: 462-2515/ netfang, jonhjalta@hotmail.com Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 462-2515, netfang; jonhjalta@hotmail.com Byggðavegi 101B, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Sign'tn Gissurardóttir, sími 587-4647. Ritnefnd: Arni Bjarnason, Hilmar Snorrason ogjón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prcntvinnsla: Gutenberg. Aðildarfclög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Vcrðandi, Vcstmannacyjum ogVísir, Suðumesjum. Sjömannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.