Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 28
sagði Jöggi. Hvernig dettur ykkur í hug að að ég fari að skrökva að ykkur? Akurey. um félagar mínir Björn, kallaður Axlar Björn ogjörgen Jónsson, gilsmaður, kall- aður Jöggi, og gegndi hann líka oft stöðu lestarstjóra, sem sá um að ganga frá farminum i lestinni og var jafnframt oft á koppunum (á spilinu), hvort tveggja ábyrgðarstöður, enda Jöggi vanur sjó- maður. Báðir voru nokkrir æringjar. Nú voru þeir að losa upp blakkir og smyrja með koppafeiti og höfðu eina lestarlúg- una sem vinnuborð. Þá gerist það, er Axlar Björn virðir fyrir sér tígulegan afturenda gilsmanns- ins, að hann stenzt ekki freistinguna, fer með smurspaðann ofan í koppafeit- isdolluna, tekur væna slummu af feiti og makar henni beint í rassgatið á Jögga, þegar hann liggur sérlega vel við bogr- andi þarna við blakkasmurninginn. í fyrstu veit Jöggi ekki hvaðan á sig stendur veðrið, en finnur fljótlega að ekki er allt með felldu. Verður hann þetta litla reiður yfir þeirri svívirðingu, sem hann hefur orðið fyrir, og ræðst að Axlar Birni. Sá síðarnefndi sér sitt óvænna og tekur á rás aftur með keisnum og upp á bátaþilfar stjórnborðsmeginn með Jögga á hælunum, báðir allsberir með allt laf- andi. Leikurinn barst siðan niður af bátaþilfarinu bakborðsmegin með viðeig- andi hrópum, köllum og formælingum, þaðan upp á hvalbak og svo annan hring um skipið endilangt. Lauk hlaupunum með því að Axlar Björn klifraði upp í vant og upp í mitt mastur en Jöggi þreif sjóslönguna og beindi að félaga sínum í vantinum. Krafturinn á bununni var þá ekki meiri en svo að hún dreif ekki upp til Axlar Björns svo að Jöggi fékk gus- una sjálfur yfir sig. Sljákkaði þá nokkuð í Jögga af köldu sjóbaðinu og móðurinn rann af mönnum í framhaldi af því. Fylgdist áhöfnin með þessari atburðarás og lyktum hennar af spenningi. Jafnan síðan er Jöggi brá sér á sal- erni, tóku menn eftir því hversu fljótur hann var að ljúka sér af og þökkuðu það smurningnum í rassgatinu. Jöggi var á margan hátt skrautlegur náungi. Hann hafði stakar tvær fram- tennur í efri gómi og minnti um margt á íkorna. Jafnframt var hann ágætis sjó- maður og mikill sögumaður. Flestar voru þó sögur hans tóm lygi en ekki verri fyrir það. Hann var ættaður úr Arnarfirði og hafði stundað þar sjó á trillu árum áður. Stutt var á miðin og oft nægur fiskur inni á fjörðum. Sagðist Jögga frá eitthvað á þessa leið: „Eitt sinn vorum við á handfærum, höfðum lagt línuna og vorum að draga. Pyngdist nú drátturinn og varð brátt erfiður. Vissum við að eitthvað stórt var á og kom brátt í ljós, að stærðar lúða hafði bitið á krókinn. Þorðum við ekki að taka mikið á af ótta við að slíta og missa dráttinn og tókum til bragðs að reyna að þreyta hana. Virtist okkur vera að takast ætlunarverkið því flyðran var farin að koma upp að bátnum og velta sér svo að sást í hvítuna á kviðnum. Sá ég brátt færi á að húkka í kvikindið með hakanum til að ná því inn í bátinn. Skipti þá engum togum, að við það að ég hegg hakanum í hausinn á flyðrunni tekur hún kipp og sviptir mér útbyrðis. Er ekki að orðlengja það að ég fer þarna á bak flyðrunni og held dauðahaldi í hakann. Tekst mér þannig að halda fisk- inum nálægt yfirborðinu enda lá líf mitt við að hann færi ekki að kafa, og tókst mér jafnframt að stýra honum inn á fjörð í stað þess að synda til hafs. Fjöldi fólks var í fjörunni og horfði á þessa atburðarás. Þótti mörgum mikið til koma og höfðu þvílíkar aðfarir ekki sézt áður um gervalla Vestfirði. Leikurinn endaði með því að ég gat stýrt lúð- unni upp í fjöru, þar sem kvikindið var aflífað og fjöldi fólks sóttist eftir að fá stykki úr skepnunni í soðið.“ - t’ú lýgur þessu, Jöggi, sögðu ein- hverjir. - Þetta er alveg heilagur sannleikur, Helvíti ertu vitlaus! Ég geri mér grein fyrir að frændi minn er ekki síðri sögumaður en téður Jöggi. Jafnframt gamninu fannst mér þó, að alvaran hlyti að vera skammt undan. Ég spyr um öryggismálin á fyrstu sjómanns- árunum - Það var heldur lítill gaumur gefinn að þeim þætti mála. Flugeldar og blys voru um borð og sjúkrakassi með verkjatön- um, sárabindum, plástrum og nálum til að sauma og penisillintöflum. Hægt var að hafa samband við land um stuttbylgju og gat þá öll þjóðin fylgst með í útvarpinu um hvað var talað. Loftskeytamaður sá um samskipti og var sérstakur klefi fyrir þau mál aftan við brú. Sá öryggisbúnaður sem síst var litið eftir að væri í lagi voru björgunarbátar á bátaþilfari. Þeir fengu að ryðga fastir með allt óklárt. Ég minnist þess ekki að neinar æfingar hafi verið haldnar í því skyni að kanna viðbrögð á ögurstundu. Gúmmíbjörgunarbátar voru ekki um borð en flekar nteð tómum olíutunnum og einhverjum vistum voru stundum á bátaþilfari. Menn leiddu hugann ekki mikið að því, að eitthvað alvarlegt gæti komið fyrir. - Og svo gerast hlutirnir áður en nokkur veit af? - Það má svo sannarlega segja. Einu sinni var ég á stýrisvakt á heimleið með föður mínum. Svo háttaði til, að stýr- isvélin var aftarlega í stýrishúsinu. Það var helvítis bræla og kallinn var uppi og við ekki langt frá landi. Kallar hann þá allt i einu, „beygið ykkur“, og það skiptir engum togum, að brot reið á stýrishúsið, mölbraut allar rúður framaná, fyllti það og loftskeytaklefann. Glerbrot stóðu föst í veggnum á loftskeytaklefanum og eitt fékk ég í hendina og tók í sundur taug. Var ekki um annað að ræða en að fara í land, um 10 tíma stím, láta festa taugina og sauma fyrir. Ég hef enn ör eftir þennan atburð en mikil mildi var, að ekki fór verr. - Þú hefur oft verið heppinn. Hélt ein- hver verndarhendi yfir þér? - Það held ég ekki. Ég hugsa, að þetta sé allt tilviljunum háð. - Ekki hefur verndarhendin eða tilvilj- unin alltaf verið mönnum jafn hliðholl? - Mér er minnisstæður hörmulegur atburður, er átti sér stað um borð. Þá er Viðey farin og seld og Akurey komin í staðinn, einn af nýsköpunartogurunum. Þetta mun hafa verið á árunum 1949 - 50. Faðir minn var skipstjóri og ein- hverra hluta vegna hafði ég ekki farið i túr að þessu sinni. Þá gerist það er verið var að kasta, að Steini vinur ntinn er óvarkár eitt andartak og fer á milli lunn- ingar og gálgans bakborðsmegin til að fást við dauðalegginn, er var verið að 28 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.