Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 38
fyrir Alþingi frumvarp til laga um áhafnir
íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmti-
báta og annarra skipa.“ Samkvæmt frétta-
bréfinu er megintilgangur frumvarpsins
„að viðhalda og efla öryggi íslenskra
skipa og áhafna þeirra.“ Síðan eru talin
upp nokkur helstu atriði frumvarpsins og
þar segir meðal annars: „Atvinnuréttindi
kennd við 1. stig skipstjórnarnáms, sem
hafa veitt réttindi til starfa á skipum allt
að 200 brúttórúmlestum, veita réttindi
til starfa á skipum allt að 45 metrum að
lengd.“
Hér ætti að koma hrúga af upphróp-
unarmerkjum, en ég sleppi þeim í bili.
Ég gerði lauslega athugun á stærð nokk-
urra fiskiskipa, fletti sjómannaalmanak-
inu, og komst að þeirri niðurstöðu að
þessi breyting er réttindaaukning upp á
allt að 100%, segi og skrifa eitt hundrað
prósent, og NB: „Með þessu fyrirkomu-
lagi eru atvinnuréttindi löguð að ákvæð-
um alþjóðasamþykktar um menntun og
þjálfun, skirteini og vaktstöður áhafna
fiskiskipa (STCWF).“
Nú má ekki skilja þetta svo að ég sé
eitthvað fúll yfir því að réttindi manna
séu aukin, af og frá, ég vil hins vegar fá
skýringar á þessu flakki. Ef ástæða var
til þess að minnka réttindi mín þá vil ég
fá að vita hver sú ástæða er. Ef evrópskir
sjómenn eru að fá meiri og betri mennt-
un, sem gefur þeim meiri réttindi, þá vil
ég fá að vita í hverju sú menntun liggur.
Ef íslenskir sjómenn, með 200 tonna
réttindi, fá betri menntun en alþjóð-
legir sjómenn, sem gerir þá fullfæra um
að stjórna helmingi stærra skipi en þeir
áður máttu gera, þá vil ég fá að vita í
hverju sú menntun liggur.
Samkvæmt þessu nýja lagafrumvarpi
má því skipstjórnarmaður með 1. stig,
eða 200 tonna réttindi, sigla skipum sem
eru allt að 45 metra löng, (sum hver allt
að 400 tonn), en samkvæmt eldri breyt-
ingum má skipstjóri með réttindi til
skipstjórnar á fiskiskipum af „ótakmark-
aðri stærð“ ekki vera skipstjóri á 400
tonna flutningaskipi!!!!!!!!!!
Það er greinilega eitthvað bogið við
þetta lagadót um réttindi skipstjórn-
armanna.
Bókakynning
Þættir úr þróun
íslenskra
fiskiskipa
Hjálmar R. Bárðarson, skipaverkfræðingur og fyrrver-
andi siglingamálastjóri, hefur sent frá sér bókina, Þættir úr
þróun íslenskra fiskiskipa.
Það telst alltaf til tíðinda þegar ný bók kemur frá
Hjálmari og svo er vissulega núna. Hann beinir sjónum
m.a. að Svíþjóðarbátunum en þó aðallega að skipunum
fimmtíu sem smíðuð voru í Austur-Þýskalandi á árunum
1956 til 1967 og voru töluvert gagnrýnd á sínum tima.
Fleira verður Hjálmari að yrkisefni. Til dæmi hring-
nótaveiði með kraftblökk, aflaskipin miklu í Vestmanneyjum (smíðuð
í Austur-Þýskalandi), strand Eyjabergs á Faxaskeri og ísing skipa. Öryggismálin eru
Hjálmari hugleikin eins og kaflaheitin, Slysavarnir á hafinu og Öryggi á sjó bera gott vitni um.
Þessi nýjasta bók Hjálmar er afar gott innlegg til sögu sjávarútvegs á íslandi og mikill happafengur fyrir alla áhuga-
menn um skip og útgerð.
Þættir úr þróun íslenskra fiskiskipa er 98 bls. að lengd og prýdd fjölda ljósmynda. Útgefandi er Völuspá, útgáfa.
‘Slenskra r‘skiskipa
}0
siomonnum ocj
um (oeiwa bestu
• /
m a
omanna-
inn
i*Z..tSFA
Vagnhöfða 10 - Sími: 567 3175
GSM: 897 5741 - Fax: 587 1226
frysti@islandia.is