Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 40
Ljósmynd Norðurmynd/Ásgrímur Ágústsson
bak: vír í grandara, dauðaleggi, fótreipi,
messisservír, bakstroffui; fiskilínur, höf-
uðlínur, manilla til að þræða trollkúlurn-
ar, kaðlar í rópa, rússa og sterta. Aðrar
smærri stálvörur komu í strigapokum
eins og D-lásar af öllum stærðum frá V2”
- IV2” V-lásai; brakketlásai; vargakjaftai;
sigurnaglar, rossklafar, rossstautai; grœju-
krókar, stoppnálar og sylgjui; flathlekkir,
grandarakeðjui; rosskeðjur, byssukrókai;
trollkúlur úr áli og millibobbingai: 2x600
faðmar af merktum togvír voru undnir
upp á spil. Bobbingar voru af þremur
stærðum 18, 21 og 24 tommu, eftir því
hvar þeir voru áfótreipinu. Þeir voru sett-
ir í slíu fyrir framan forgálgann. Hlerapai;
(forhleri og afturhleri) um 800 kg. hvor
voru hífðir um borð og staðsettir við for-
gálga og afturgálga. Varahlutir á hlerana
voru brakket, normenn og hleraskór.
Nauðsynleg verkfæri í túrinn voru
melspírur, spannar, sleggjur, úrsláttarjárn,
netanálar, flatningshnifai; biýni, stál, meit-
ilhamar og saltskóflur.
Skipverjar voru munstraðir hjá sýslu-
manni í skipshafnarskrá í tvíriti sem
skipstjóri bar ábyrgð á. Annað eintakið
fór um borð en hitt var geymt hjá sýslu-
manni. Þar var skráð nafn þeirra, staða á
skipi, fæðingardagur og ár, fæðingarstað-
ur, samningsbundin laun og dagsetning
ráðningar. Sýslumannsembættið staðfesti
útfyllta skrá með embættisstimpli. 42
skipverjar voru munstraðir í veiðiferðina
í eftirtaldar stöður:
Yfirmenn í brú: Skipstjóri, 1. stýrimað-
ui; loftskeytamaðui:
Vélarlið: 1. vélstjóri, 2. vélstjóri, 3. vél-
stjóri, tveir kyndarar.
Eldhús: 1. matsveinn, 2 matsveinn.
Yfirmenn á þilfari: 2. stýrimaðui; báts-
maður.
Sérstakar stöður á þilfari: 6 netamenn.
Undirmenn á þilfari: 24 hásetai:
(Heimild: Skipshafnarskrá B.v. Sólborg
1952).
Brottför og störf á dekki
á langstími
Allt var nú tilbúið lil brottfarar.
Skipstjórinn horfði út um brúarglugg-
ann, 1. stýri- maður stjórnaði hásetaliði
frammi á en bátsmaðurinn stjórnaði
hásetum aftur á. Skip-stjórinn kallaði í
land „sleppa“ og keyrði í springinn. Þegar
afturendi skipsins var kominn um 45
gráður frá bryggju kallaði hann „sleppa
springnum.11 Skipstjórinn hringdi í vél-
simann „hæga ferð aftur á bak“ og er
skipið var komið vel frá bryggju tók hann
stefnuna áfram út fjörð með stefnu í átt
að Hvarfi. Sá helmingur áhafnar sem átti
vakt í upphafi útstíms hafði nóg að starfa.
Stímvaktin stóð í fjórar klukkustund-
ir. í byrjum túrs setti skipstjóri stefn-
una og gaf fyrirmæli um hvert halda
skyldi. 1. stýrimaður setti upp vaktir og
hengdi upp lista í borðsalnum. Þrír stóðu