Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 12
Aðalsteinn Bergdal Ásgeir málari. sgeir Halldórsson eða Ásgeir málari eins og hann er venjulegast kallaður þekkir tímana tvenna. En hvað kemur málari sjónum við? Jú, Ásgeir var nefnilega ýmist í sjó eða á sjó. Fyrst í sjó og á sjó sem barn og svo á sjó og í sjó sem ungur maður og kann svo sannarlega að segja góðar sjósögur, sögur sem eru skemmtilega kryddaðar af þeim sem kann að segja frá. Ásgeir er fæddur í Leifshúsum á Svalbarðsströnd, en alinn upp í Litla- Hvammi, litlu koti er stend- ur alveg niður við sjó, beint á móti Krossanesi við Eyjafjörð, sonur hjónanna Halldórs Valdimarssonar og Katrinar Guðmundsdóttur. Klæðlítill í sjónum „Pabbi kemur upphaflega frá Flatey og er því Þingeyingur, en mamma frá Furufirði á ströndum. Því blundar nátt- úrulega í mér gríðarlega sterk blanda, sem er galdramaðurinn af Ströndum og svo monthaninn úr Þingeyjarsýslu. Þarna var lítill búskapur og því not- færðum við okkur nálægðina við sjóinn, en pabbi átti trillu. Pabbi seldi fisk úr hjólbörum á torg- inu niður við gamla verkalýðshúsið á Akureyri. Aðal bissnesinn var að selja sveilakörlunum nýjan fisk, þeir keyptu alltaf svo mikið. Ég kom auðvitað nálægt þessu líka, en óþokkinn blundaði snemma i mér vegna þessarar Strand- Þingeysku blöndu. Á sumrin drógum við mikið fyrir og fengum kola, rauðsprettu og svoleiðis og þegar maður var orðinn leiður að selja og lítið eftir, þá var ég tilbúinn með sand- kola, sem auðvitað var ekkert líkur fiskur og seldum kerlingunum það sem rauð- sprettu. Það má segja að ég hafi ekki bara alist upp við sjóinn, heldur líka í honum og við systkinin lærðum að synda í sjón- um, en við vorum fimm og syntum öll í sjónum. Það var oft logn og gott veður og ósjaldan stálum við árabátum og þá stakk maður sér oft fyrir borð, svo að það má segja að ég hafi verið jafn mikið í sjónum eins og á sjónum. Það hefur loðað lengi við mig að ég væri alltaf að synda í sjónum og synti ég m. a. 1991 12 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.